Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1984, Blaðsíða 84

Faxi - 01.12.1984, Blaðsíða 84
Stjóm Í.B.K. Sitjandi frá vinstri: Ragnar Marinósson form. Í.B.K., Ragnhildur Ragnarsdóttir ritari, Hörður Ragnarsson gjaldkeri. Standandi frá vinstri: Her- mann Sigurðsson, NikulásBrynjólfsson, Hólmgeir Hólmgeirsson, Einar Bjömsson, Amar Amgrímsson. Á myndina vantar: Sigurð Valgeirsson, Vilhjálm Grímsson og Theodór Kjartansson. íjárstyrk frá bænum, en nú sjá ráðin og félögin algjörlega um öflun fjár til félagsstarfsins. Er ekki að sjá á reikn- ingum að þessi háttur hafi á nokkum hátt dregið úr fjáröflun félaganna, heldur sýnis þvert á móti mun betri afkoma og mun þróttmeira starf nú en oft áður. íþróttahús Keflavíkur Ekki verður skrifað svo um ÍBK að ekki sé fjaUað um íþróttahúsið. Til- koma þess hefur verið mikil lyftistöng öllu iþróttastarfi í bænum. Svo vel hefur til tekist, að við húsið hefur ávallt starfað úrvals starfsfólk sem hefur eignast vináttu og virðingu íþróttafólksins. Þetta hefur haft í för með sér einstaklega góðan umgengn- isanda í húsinu. Má víða um land leita að öðm eins íþróttamusteri., Nokkur orð eiga hér við um önnur íþróttamannvikri bæjarins. I sumar hefur verið unnið þrekvirki og verður þess ekki langt að bíða, að Keflavík geti státað af efldum flokki íþrótta- fólks á sviði almennra íþrótta, s.s. frjálsra íþrótta, trimmi o.fl. Landsmót UMFÍ Stærsti viðburðurinn á íþróttasviðinu síðasta árið var vafalaust Landsmót UMFI. Mótið tókst í alla staði mjög vel og var mjög áberandi hversu bæjar- búar tóku mikinn þátt í öllum undir- búningi. Skartaði bærinn sínu feg- ursta þessa júlídaga. Fjöldi þátttak- enda var mikill og komu þeir hvaðan- æva af landinu. UMFK náði fjórða sæti í stigakeppni og var það góður ár- angur. Árangur í heild á íþróttasviðinu var góður Ekki er hér hægt að telja upp einstaka árangra, en óhætt er að segja að kefl- vískir íþróttamenn og konur hafi bor- ið hróður síns bæjar langt út yfir bæj- armörkin. Nægir í því sambandi að nefna ár- angur meistaraliðs í knattspymu, sem náði þriðja sæti í íslandsmótinu, og flestir yngri flokkamir komust í úr- slit. í körfunni féll meistaraflokkur nið- ur í 1. deild, en yngri flokkamir héldu uppi merkinu og unnu til fjögurra ís- landsmeistaratitla og tveggja bikar- meistaratitla. Mjög góður árangur hefur náðst hjá júdóiðkendum í Keflavík. Hefur nú verið tekið til við æfingar í íþróttahús- inu og fer iðkendum fjölgandi. Mikill og vaxandi áhugi hefur verið í öðmm greinum eins og áður hefur verið minnst á, og verður ekki langt að bíða, að hægt verði að geta góðs ár- angurs þaðan. Athyglisverður árangur í fjármálum Að lokum vil ég geta þess þáttar í starfi ÍBK, sem einna mesta athygli vakti á ársþinginu. Öll sérráð og stjómin skiluðu sínum fjármálum með mikilli prýði. Hvergi var um skuldasöfnun að ræða, allir höfðu unnið á. Heildartekjur þessara aðila námu 7,5 milljónum og hreinn hagnaður nam rúmlega hálfri milljón. Hug- myndaauðgi hafði ráðið við hinar ýmsu fjáröflunarleiðir. M.a. mátti sjá innkomu af saltfisksstöflun, svo eitt- hvað sé nefnt. Lýstu reikningar og skýrslur allar heilbrigðri og öflugri starfsemi. Ragnar Marínósson var endurkjör- inn formaður bandalagsins og fékk hann til liðs við sig flesta þá sömu að- ila og áður, þannig að ekki er að efa, að næsta ár verður eins farsælt og þetta. Um það íylgja þessari grein bestu óskir frá Faxa. H.H. ÞÆTTIR ÚR SÖGU STÆRÐFRÆÐINNAR JAFNAÐARMERKIB OG HÖFUNDUR ÞESS Strax í bamaskóla læmm við að nota jafnaðarmerkið í reikningi og okkur finnst það svo sjálfsagt í daglegu amstri, að við leiðum sennilega aldrei hugann að upphafi þess. En þetta ein- falda tákn á sér langa sögu og merki- lega. Að vísu var það með öðm