Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1984, Page 55

Faxi - 01.12.1984, Page 55
BRÆÐR AMINNIN G Á árinu 1934 fluttist hingað til Keflavíkur frá Vaðlavík við Reyöaríjcjrð ekkjan Val- gerður Arnoddsdóttir ásamt 11 börnum sínum. Hún hafði þá nýlega misst mann sinn, Jóhannes Sigfússon, en þau höfðu síðustu árin búið í Vaðlavík. Börn þeirra hjóna voru þessi í aldursröð: Aðalheiður Sigurveig, ekkja Halldórs Þórðarsonar. trésmíðameistara í Kefalvík. Jón Jóhannesson, vélstjóri, Keflavík. Kvæntur Rannveigu Jónsdóttur, dáinn. Fósturbarn þeirra er Anna Margrét. Amoddur, verkamaður, Keflavík. kvæntur Bjarneyju Sigvaldadóttur. Börn þeirra eru Sigvaldi, Keflavík og Jóhanna Valgerður, gift Guðmanni Jóhannssyni, Akureyri. Ágúst, hafnarstjóri, Keílavflc, kvæntur Bergljótu Ingólfsdóttur. Þau eiga 4 börn. Þorbjörg, gift Tyrfingi Þorsteinssyni, Ytri-Njarðvík. Þau eru dáin. Ragnheiður, gift Einari Einarssyni, Reykjavík. Björg, gift Vilmari Guðmundssyni, mat- sveini, Keflavík. Sigfús, verkamaður, kvæntur Erlu Árna- dóttur, Keflavík. Gunnlaugur, verkamaður, kvæntur Sig- ríði Ólafsdóttur, Keflavílc. Hulda, gift Guðmundi Gunnarssyni, Akranesi. Alexander trésmíðameistari, kvæntur Öldu Magnúsdóttur, Keflavík. Arnoddur Jóhannesson, verkamaður í Keflavík FÆDDUR 23.5. 1913 DÁINN 28.4. 1984 Noklcru áður en móðir Arn- odds og þeirra systkina flutti til Keflavíkur, hafði Arnoddur ver- ið landmaður við vélbátinn Sæ- borgu í Keflavík, mun þetta hafa verið vertíðina 1929. Við Arnoddur vorum þessa vertíð samskipa og vorum við landmenn við vélbátinn Sæ- borgu. Vegna þess hve Arnodd- ur var ungur og óvanur þessum störfum urðu þeir tveir, er unnu fyrir einum hlut, með honum var Þórarinn Kristinsson frá Eyrarbakka, bróðir Maríu konu Erlendar Jónssonar, sem var formaður á Sæborginni, og var Þórarinn á líkum aldri og Arn- oddur. Eigendur Sæborgar voru 8 og lögðu þeir til einn mann hver á bátinn. Voru 4 menn á sjónum og 4 í landi. Auk þeirra var svo einn maður til viðbótar á sjón- um, sem hafði sérstakan lóðar- spotta, sem gat orðið allt að einu bjóði, og hafði hann það, sem á það kom. Þeir Arnoddur og Þórarinn unnu fyrir hlut Gunnlaugs Arn- oddssonar, sem var einn eig- anda Sæborgar og hafði verið þar vélstjóri, en nú hafði hann ráðið sig á nýjan bát og stærri og var vélstjóri þar. Arnoddur var til heimilis hjá Gunnlaugi, en hann var móðurbróöir hans. Eg man vel eftir þessari vertíð með unglingunum og víst er, að þeir skiluðu sínu verki með ágætum. Þeir eru nú báðir látn- ir. Blessuð sé minning þeirra. Jón Jóhannesson vélstjóri FÆDDUR 20.12. 1911 DÁINN 30.4. 