Faxi - 01.12.1984, Qupperneq 51
ÁRNAÐ HEILLA
ARNI G. MAGNUSSON
VÉLSTJÓRI
SJÖTUGUR
Arni G. Magnússon vélstjóri átti
70 ára afmæli 3. nóv. s.l. Árni
fæddist að Húsatóftum í Grinda-
vík, sonur hjónanna Kristínar
Gísladóttur, ættaðri af Álftanesi
og Magnúsar Árnasonar, sjó-
manns, er drukknaði ásamt
tveimur bræðrum sínum, 18 vik-
um eftir fæðingu Árna. Kristinn
Reyr - Árni og Kristinn eru syst-
kinasynir - segir þá sorgarsögu í
einu besta ljóði sínu, ,,Þann
aprfldag* ‘, sem er í ljóðabók hans
Vegferð til vors. Kristinn fær fyrir
sjónir sér glögga mynd af afa sín-
um, Árna Jónssyni, þar sem hann
stendur á fjörukambinum og
norfir á bát sona sinna fatast sigl-
ing og hverfa í djúpið. Karlmenn-
ið þjóðkunna, bændahöfðinginn
frá Krísuvfk, þá búsettur að
Vindheimum í Grindavík, var
ekki að flíka hugarkvöl sinni þótt
hann ætti þann apríldag þrjá syni
í sjó.
Arni Jónsson átti þá eftir tvo
syni og margar dætur. Stór af-
komendahópur hans er nú dreifð-
ur víða um land. Hann flutti síðar
til Reykjavíkur.
En það er af ekkjunni, Kristínu
móður Árna, að segja að hún hélt
áfram að búa á Húsatóftum og
giltist aftur þremur árum síðar
Guðmundi yngri Jónssyni frá
Hópi og bjuggu þau á Húsatóft-
um. Guðmundur gekk Árna í föð-
ur stað. En hans naut ekki lengi
við. Hann dó úr lungnabólgu
nokkrum árum síðar frá stjúpsyni
og tveimur börnum, Magnúsi
bónda í Borgarfirði og Guðfinnu
frú í Reykjavík. Kristín hélt
áfram búskap af miklum dugn-
aði, við erfiðar aðstæður.
Árið 1926 flutti hún úr Staðar-
hverfi austur í Járngerðarstaða-
hverfi, lét byggja lítið hús á
klöppinni fyrir ofan Baldurshaga
og nefndi húsið Hellur. Barna-
skólinn var þar nálægur, en
skólaganga úr Staðarhverfi löng
fyrir börnin, sem þá höfðu hafið
skólagöngu. Einnig var meiri von
um lausavinnu í því hverfi, þótt
augljóst megi vera að afkoma var
erfið fyrir fyrirvinnulausa konu
með þrjú börn. Kröfurnar voru
ekki miklar og Kristín var hag-
sýn, vinnusöm og dugleg.
Á Hellum var alltaf hreinlegt og
snyrtilegt og þangað gott að
koma.
Vegna frændsemi við Magnús
og Guðfinnu, yngri börn Kristín-
ar á IJellum, og þó einkum vegna
þess að við jafnaldrarnir Árni,
elsta barn Kristínar, gerðumst
mjög samrýndir um og eftir ferm-
ingu, var ég mjög tíður gestur á
Hellum. Árni var ákaflega hand-
laginn og fékkst við ýmis konar
föndur, sem ég hafði áhuga á að
fylgjast með. Hann kenndi mér
t.d. að saga út muni úr krossvið
og rammasmíði úr rekaviðarfjöl-
um — mahóní og öðrum kjörviði.
I lann var líka töluvert forframað-
ur í augum okkar ungmennanna,
þar sem hann var stundum sum-
arlangt hjá Árna afa sínum á
Grímsstaðaholtinu í Reykjavfk.
bar fór hann í smiðju hjá gamla
manninum, sem var smiður góð-
ur, og réri með honum til hrogn-
kelsaveiða út á Skerjaijörð. Auk
þess hafði hann frá ýmsu að segja
af unglingum borgarinnar og hátt-
erni þeirra, sem gaman var að
hlýða á, enda hafði hann góðan
frásagnarmáta. Af þessum ástæð-
um tók það okkur oft langan U'ma
á haustkvöldum að fylgja hvor
öðrum heim — var gangan milli
Krosshúsa og Garðhúsa stundum
margfarin sama kvöldið og bar þá
margt á górna. Sjálfsagt ræddum
við um fallegu stúlkurnar, jafn-
öldrur okkar, kosti þeirra og ynd-
isleik. Mestur tími lór þó í bolla-
leggingar um þá framtíð sem við
horfðum til — annars var ekkert
málefni okkur óviðkomandi þá.
