Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1984, Page 29

Faxi - 01.12.1984, Page 29
ARNAE) HEILLA ÞREFÖLD AFMÆLISKVEÐJA (SÍÐBÚIN) Á liðnu sumri áttu a.m.k. þrír góðvinir mínir í Keflavík merkis- afmæli. Öll fóru þau framhjá mér, þannig að hvorki sendi ég þeim kveðju eða minntist þeirra á prenti, sem þeir hefðu þó vissu- lega verðskuldað margfaldlega frá minni hálfu. Þessir heiðursmenn eru Olafur A. Þorsteinsson fyrrverandi for- stjóri, sem varð sjötugur 5. ágúst síðastliðinn, Tómas Tómasson, sparisjóðsstjóri og forseti bæjar- stjórnar, hann átti sextugsafmæli 7. júlí og bróðir hans, Jón Tóm- asson, fyrrverandi símstöðvar- stjóriognúverandiritstjóriFAXA inn. Allir hafa þessir þrír menn varð sjötugur 26. ágúst síðastlið- verið traustir og vökulir í sínum verkahring. Þeir gnæfa hátt í vit- und samtíðarinnar, þegar þeirra er minnst, sem mest hafa lagt af mörkum til jákvæðrar mótunar mannlífs og byggðar í Keflavík og á Suðurnesjum. Allir sem einn bera þeir með sóma heitið: , ,-Vor- maður samtíðar sinnar.“ Ég þakka þeim öllum góð kynni, drengskap, vináttu og órofa tryggð, um leið og ég árna þeim heilla og giftu í tilefni merkra tímamóta og bið þeim og ijölskyldum þeirra blessunar Guðs í bráð og lengd. Björn Jónsson. Nýskipan heilbrigðismála mun nú vera í undirbúningi með laga- frumvarpi því, sem liggur nú fyrir Alþingi, og hljóta því framtfðar- áætlanir og ákvarðanir að mark- ast nokkuð af því. Vér höfum áætlað og teljum rétt að vinna beri að því að hér verði reist a.m.k. 80-100 rúma sjúkra- hús í framtíðinni, með fæðinga- deild, almennri sjúlcradeild, deild fyrir langlegusjúklinga, röntgendeild, rannsóknardeild, læknamiðstöð og heilsugæslu o.fl. Til að ná þessu markmiði, höf- um vér hugsað oss, að þetta yrði gert í tveimur eða jafnvel þremur áföngum, þannikg að í fyrsta áfanga yrði reist viðbótarbygging sú, sem hjálögð teikning sýnir, en hún myndi leysa til frambúðar vandamál fæðingardeildar, eld- húss og tilheyrandi, líkgeymslu o.fl. samanber teikningar. Samkvæmt þessari áætlun myndi einnig batna til muna að- staða starfsfólks og lækna, slysa- móttaka o.fl. Það eru samt óleystir margir veigamiklir þættir, sem vér álít- um að leysa beri í öðrum áfanga eða jafnvel þriðja, ef þörf krefur, en það er: 1. Læknamiðstöð með aðstöðu fyrir a.m.k. 6 — 8 lækna og sérfræðinga, heilsugæslu og tilheyrandi. 2. Aðstöðu fyrir röntgendeild. 3. Aðstöðu fyrir rannsóknar- deild. 4. Aðstöðu fyrir skurðstofu og tilheyrandi. 5. Sjúkradeild eða deildir, þ.e. sjúkrarými fyrir 30 — 60 sjúkl- inga a.m.k. Vér teljum, að læknamiðstöð, heilsugæsla etc. eigi að vera í tengslum við sjúkrahúsið, og að því beri að stefha. Núverandi húsnæði röntgen- deildar og rannsóknardeildar mun vera alls ófullnægjandi fyrir stærra sjúkrahús en reiknað er með í fyrsta áfanga, sama er að segja um skurðstofu og tilheyr- andi (steriliseringu, pökkun etc.) Ef væntanleg sjúkradeild kæm- ist upp f öðrum eða jafnvel þriðja áfanga, höfum vér áætlað að taka gamla sjúkrahúsið fyrir langlegu- sjúklinga, og myndi það trúlega leysa það vandamál í næstu fram- tíð. Vér höfum ekki gert neina heildar tímaáætlun varðandi framkvæmdir, en væntum þess, að hið háa ráðuneyti sýni fullan skilning á þörfum íbúa Suður- nesja í heilbrigðismálum og flýti fyrir fyrsta áfanga, svo sem verða má.“ Á Alþingi 1973 voru samþykkt lög nr. 56 frá 27. apríl um heilsu- gæslustöðvar, en lög þessi tóku gildi 1. janúar 1974. Sveitarfélög- in á Suðurnesjum samþykktu á vormánuðum 1974 að fela stjórn Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishér- aðs að vinna að undirbúningi að stofnun Heilsugæslustöðvar Suð- urnesja. Sjúkrahússtjórn ritaði Heil- brigðisráðuneytinu bréf 20. mars 1974, þar sem leitað er eftir heim- ild til þess að stofnuð verði heilsu- gæslustöð í leiguhúsnæði að Sól- vallagötu 18 í Keflavík, eftir teikningum og tillögum að breyt- ingum á því húsnæði, er Jes Einar Þorsteinsson arkitekt hafði gert. Heilbrigðisráðuneytið sam- þykkti með bréfi þann 31. mars 1974, að stofnuð verði í húsnæði að Sólvallagötu 18 Keflavík neðri hæð, „Heilsugæslustöð í Kefla- vík bráðabirgðahúsnæði.“ Undirritaður var leigusamnirig- ur til 10 ára, milli sveitarfélag- anna í læknisumdæminu og Arn- björns Ólafssonar læknis, þann 26. sept. 1974. Samhliða þessu var sett sérstök stjórn fyrir heilsugæslustöðina. Stjórnin hafði það af m.a. að koma á fót sérstökum H-stöðvum í sveitarfélögunum, sem að heilsugæslunni standa, og má nú segja að viðunandi aðstaða hafi fengist, eða sé í sjónmáli, nema á V atnsley suströnd. Laugardaginn 29. nóvember 1974 var tekin fyrsta skóflustungan að I. áfanga viðbyggingar við sjúkra- húsið en það gerði Valgerður Pét- ursdóttir, sem þá hafði starfað í í samsætinu sungu þeir góðkunnu félagar Haukur Þórðarson og Jón Kristins- son við undirleik Ragnheiðar Skúladóttur. FAXI-285

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.