Faxi - 01.12.1984, Qupperneq 57
Skúli Magnússon:
Sjóslysaannáll
Keflavíkur
4. HLUTl
1880
Áraskipi hvolfir í
Garðssjó
Á öskudag 11. febr. 1880 gerði
mikinn norðaustan storm víða um
land sem olli miklu tjóni.
Skip frá Suðurnesjum réru mörg
og sexmannafar frá Keflavík náði
ekki landi er veðrið skall á, en
hvolfdi í Garðssjó. Fimm menn
komust á kjöl en tveir drukknuðu.
Barst skipið að landi fyrir vestan
Naustarif í Garði, fullt af sjó,
gegnum freyðandi sælöður og stór-
brim. Stundum sáust ekki nema
skipsstafnarnir.
Menn í Garðinum fylgdust með
og voru tilbúnir til bjargar í fjör-
unni. Bæði mönnum og skipi var
bjargað á land og brotnaði skipið
furðulítið. Einn mannanna dó
hálftíma eftir landtöku. Fjórir
náðust mjög aðþrengdir og nærri
dauða komnir. Hresstust þó fljót-
lega og héldu lífi.
Tvö önnur áraskip hröktust á
land í Garðinum í þessu veðri.
Þeir sem fórust hétu:
Jón Bjarnason, 41 árs. Kvænt-
ur. Húsmaður í Keflavík.
Eyjólfur Helgason, 39 ára.
Okvæntur. Vinnumaður í Kefla-
vík. Ólafur Helgason, 29 ára.
Ókvæntur. Sjómaður í Keflavík.
Var frá Borgarholti.
Mennirnir voru jarðaðir á Út-
skálum 15. febr. 1880.
(Sudurnesjaannáll. Rauðsk., III, bls.
114. Prestþjónustubók Útskála 1850-
1880, bls. 320).
1881
Skonnortan Dragsholm
strandar
Hinn 9. sept. 1881 var sunnan
stormur í Keflavík fram eftir degi,
en vindinn herti er á daginn leið,
og aðfaranótt 10. sept. var komið
afspyrnurok.
Danska skonnortan Drags-
holm, eign Knudtzonsverslunar, lá
þá á Keflavík. Skipverjar, sem
voru um borð, sáu að í óefni myndi
fara og forðuðu sér til lands á
skipsbátnum. Skömmu síðar slitn-
aði skipið upp og rak upp undir
Hólmsberg.
Ymislegt náðist af varningi úr
skipinu og var síðar selt á uppboði,
eins og siður var, til að fá upp í
kostnað sem af strandinu leiddi.
Hluti af farminum var seldur á 400
kr.
í Byggðasafni Suðurnesja er til
veggklukka, sem sögð er hafa ver-
ið í káetu Dragsholm.
(Sitdimiesjaimnáll. Rtutðsk. III. bls.
127. P.G.: Atmáll 19. aldar. IV. bindi.
bls. 359).
Sonur lók við af föður.
Hans Peler Duiis (1829 - 1883) tók við
verslun í Keflavík, og átli skip, sem
strandaði 1882.
1882
Skipsstrand í Keflavík
Aðfaranótt 15. sept. 1882gerðií
Keflavík mikið vestanlandssunnan
óveður með miklu hafróti. Lá þá á
höfninni 70 lesta fisktökuskip á
vegum Duusverslunar. Slitnaði
skipið upp og rak á land. Drukkn-
aði skipstjórinn ásamt þremur
skipverjum. Einn komst lífs af til
lands á plankabroti um morgun-
inn, en matsveinninn hafði farið í
land daginn áður. Skipið var fárra
ára gamalt. Síðar var haldið upp-
boð á brakinu.
Einn þeirra sem drukknaði, var
Jens Gaarm Paulsen, 24 ára háseti,
ættaður frá Lossöe í Danmörku.
Nöfn hinna sem fórust finnast ekki
í Kirkjubók Útskála.
Annáll 19. aldar segir að strand-
ið hafi orðið í október 1882, en
Suðurnesjaannáll og prestþjón-
ustubók nefna 15. sept., og ber
heldur að taka það til greina.
(P.G.: Annáll 19. aldar, III, bht. 391.
Suðurnesjaannáll. Rattðsk. III, bls. 134.
Preslþjónuslubók Úlskála 1881-1891,
bls. 204).
1882
Þilskipið Ásta Málfriður
strandar
Aðfaranótt 13. des. 1882strand-
aði þilskip Duus-verslunar í Kefla-
vík, Ásta Málfríður, á skerjum
undan Brunnastaðatanga á Vatns-
leysuströnd. Klukkan var um fjög-
ur og veður var allskaplegt. Skipið
var á leið til Keflavíkur með salt
frá Spáni eða Englandi. Komst
áhöfn greiðlega á land og á fjöru
mátti ganga þurrum fótum út í
skipið.
Síðar var skipið selt á uppboði.
Bundust Strandaringar og Voga-
menn samtökum um að bjóða í
skipið og farminn og fengu hvort
tveggja fyrir 78 krónur. „Þótti svo
lítið verð nýlunda hér við sjó“,
segir Suðurnesjaanndll.
(P.G.: Annáll 10. aldar, Lbs. 2777, 4to.
Bls. 206. Suðurnesjaannáll. Rauðsk.
111, bls. 136).
1887
Árabátur ferst í róðri
Hinn 29. mars 1887 fórust fjórir
menn á árabát frá Keflavík, er þeir
vitjuðu um net sín. Voru þeir á
siglingu er slysið varð:
Mennirnir hétu:
Ólafur Þorleifsson, 26 ára. Veit-
ingamaður í Keflavík. Kvæntur og
átti börn. Meðal þeirra var Magn-
ús, síðar útgerðarm. í Höskuldar-
koti í Njarðvík.
Stefán Þorvarðarson, 18 ára.
Fyrirvinna aldraðs föðurs, Þor-
varðs beykis Helgasonar í Kefla-
vík.
Ásbjörn Guðmundsson, 34 ára.
Lausamaður í Keflavík.
Jón Jónsson, 26 ára. Vinnumað-
ur í Keflavík.
í prestþjónustubók segir að lík
þeirra hafi ekki fundist.
Suðurnesjaannáll getur þess að
slysið hafi orðið í apríl, en trúlega
er það misminni annálshöfundar,
sr. Sigurðar, sem þá var mjög tek-
• GETRAUN
Tengið alla
punktana
saman með
4 beinum
línum, án
þess að lyfta
pennanum
frá pappírnum.
Lausn á bls. 321.
,,Þegar ég lýg,“ sagdi stjórn-
málamaður nokkur í rœðu, ,, þá
geri ég það einungis í þágu sannleik-
ans. “ __________
McNeill flulti inn í ódýrustu íbúð-'
ina, sem lutnn fann í bœnum. Dag-
inn eftir kom vinur hans McAber í
forvitnisheimsókn.
,,Reglulega liugguleg íbtið hjá
þér. En hvers vegna hefurðu fest
veggfóðrið upp með teiknibólum?"
,,Það er vegna þess, að ég œtla
ekki að búa hérna œvilangt. “
L
FAXI-313