Sjávarstörf voru eini atvinnu-
möguleiki grindvískra pilta á
þeim árum. Árni var traustur og
tápmikill strákur og hann var því
kominn í ágætis skipsrúm stuttu
eftir fermingu.
Hann var margar vertíðir með
Guðjóni Klemenssyni, sem talinn
var ágætur formaður og vinsæll af
öllum er honum kynntust. Á vor-
og sumarvertíðum leitaði Árni at-
vinnu á öðrum slóðum og ævin-
lega við sjómennsku. Okkur hafði
komið saman um það á kvöld-
göngum æskuáranna, að einfald-
ur hásetahlutur væri ekki það
sem keppa bæri að þótt góður
þætti okkur hann á táningsárun-
um. Við töldum að vélstjóra-
menntun væri spor í rétta átt og
fórum því saman í nám hjá Fiski-
félagi Islands, sem þá stóð fyrir
mótorvélstjórafræðslu er við vor-
um tvítugir. Árni vann vel að
þessu námi, eins og öðru er hann
tók sér fyrir hendur og hefur vél-
gæsla verið hans starf síðan.
fyrst á mótorbátum en síðastliðin
42 ár hjá Hraðfrystihúsi Grinda-
víkur.
Kunnugir segja mér að járna-
kramið' í H.G. væri varla uppi
hangandi ef Árna hefði ekki notið
við. Um það skal ég ekki dæma,
veit hins vegar, að hann hefur
unnið þar mikið og gott starf af
einstakri samviskusemi og stakri
umhyggju fyrir þeim tækjum er
honum var trúað fyrir og eru slag-
æð þess fyrirtækis er hann hefur
þjónað heila starfsævi., Einnig
var Árni kjörinn endurskoðandi
Hraðfrystihúss Grindavíkur um
árabil.
Árni giftist 18. des. 1942 Guð-
rúnu Jonsdóttur ættaðri frá
Hólmavík. Hun átti einnig sjö-
tugsafmæli á þessu ári, er sléttum
6 mánuðum eldri eivbóndinn.
Guðrún var áður gift Guðmundi
Guðmundssyni, skipstjóra, er
drukknaði í mars 1938, fórst með
Fossanesi við Færeyjar. Þau
höfðu eignast eina dóttur, Ernu,
og gekk Arni henni í föður stað og
varð afar kært milli þeirra. Hún
var greind og vel gerð stúlka.
Mikill söknuður var hjá þeim
hjónum og öðrum vandamönnum
er hún lést 2. janúar 1964. Hún
hafði lokið námi í Flensborg og
vann í prentsmiðjunni Guten-
berg. Hún var mjög listhneigð og
notaði frístundir til listiðkana,
sótti námskeið í Tónlistarskólan-
um og einnig leiklistarnámskeið.
Guðrún og Árni eignuðust ekki
börn. Þau bættu sér upp barn-
leysið með því að ferðast mikið
um landið og eiga margar ljúfar
minningar úr þeim ferðum. Einn-
ig hefur laxveiðin veitt þeim
margar ánægjustundir, því að
bæði eru þau mestu veiðiklær og
samvera með laxveiðimönnum er
ávallt skemmtileg upprifjun á æv-
intýralegri viðureign við þann
stóra.
En það sem hefur verið þeirra
stærsta áhugaelni í áratugi hefur
verið starf í þágu slysavarna.
Slysavarnafélag íslands á tvær
deildir í Grindavík. Slysavarna-
deildin Þorbjörn er löngu lands-
kunn fyrir björgunarafrek, en
björgunarsveit Þorbjarnar hefur
bjargað íleiri mannslífum frá
drukknun en nokkur önnur
björgunarsveit hér á landi. Árni
hefur verið félagi í þeirri sveit frá
unglingsárum og verið skytta
björgunarsveitarinnar síðan
1942.
Hann hefur því oft verið í sviðs-
Framhald á bls. 344.
FAXI-307