Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1984, Side 40

Faxi - 01.12.1984, Side 40
oft veriö kallaður til að gera við þær. Alltaf þegar hringt er í mig og ég er beðinn að gera við þvottavél, þá segi ég: Eg kem þegar það er orðiö dimmt. í Rafiðn h/f eru nefnilega ekki lán- aðir út menn til þvottavélavið- gerða, svo ég annast þessar við- gerðir mínar á kvöldin utan míns fasta vinnutíma. Oft er ég nú undrandi á því, þeg- ar menn eru að kvarta undan þreytu eftir tíu tíma vinnu, því þá hef ég nú átt eftir að annast skepn- urnar mínar og kannski lofað að líta á eina eða tvær þvottavélar. Mér nægir alveg 4—5 tíma svefn á sólarhring. Gott er að vera hress og gamansamur Vinnufélagar rnínir eru svo til allir ungir menn, og þó ég sé orð- inn þetta fullorðinn, þá verð ég aö fylgjast með þessum ungu mönn- um, annars getur maður ekki fengið út það samstarf, sem skilar bestum árangri. t’að verður að skapast góður andi milli vinnufélaga — og manna almennt — hvað svo sem aldursmunurinn er mikill. Eg man það t.d. frá þeim árum þegar ég var að læra rafvirkjun norður á Akureyri, þá vann ég mikið með fullorðnum manni, sem var 30—40 árum eldri en ég. Mér leiddist oft að vinna með manninum heilu dagana, því hann yrti aldrei á mig eða talaði við mig. En þá kernur þetta upp hjá mér: Að lífiö allt er leikur og ef maður er bara kátur og léttlyndur, þá er þetta allt í lagi. Eg hef nú víða ver- iö, t.d. hef ég unnið á mörgum rafmagnsverkstæðum og ég held bara að ég eigi mér engan óvin. A þeim verkstæðum, þar sem ég hef unnið, hefur veriö mjög góður vinnuandi. I Raliðn h/f er reglu- semin á hvaða sviði sem er númer eitt, og mennirnir allir setn einn, mjög góðir vinnufélagar. Allt sem upphugsað er kemst ekki x framkvæmd í framtíðinni verð ég að komast í betri tengsl við þá, sem eru í hestamennskunni. Enn sem kom- ið er hef ég ekki haft efni á að byggja mér hesthús úti á Mána- grund, en vonandi á ég það og margt fleira ógert enn. Það er nefnilega ýmislegt sem ég læt mér detta í hug, en alltaf verð- ur það nú svo, að allt sem upp- hugsað er kemst ekki í fram- kvæmd. Það er heldur ekkert grundvallaratriði fyrir mig að fara út í eitthvað gróðafyrirtæki. Eg væri alveg til með og hefur sterklega dottið í hug, að fara út í gróðurrækt og setja upp gróður- hús. Kannski gæti veriö eitthvað út úr því að hafa, auk ánægjunnar af því að sjá gróðurinn dafna og blómstra. Þá gæti ég látiö mér detta í hug, ef ég gæti komist ein- hvers staðar, þar sem hægt er að vera með gæsir, að það væri grundvöllur fyrir að vera með svona 100 til 200 gæsaunga, sem færu á veisluborð um hátíðir, því áhugi l'yrir fuglakjöti fer vaxandi. Aftur á móti held ég að það sé hæpinn grundvöllur fyrir kanínu- rækt hér. Slík ræktun útheimtir góö húsakynni og þó þær tímgist fljótt, þá dugir það ekki til, því sá kanínustofn, sem hér er ræktað- ur, hefur verið alinn á útlendu fóðri, sem er mjög dýrt. Eg þekki vel til kanínuræktar, því ég vann sem unglingur