Faxi - 01.12.1984, Blaðsíða 38
Stuttur sólargangur veldur því aö viö
verðum af vítamínum sem okkur eru
nauðsynleg til að halda góðri heilsu.
En við getum bætt okkur þetta upp
með því að taka lýsi daglega.
Lýsi inniheldur náttúruleg Aog D víta-
mín. Þau styrkja vöxt tannaog beina,
hafa góð áhrif á sjónina og byggja upp
vörn gegn ýmsum kvillum. En lýsið
gerir meira, - í því er einnig mikið af
fjölómettuðum fitusýrum, sem fullyrt er
að dragi ur líkunum fyrir því að menn fái
hjartasjúkdóma og of háan blóðþrýsting.
Er þetta ekki næg ástæða fyrir ykkur
til að byrja strax - heilsan er það dýr-
mætasta sem við eigurn.
Grandavegi 42, Reykjavík.
Hollur er heima-
fenginn baggi
Túnið sem ég hef nytjað gefur af
sér í mesta lagi 45 hesta af heyi,
en fóðurþörfin er áætluð 2 1/2
hestburður á kind, hef ég því ætíð
þurft að kaupa mikið af heyi og
graskögglum.
A síðastliðnum vetri keypti ég
t.d. 4 tonn. Heykögglar og þess
háttar kostaði mig þann vetur um
65 þús. kr.
Vanalega hef ég verið með á bil-
inu 30—50 kindur á fóðrum, en
nú undir lokin var komið kvóta-
kerfi á minn ijárstofn eins og hjá
öðrum.
Fyrstu búskaparárin mín sló ég
hér víða bletti með orfi og ljá og
heyjaði allt af handaíli með fjöl-
skyldunni og vinum, en seinni ár-
in hef ég fengið lánaðar heyvinnu-
vélar hjá vinum og kunningjum,
sem búnir voru að hirða.
Um tíma verkaði ég vothey, eftir
að ég hafði kynnt mér þá verk-
unaraðferð norður á Ströndum.
Reyndist það afbragðs fóður og
þau árin hafði ég best upp úr
kindunum.
Nikolai Elíasson sálugi, bóndi á
Bergi, var hér í nábýli við mig
lengst af, með svínin sín. Það var
nú gott að vera í nábýli við þann
ágæta mann og góða dýralækni,
þó ég hafi að vísu ekki þurft mikið
á dýralækninum að halda, því fé
mitt var mjög heilsuhraust.
Ég hef alltaf notað húsdýra-
áburð á túnið. Mitt álit er, að hey
af slíku túni sé hollara en það sem
fæst, þar sem loftáburður er not-
aður svo til eingöngu. Ef kindur
eru fóðraðar rétt og vel og
drykkjarvatn er nægjanlegt, er
ekki svo mikil hætta á að þær
verði heilsuveilar.
*
Eg hef reynt að hjálpa
þeim sem fegra
vilja bæinn
Þó kindur hafi nú verið bann-
aðar hér í bæ um árabil, þá hafa
margir af frammámönnum bæjar-
ins átt erindi til mín og spurt mig
hvort ég gæti ekki hjálpað þeim
um sauðatað. Ég hef aldrei sagt
nei, en ég hef alltaf spurt þá hvað
þeir ætluðu að gera við taðið. En
þeir hafa sagt mér að það ætti að
notast í blómagarða. Þá hef ég
ávallt sagt að það væri númer eitt
að þeir fengju skítinn því þá hefðu
þeir hug á að fegra bæinn og ekki
veitti nú af. Þú veist það líka eins
vel og ég að llestir blómagarðar,
hér í bæ eru gerðir af mönnum,
sem eru aðílutlir frá stöðum, þar
sem meiri ræktunaráhugi hefur
verið ríkjandi, en hér tíðkaðist til
294-FAXI