Faxi - 01.12.1984, Blaðsíða 81
Gamall kjarni í liðinu.
Margir hafa spurt hvernig það
fái staðist að lið úr fámennu
byggðarlagi nái svo góðum árangri
sem raun ber vitni, án þess að
sækja leikmenn í önnur byggðar-
lög. Svarið er það, að Víðisliðið
byggist á mjög sterkum kjarna
pilta sem spilað hafa saman allt
frá því þeir hófu keppni í yngri
flokkunum og skilja því vel hver
annan sem er nauðsynlegt í hóp-
íþróttum. Þáttur þjálfaranna er
auðvitað mjög stór, — að geta
virkjað efniviðinn sem þeir hafa að
vinna úr. Marteinn Geirsson, sá
langreyndi landsliðsmaður, (með
flesta landsleiki alira íslendinga
að baki) má vera stoltur af strákn-
um í Víði og ánægður með árang-
urinn í frumrauninni sem þjálf-
ari. Ekki má heldur alveg gleyma
öðrum þjálfurum Víðis, sem hafa
átt sinn þátt í að móta iiðið, eins
og Eggerti Jóhannssyni og Hauki
Hafsteinssyni, en hann kom þeim
á þröskuid I-deildarinnar í fyrra,
— aðeins vantaði herslumuninn
og örlitla heppni, til að það tæk-
ist.
Konurnar, - leggja mikið af
mörkum, án knattar.
Sigur í seinasta leiknum gull-
tryggði Víði sæti í I-deild, en á
sama tíma og þeir áttu í höggi við
Njarðvíkinga, áttu ísftrðingar og
KS, að keppa fyrir norðan, en þau
lið höfðu bæði möguleika á því að
,,komast upp“, tapaði Víðir. Af
einhverjunt ástæðum var leikn-
um frestað um tvo klukkutíma, -
sumir sögðu viljandi til að bíða
eftir úrslitum í Víðis-UMFN
leiknum, — en þau hefðu átt að
spara sér ómakið. Víðir sigraði
með 2:1. Klemenz Sæmundsson
skoraði fyrra markið og Guð-
mundur Jenz Knútsson það
seinna, fyrir Víði, en Þórður
Framhald á bls. 348
MINNING
Ingimundur Guðmundsson
FÆDDUR 9. NÓVEMBER 1957
DÁINN 3. NÓVEMBER 1984
Þegar mér var sögð sú harma-
fregn, laugardagsmorguninn 3.
nóv. sl., að þá um nóttina hefði
farist af slysförum starfsmaður
iriinn og vinur Ingimundur Guð-
mundsson, komu fram í hugann
margar spurningar sem ekki
fást svör við eins og hvers vegna
hann í blóma lífsins er kallaður
burt svo skyndilega; hann sem
átti svo mörg óleyst verkefni.
Ingimundur var fæddur 9.
nóvember 1957 í Garði, sonur
þeirra heiðurshjóna Helgu Sig-
urðardóttur og Guðmundar
Ingimundarsonar frá Garðstöð-
um, Garði.
Ingimundur hóf nám hjá mér í
rafvirkjun í september 1975 og
starfaði hjá mér síðan, eða í rúm
níu ár. Það var því mikil breyt-
ing þegar mætt var til vinnu á
mánudagsmorgni og hann vant-
aði í hópinn, það var ekki byrjað
eins og venjulega að ræða helstu
áhugamál okkar allra, um úrslit
leikja í ensku og þýsku knatt-
spyrnunni, nei, menn sátu
hljóðir og hugsuðu, hvers vegna
hann, hann sem var svo gætinn
og góður ökumáður sem aldrei
hafði neitt komið fyrir í umferð-
inni. Ingimundur var vinnu-
samur og góður verkmaður, vel
liðinn hvar sem hann var, alltaf
jafn yfirvegaður. Það skipti
hann ekki máli hvað klukkan
væri, hann henti ekki frá sér
verkfærum vegna þess að komið
væri hádegi eða kvöld, nei, hon-
um lá aldrei það mikið á, að
hann mætti ekki vera að því að
ganga frá eftir sig, það var ekki
klukkan sem skipti máli heldur
vinnan. Hann var heldur aldrei
svo veikur að hann mætti ekki
til vinnu, jú, hann var stundum
lasinn, en það lagaðist sennilega
og það tæki því ekki að fara
heim, sagði hann. Þannig var
hann aldrei óánægður, alltaf jan
jákvæður. Hans er nú sárt sakn-
að af vinnufélögum og fjölskyld-
um þeirra, sem sjá á eftir góðum
félaga og vini.
Ingimundur vakti snemma at-
hygli sem knattspymumaður.
Hann var leikinn og lipur með
boltann, auk þess að vera að eðl-
isfari einstaklega rólegur og yf-
irvegaður, með þessa hæfileika
er ekki að undra þótt ég minnist
margra atvika úr knattspyrn-
unni. Mörg glæsimörk gerði
hann fyrir okkur og er skemmst
að minnast marksins sem hann
gerði í leik á móti FH á Kapla-
krika í sumar, en þá fékk hann
boltann á sínum vallarhelmingi
og brunaði upp allan völlinn og
lék á hvem mótherjann á eftir
öðmm og skoraði með hörku-
skoti af 20 m færi glæsilegt
mark sem tryggði Víði sigurinn,
en þetta mark vó þungt á metun-
um til að koma Víði í fyrstu
deild.
Hann hljóp ekki um-völlinn og
barði sér í brjóst, nei, honum
fannst þetta sjálfsagt og brosti
bara, eins og honum einum var
lagið. Eins var þegar í ljós kom,
að Víðir léki í fyrstu deild að ári,
allir réðu sér ekki fyrir fögnuði,
þá sagði Ingi: Hvaða æsingur er
þetta, var það ekki þetta sem þið
vilduð?
Það lýsir best Ingimundi að
eftir að hafa leikið á þriðja
hundrað leiki með meistara-
ilokki, hafði honum aðeins ver-
ið sýnt gula spjaldið í tvö skipti.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
eignast svo góðan nema, þakk-
látur fyrir störf hans hjá fyrir-
tæki mínu og mun minnast hans
lengi. Ég og fjölskylda mín biðj-
um guð að blessa minningu um
góðan dreng. Foreldrum og öðr-
um aðstandendum hans biðjum
við einnig guðs blessunar og
styrks í þeirra miklu sorg.
Hafi hann þökk fyrir allt og
allt.
Sigurður Ingvarsson.
Sigurður Pétursson afhendir Róberti Sigurðssyni bikarinn sem ísbor gaf.
Víðismenn hylla þjálfarann Marteinn Geirsson með því að , ,tollera‘ ‘ hann rækilega.
FAXI-337