við kanínurækt hjá þýskum manni á Akureyri. Þessi þýski maður var verk- smiðjustjóri hjá sápuverksmiðj- unni Sjöfn, Frank Huter að nafni. Iiann var einn af þeim fyrstu, sem var tekinn til fanga, þegar Bretarnir kornu og hernámu land- ið. Frank ræktaði mikið af græn- káli og hvítkáli handa þessum skepnum og þekkti hann vel til þessarar ræktunar frá heimahög- um sínum í Þýskalandi. Að vísu vortt þetta ekki svo- nefndar ,,ullarkanínur“, heldur var hann aðallega aö sækjast eftir skinnunum af silfurgráum dýr- um, en kjötið hirti hann að sjálf- sögðu líka. Kona Franks, sem einnig var þýsk, matbjó kjötið og seldi sem jólahátíðarmat. Að auki voru þau svo með kalkúna, væin- dottahænsni og andir og gekk þýska frúin jafnan frá kjötinu uppfylltu og algerlega tilbúnu í ofna kaupendanna. Mörgu þvísem á góma bar í frá- sögn Hilmars hefur orðiö að sieppa, vegna rúmleysis í blað- inu og annað kemur hér )yrir augu lesendanna nokkuð stytt. Iin eftir stendur kjarni málsins: Skilmerk, gamansöm og glettin frásögn síðasta jjárbóndans í Keflavtk, sem hér á eftir slœr botninn í frásögn sína. Mér er það mikil ánægja að geta veitt hjálparhönd. Best væri ef maður gæti alltaf látið sér nægja að fá að launum þakklætið eitt. Það er mér sérstaklega mikils virði að geta hjálpað fólki sem á í erfiðleikum t.d. vegna þess að rafmagnstæki hefur bilað. Best er að vinna fyrir það fólk, sem með viðmóti sínu lætur ótvírætt í ljós, að það er þakklátt og ánægt með það sem gert er fyrir það. Enn og aftur legg ég svo áherslu á það, hve gott er að treysta kon- um: — Ég segi aldrei nei við konu, — en það að segja ekki nei þarl ekki endilega að þýða, að alltaf liggi fyrir skilyrðislaust já —. Og að síöustu þetta: Það ætlar enginn öðrum, sem hann ætlar ekki sjálfum sér, eða þá: Margur heldur mig sig. Öllum fjáreigendum á Suður- nesjum og öðrum vinum mínum ílyt ég bestu þakkir l'yrir góð kynni og óskir um gæl'u og gengi- Líftð allt er leikur og það er engin ástæða til að vera svartsýnn. GLEÐILEG JÓL. Hef opnað augnlækningastofu að Hafnargötu 17, 2. hæö. Tímapantanir teknar í síma 3811. JENS ÞÓRISSON AUGNL/EKNIR ATHUGIÐ: Símanúmer Sjúkrahúss og Heilsugæslustöðvar Suðurnesja er 4000 Símatími lækna á Heilsugæslustöð Suðurnesja í Keflavík: ARNBJÖRN ÓLAFSSON: Mánudagur: Kl. 8.15-9.00 Þriðjudagur: kl. 8.15-9.00 og 12.15-13.00 Fimmtudagur: kl. 8.15—9.00 Föstudagur: kl. 12.15—13.00 HREGGVIÐUR HERMANNSSON: Mánudagur: kl. 13.00-13.45 Þriðjudagur: kl. 13.00 — 13.45 Fimmtudagur: kl. 9.00—9.45 Föstudagur: kl. 9.00—00.45 JÓN A. JÓHANNSSON: Mánudagur: kl. 9.00 — 9.45 Miðvikudagur: kl. 9.00—9.45 og 13.00—13.45 Föstudagur: kl. 8.15—9.00 og 11.45—12.30 ÓTTAR GUÐMUNDSSON: Mánudagur: kl. 12.15—13.00 Þriðjudagur: kl. 9.00—9.45 Miðvikudagur: kl. 8.15—9.00 og 12.15—13.00 Fimmtudagur: kl. 8.15—9.00 Föstudagur: kl. 15.30—16.00 SJÚKRAHÚS KEFLAVÍKURLÆKNISHÉRAÐS HEILSUGÆSLUSTÖÐ SUÐURNESJA SÍMI 92-400 296-FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.