Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1984, Qupperneq 69

Faxi - 01.12.1984, Qupperneq 69
JÓHANN PÉTURSSON: ÁSTRALÍUFERÐ 18. ÁGÚST TIL 25. SEPTEMBER 1983 Árið 1977 komu hingað til lands 6 Ástralíumenn í kynnisferð á vegum Rotary, sem kallast á ensku Grupe Stude exchange. Fararstjóri þeirra var auglæknir- inn Cesil H. Baker. Þessir ágætu menn dvöldu hér í 6 vikur og var ekki annað að heyra, en að þeir hefðu unað hag sínum vel. Tveimur árum síðar kom fararstjóri þeirra með konu sína hingað og var meðal annars á umdæmisþingi á Akureyri. Árið 1982 kom annar Ástralíu- maður, Davíð Skeet með konu sína og dvaldi hér í 3 vikur. Davíð var gestur Birgis Guðnasonar 1977, þegar þeir dvöldu í Kefla- vík. Það má einnig skjóta því hér inn að árið 1978 fóru 6 íslending- ar í kynnisferð til Ástralíu á veg- um Rotary. Þegar Ástralíumennirnir kvöddu og fóru til síns heima sögðu þeir við gestgjafa sína: , ,Þú kemur til Ástralíu og við munum taka vel á móti þér.“ Ég held að flestir hafi sagt já, svona fyrir siðasakir, en Ástralía var í hugum manna óralangt í burtu. Ég var einn af þeim sem sagði já ef til vill. Síðan kom þetta uppí hugann af og til næstu árin. Það var komið að tímamótum í lífi konu minnar. Hún var að verða sextug og við ákváðum að gera okkur dagamun og fara til Ástralíu. Ferð okkar hófst 18. ágúst s.l. Ferðinni var fyrst heitið til Swindon í mið-Englandi, en svo skemmtilega vildi til að vinir okkar William Gillespe og frú áttu 40 ára brúðkaupsafmæli 19. ágúst, en William var umdæmis- stjóri um leið og ég 1976 til 1977, og þau hjónin höfðu komið til ís- lands og dvalið hjá okkur í 2 vik- ur. Mánudaginn 21. ágúst var hald- ið til fyrirheitna landsins. Við flugum með indonesiska flugfé- laginu Garuda, flogið var með Boeing 747 alla leiðina. Fyrsti viðkomustaðurinn var Zurich í Sviss. Þaðan var haldið til Abudabí við Persaflóa. Við- brigðin voru mikil. Hitinn var mikill, en við áttum eftir að finna fyrir meiri hita. Frá Abudabí var flogið til Singapore á Malakka- skaga. í Singapore fer fram geysi- mikil uppbygging, sérstaklega síðustu tíu árin. Fjármagnið frá Hong Kong virðist flæða þangað sérstaklega eftir að viðræður hóf- ust milli Breta og Kínverja um framtíð Hong Kong. Einhver óvissa ríkir um framtíðina en 1997 lýkur umboðsstjórn Breta þar. Eins og áður segir er mikil upp- bygging í Singapore. Velmegun er sögð mikil á austurlenska vísu, allur þrifnaður er áberandi enda sagt að hendi einhver frá sér rusli á götu, sé hann sektaður um $50. Borgin er talin hreinasta borg í heimi. Jóhann Pétursson. — ERINDI FLUTT Á ROTARYFUNDI Frá Singapore er haldið til Djakarta höfuðborgar Indonesíu, en við höfðum ákveðið áður að dvelja þar í 3 daga, en þangað er klukkutíma flug. Nú er farið að flýta klukkunni um nokkra klukkutíma og við nálgumst mið- baug. Við lendum í Djakarta kl. 12 á hádegi 22. ágúst. Það tekur um 1 klukkutíma að komast inní miðborgina og greini- legt var að Indonesar höfðu ekki tekið upp regluna að sekta fólk fyrir að henda frá sér rusli. Borgin er víða byggð nýjum og glæisleg- um byggingum, en víða er að sjá ömurleg húsakynni, en fólk virð- ist glaðlegt og sæmilega klætt. Hótelið sem við bjuggum á var geysilega stórt