Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1984, Page 58

Faxi - 01.12.1984, Page 58
inn að reskjast. Hér farið eftir prestþ jónustubók. (Suðurnesjaannáll. Rauðsk. III, bls. 161. MVJ.: ,,Minningar frá Keflavík Faxi, 1960, júní, bls. 83. Prestþjónustu- bók Útskála 1881 - 1891, bls. 224). 1887 Tvö áraskip farast Aðfaranótt gamlársdags 1887 var stillt veður og fagurt með tunglskini á Suðumesjum. Rém þá margir úr verstöðvum syðra. En er sjómenn gættu að sjólagi sáu þeir að undiralda var mikil og sjór ókyrr. Þótti sumum það ills viti, og réru þeir ekki. Þegar leið að morgni fór veðurhæð vaxandi og um 10 leytið mátti heita að komið væri fárviðri. Margir náðu landi áður en fullhvasst varð, en sumir ekki fyrr en eftir það. Snemma að morgni gamlársdags fór að reka ýmislegt brak í Kefla- vík. Þekktu menn að það var úr áraskipi sem Þórður Thoroddsen héraðslæknir átti. Síðar sást til skipsins á hvolfi og rak það í Kefla- vík að áliðnum degi. Brotnaði það í spón. A þessu skipi vom sex ung- ir menn og drukknuðu þeir allir. Þeir hétu: Pétur Sveinsson formaður, 26 ára, Keflavík. Okv. en var fyrir- vinna aldraðrar móður. Jón Einarsson, 17 ára. Vinnu- maður Þórðar læknis. Gísli Hérónýmusson, 27 ára, Klam-strandið var eitt mannskœðasta sjóslys við Reykjancsskagann. vinnumaður. Ókv. bl. BjóíKefla- vík. Einar Jónsson, 35 ára. Húsmað- ur. Kvæntur Guðnýju Ólafsdótt- ur. Áttu tvö ung böm: Guðrúnu og Guðjón Magnús, sem seinna varð vélstjóri, og bjó alla ævi við Klapparstíginn. Guðni Jónsson, 33 ára, bróðir Einars. Átti tvö böm. Bjó í Kefla- vík. Hjörtur Jónsson, 19 ára, vinnu- maður í Keflavík. Sama dag fórst annað skip frá Keflavík sem var í róðri. Það var eign H. Bartels verslunarstjóra Fischersverslunar. Talið var að bæði skipin hafi farist á siglingu til lands. Með skipinu fórust þessir menn: Pétur Helgason formaður. Til heimilis á Brimnesi við Seyðis- fjörð. JL Fjölbrautaskóli Suðurnesja Inr Keflavík IIVi Pósthólf 100 Sími 92-3100 Flugliðabraut Námsbrautí bóklegum greinum til atvinnu- flugprófs veröur starfrœkt viö Fjölbrautar- skóla Suöurnesja áriö 1985 ef nœg þátt- taka fœst. Inntökuskilyröi eru 17 ára aldur, grunn- skólapróf og einkaflugmannspróf í bók- legum greinum. Skriflegar umsóknir sendist á skrifstofu skól- ans, eöa til Flugmálastjórnar, Reykjavíkur- flugvelii í síöasta lagi föstudaginn 22. des- ember 1984. Ingólfur Halldórsson, settur skólameistari. Pétur Einarsson, flugmálastjóri. TILKYNNING Keflavík — Njarðvík — Grindavík — Gullbringusýsla Samkvæmt lögum nr. 46/1977 og reglugerð nr. 16/1978, er hverjum og einum óheimilt að selja skotelda eða annað þeim skylt nema hafa til þess leyfi lögreglustjóra. Þeir sem hyggja á sölu framangreinds varnings, sendi umsóknir sínar til yfirlögregluþjóns í Kefla- vík, eigi síðar en 20. desember 1984. Að öðrum kosti verða umsóknir ekki teknar til greina. Umsóknareyðublöð fást hjá yfirlögregluþjóni á lögreglustöðinni í Keflavík. Lögreglustjórinn í Gullbringusýslu Bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavík og Njarðvík Brunarvarnir Suðurnesja. 314-FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.