Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1984, Page 61

Faxi - 01.12.1984, Page 61
Jón Bjarnason, 32 ára. Benóný Þorsteinsson, 36 ára. Ólafur Gíslason, 25 ára. (Fjallakonan 10. des. 1897. MVJ.: ..Minningar frá Keflavík". Faxi. des. 1955, bls. 96. Prestþjónuslubók Útskála 1892- 1917, bls. 349). 1899 ÞilskipiS Málfríður strandar. Aðfaranótt 14. nóv. 1899 um kl. 4 strandaði þilskipið Málfríður, eign Duusverslunar í Keflavík, á svokölluðum Bjeringstanga á Vatnsleysuströnd. Skipið var með salt. Skipstjóri var danskur. Olsen að nafni. Hinn 23. nóv. var haldið uppboð á farminum og braki úr skipinu. Uppboðsandvirði nam 2,305 kr., en vinnulaun til þeirra sem unnu við strandið námu kr. 494,70. Tekjuafgangur varð því 1140 kr. við endanlegt uppgjör. Málfríður var skráð í Kaup- mannahöfn (skv. strandreikning- um). Skipið var 63,48 lestir að stærð. Duusverslun keypti skipið 1889. Fór það fyrstu ferð sína með saltfisk (1679 skpd.) frá Keflavík til Kaupmannahafnar 5. okt. s.á. Skipstjórinn var þá danskur, Níel- sen að nafni. Hér virðist um sama skipið að ræða og strandaði á Eski- firði 1893. (Almanak Þjóðvinafél. 1901. Árbók 1899. Skipakomubók Gullbringusýslu 1889. Þjódskjalasafn. Strandskjöl Gull- bringusýslu 1899-1905. Þjódskjala- safn.). 1903 Maður fellur útbyrðis. Hinn 16. apríl 1903 drukknaði Helgi Valdimar Jónsson af þil- skipi. Hann var 29 ára gamall og búsettur í Keflavík. Kona hans var Júlíana Sigríður Jónsdóttir. Þeirra synir: Jón Jónas, síðar bóndi á Ytrihúsum í Dýrafirði, og Jón er drukknaði af m.b. Óskari í Reykjavíkurhöfn 1923. (sjásíðar). (MVJ.: ..Minningarfrá Keflavík. Faxi, maiblad 1961, bls. 62. Prestþjónustuhók Útskála 1892-1917, bls. 357). 1904 Þilskipið Asta strandar í Keflavík. í stað Ástu sem strandaði í Pat- reksfirði 1897, keypti Duusverslun nýtt skip, sem bar sama nafn. Einnig það skip rak upp í fjöru í Keflavík, 4. maí 1904. Vildi það til á áttunda tímanum um morgun- inn. Skipið var nýlega komið frá útlöndum og röskum þriðjungi af vörum hafði verið skipað á land. Skipshöfnin bjargaðist greiðlega en skipið eyðilagðist. Ásta þessi var 79,42 lestir að stærð, og seinasta skipið í eigu Duusverslunar, sem bar þetta nafn. Isafold 5. maí 1904. Gögn vardandi strandid, þar á medal skýrsla hrepp- stjóra, eru í bréfasafni Gullbringusýslu í Þjódskjalasafni, frá árinu 1904). 1905 Keflvtkingur drukknar við Austfirði. Sumarið 1905 drukknaði Sigur- jón Arnbjörnsson frá Keflavík, í sjó við Austfirði. Hafði hann farið þangað til sjóróðra. Sigurjón var fyrri maður Guð- rúnar Jónsdóttur í Holti í Kefla- vík. Áttu þau fjórar dætur. Guð- rún bjó seinna með Kristjáni HAFSKIP SUÐURNES ^SML JNL NEW YORK GDYNIA VESTERVIK "M' J41 NORFOLK*»*«„lt,,t<j£ !*1«*»*#»**•»******«*«#* >* IPSWICH IM, ! »** !***»* HELSINKI *K**lf*«i#(»i*K*lt*t*** ALABORG ANTWERPEN KEFLAVIK ^ FREDRIKSTAD ROTTERDAM Á v. HAMBORG 'M' JML, HALMSTAD V GAUTABORG Okkar menn á Suðurnesjum hafa nú opnað vöruafgreiðslu í Keflavík. Með því einföldum við málin fyrir hina fjölmörgu viðskiptavini okkar á Suðurnesjum og gerum vöruafgreiðsluna fljótvirkari og hagkvæmari. Varan leyst út á staðnum eftir tollafgreiðslu í Keflavík. Okkar menn,- þinir menn HAFSKIP SUÐURNES Iðavöllum 5-Sími: 3320, Keflavík. KAUPMANNAHÖFN T «1 itL, JK l_ . HAFSKIP FAXI-317

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.