1984 Jón fluttist til Keflavíkur með móður sinni 1934 og átti hér heima síðan. Hann var vélamaður hér á ýmsum vélbátum og einnig við vélgæslu á togurum. Eg kynntist Jóni fyrst, er hann réðist til vélgæslu á togarann Keflvíking, er kom hingað til landsins 31. mars 1948. Var þar aðstoðarmaður í vél eða 3. vél- stjóri. Kynni okkar Jóns voru með ágætum frá því fyrsta og aldrei gleymi ég því atviki, sem kom fyrir seinni hluta sumars 1951. Keflvfkingur hafði komið að landi með sæmilegan afla. Skip- ið hafði verið losað og lá við hafnargarðinn í Keflavík. Allir skipverjar voru farnir frá borði og allir yiirmenn skipsins farnir til síns heima í Reykjavík. Þá brast hann á með norð-austan hvassviðri. Festingar biluöu og togarinn losnaði frá að aftan, en hékk í trossunni að framan, — en hve lengi hún héldi, var spurning. Jón Jóhannsson var í landi, en kom nú og komst á lóðsbátnum ásamt hafnsögumanninum út í skipið. Voru nú vélar ræstar og skipið skreið nú úl úr höfninni og hélt til Reykjavíkur. Þangað náði það undir morgun. Björgun skipsins var iokið, og í henni átti Jón Jóhannesson stærsta þátt- inn. Þess mun ég ávallt minnast. Blessuð sé minning hans. Bræðurnir voru jarðsungnir frá Keflavíkurkirkju 5. maí sl. Ragnar Gudleifsson. standa frammi fyrir ákvarðana- töku um beitingu fjármagns í hjálparstarfi, þegar um það getur verið að ræða hvort unnt reynist að bjarga lífi manna frá degi til dags, og þá hvar skuli bera niður. Vissulega eru um það háværar deilur hvort verja eigi því íe sem til ráðstöfunar er til neyðarhjálpar og matvælakaupa eða til upp- byggingar langtímaverkefna, sem stuðla eiga að því að gera fólk sjálfsbjarga í framtíðinni. Hér hefur oft verið haft á orði að spurningin lúti að því hvort bjarga eigi mannslífum frá degi til dags, eða hvort unnið skuli að því að skapa langvarandi öryggi í við- komandi landi eða landshluta. Auðvitað er ekkert einhlítt svar til við þessu, en þó er stundum unnt að greina milli góðra og vondra kosta í þessum efnum. Segja má að Hjálparstofnun kirkjunnar hér á landi hafi m.a. vegna smæðar sinnar, getað farið þá leið, sem ef til vill liggur milli hinna tveggja meginleiða neyðarhjálpar og þró- unaraðstoðar. Bilið milli rfkra og fátækra eykst stöðugt, þetta ástand felur í sér sæði eyðingar á sköpunar- verki Guðs — heimsbyggðinni. Vegna þessa misréttis vill Hjálp- arstofnun kirkjunnar með 1 Ieims- kirkjunni stuðla að friði á jörðu. I Ijálparstofnunin telur að örbirgð þróunarlanda sé í beinni snertingu við samvisku íslensku þjóðarinn- ar, því allar heimsálfur eru knýtt- ar böndum, og bera sömu ábyrgð og hljóta sömu örlög. Þátttaka okkar í þróunar- og neyðarverk- efnum, beinist að því að ná til fólks sem er magnþrota fjárhags- lega og íélagslega, en krefst þess réttar að fá að lifa mannsæmandi lífi. Við gerúm okkur grein fyrir því að fjöldi snauðra fer sívax- andi. Án nægrar fæðu og vatns, án heimilis og atvinnu, án heilsu- gæslu og menntunar, er þeim ek-ki fært að horfa til sinnar eigin framtíðar og bama sinna. Okkur eru lögð á herðar verkefni við hlið trúbræðra og systra um heim all- an. Sameiginlega er okkur kleift að gera framlag okkar mun öíl- ugra og innihaldsríkara, en hvert um sig. FAXI-311

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.