móti fyrr á öldum en í dag, en jöfnuð sýndi það eigi að síður. Jafnaðarmerkið hefur verið til í ein- hverri mynd allt frá því hinar fomu Austurlandaþjóðir fóm að nota tákn til að mæla fjölda, vegalengdir, og síð- ast en ekki síst verðútreikning og stærð lands, sem nauðsynlegt var í þjóðfélögum sem byggðust á verslun og landbúnaði. Egyptar Eitt elsta handrit sem varðveist hefur með útreikningi er Ahmes papýms- örkin egypska, sem nú er í British Museum í Lundúnum. Hún er frá því um 1650 f.Kr. Þarernotaðtákn, beint strik með punkti yfir, sem merkir , ,til samans“ eða „jafnt og“ í samlagningardæmum. Það var skammstöfun á sérstöku tákni í egypska myndletrinu, sem var líkt og eldspýtustokkur sem liggur á hlið, séður á brennisteinsflötinn. En uppi yfir fletinum var táknið W. Aðrir egypskir skrifarar notuðu annað tákn í sama tilgangi. Var það líkt og hálfop- inn munnur. Gríski stærðfræðingurinn Diofantus notaði árið 275 tvo fyrstu stafina í gríska orðinu isos, sem þýðir jafn, fyrir jafnt og. Á svipaðan hátt notuðu nemendur á miðöldum stafina ae úr latneska orðinu aequalis, sem merkir jöfnuð, í skrifum sínum. J afnaðarmerkið sem við notum í dag, er komið frá breska stærðfræðingnum Robert Recorde. í algebrubók hans „Hvatn- ingu viskunnar“, sem út kom 1557, segir hann m .a.: „Eg mun nota tvær jafnlangar samsíða línur, þvf engir tveir hlutir geta verið jafnari". Recorde var upphafsmaður algebr- unnar í Englandi, og áðumefnd bók hans, ein fyrsta prentaða kennslubók í algebm þar í landi. Hún var skrifuð í samtalsformi, eins og þá var títt með fræðirit, og með mörgum skýringar- dæmum. Hún var notuð í heila öld eftir dauða Recorde. Jafnaðarmerki Recorde var ekki tekið mjög vel í fyrstu, og um 200 ár liðu þangað til það festist í sessi í stærðfræðinni. Robert Recorde var fæddur um 1510 og dó í Lundúnum 1558. Auk stærðfræði stundaði hann eðlisfræði og lækningar. Kenndi einnig í Cam- bridge. Var seinna í þjónustu Edwards konungs 6. og Maríu drottn- ingar. Skrifaði fyrstur manna rit á ensku um stærðfræði og stjömufræði. Eitt þekktasta rit hans var „Undir- stöðuatriði tölfræðinnar", sem kom fyrst úr 1540. Hún var rituð í samtals- formi og ætluð til sjálfsnáms. Hún kom út í 29 útgáfum, og var notuð í um 150 ár. 1551 gaf Recorde út rit um stjömufræði þar sem hann kynnti Englendingum í fyrsta sinn kenningar Kopemikusar um snúning jarðar um sólu. Seinna staðfesti Galileo þessar kenningar Kopemikusar, eins og kunnugter. (Heimildir: Kennslubókí algebm, útg. 1982. Breska alfræði- bókin, útg. 1982. Minniútg. 8. bindi, bls. 455). Skúli Magnússon. Tvœr yfirspenntar og hysterískar konur mœttusl í dyrunum hjá geð- lœkni. ,,Er ég að koma eða fara?" spurði önnur. ,,Efég vissi j>aö nú, “ svaraði hin, ,, þá væri ég alls ekki hér. “ Eldri kona, sem var í þann veg- inn að stofna hœnsnabú hringdi í landbúnaðarráðuneytið og spurði hversu lengi hún œtti að hafa han- ann inni hjá hœnunum. ,,Aðeins andartak, “ svaraði stúlkan við skiptiborðið. ,,Þakka yður kærlega fyrir," svaraði sú gamla og lagði tólið á. ,, Hvers vegna í ósköpunum hafið þér orðið svona magaveikur?" spurði lœknirinn. ,,Jú, skiljið þér, að ég er nefni- lega prófdómari í matreiðsludeild húsmæðraskólans. “ Andvarp föður, sem á einbýlis- hús, bíl, sumarbústað, hefur alls konar tryggingar og á þrjú börn í framhaldsskóla. ,,Ef fjölskyldan á að geta lifað áfram með öllum j>ess- um kostnaði, hef ég alls ekki efni á því að deyja á eðlilegan hátt. Það verður að ske slys. “ XiiWL Úrval jólagjafa Vönduð úr, klukkur, barómet, /ti / ' gullskartgripir, silfurskartgripir * V£_!L1/ og ýmsar gjafavörur ’yyyyý.: Georg V. Hannah Úra- og skartgripaverslun, Keflavík. 340-FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.