og alveg í sér- flokki, hvað verðar allan útbúnað og þjónustu. Eftir nokkuð þreytandi flug fór eftirmiðdagurinn í að hvíla sig og koma sér fyrir í sérlega vistlegum herbergjum. Ég hafði leitað að þvð, áður en ég fór að heiman, hvort ekki væri Rotary-umdæmi í Indónesíu, en ég gat ekki fundið það, en þegar við fórum niður að borða um kvöldið, rakst ég á Rotarymerki í hótelinu og vildi svo til að fundur hafði verið haldinn þar daginn áð- ur en við komum. Klúbbarnir í landinu voru ekki það margir að búið væri að stofna sérstakt um- dæmi. Fyrsti klúbburinn var stofnaður 1973. Þetta þótti mér svolítið súrt í broti og ákvað að hafa upp á forsetanum daginn eft- ir og afhenda honum fána okkar, sem ég hafði meðferðis. Eftir að hafa fengið heimilisfang forseta klúbbsins var haldið niður til að nálgast leigubíl, þar tók á móti okkur þjónn og spurði hvert ferðinni væri heitið. Þegar hann sá hvern við vorum að heim- sækja, var ekki hægt að taka hvaða bíl sem var. Það varð að vera nýlegur og góður bíll og vandaður bílstjóri, en flestir leigubílar þarna eru 10 til 20 ára gamlir. Þjónninn gerði boð eftir bróður sínum, sem átti nýlegan bíl. Bíllinn átti að kosta 12.000 repís eða kr. 340 og ferðin tók 1 1/2 tíma fram og til baka. Þegar við komum á áfangastað hittum við íyrir elskuleg hjón og son þeirra. Forsetinn átti og rak stóra prent- smiðju. Við skiptumst á fánum og drukkum síðan te og stóðum við nokkra stund og skoðuðum fyrir- tækið. Þessum ágæta Rotay- manni fannst ekki nógu gott að við skyldum ekki stoppa lengur en 3 daga. Hann vildi fara með okkur í minnst 4 til 5 daga ferða- lag um eyna og sýna okkur meira af landinu, svo sem merka staði, byggingar og söfn. Segja má að það er nokkur ókostur að vera einn á ferð í staðinn fyrir að vera með ferðahóp, þar sem búið er að skipuleggja fyrirfram skoðunar- ferðir til merkra staða, og ef ég á eftir að fara til Indónesíu aftur mun ég haga ferðalaginu á annan veg. Ekki er því að neita að við vor- um svolítið hikandi að fara langt frá hótelinu svona í fyrsta skipti í framandi landi og gjörólíku þjóð- félagi. Götulífið í Djakarta var að mörgu leyti furðulegt. Verslun fer að miklu leyti fram undir beru lofti og framboð og eftirspurn virðist ráða verðinu. Lítið er um fasta verðlagningu. Við fórum tvisvar eftir aðalverslunargötu Djakarta og þar kennir margra grasa. Meðal annars voru seld lif- andi hænsni, kanínur og fleiri dýr. Slátrað var á staðnum fyrir þá sem vildu og fengu menn spriklandi hænu eða kanínu heim með sér í matinn. Hvergi sá mað- ur fryst matvæli. Eitt var það sem ekki fór fram- hjá mér sem karlmanni. Það voru hinar undurfögru indonesísku konur. Hvergi hef ég séð jafn margar fagrar konur og ég verð að viðurkenna að stundum stoppaði ég og snéri mér við og ég segi ekki meira. Þetta varð til þess að stundum dróst ég nokkuð afturúr og þegar ég náði Kristrúnu þá spurði hún: ,,Hvað varstu að skoða góði minn?‘ ‘ Ég var þá fljót- ur að svara: ,,Kjólefni“. Og það var satt að kjólefnin voru falleg. Hitinn var geysimikill. Þetta var í fyrsta skipti sem mér kólnaði á höndunum við að stinga þeim í vasann. Þeir voru fljótir að líða þessir 3 FAXI-325
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.