Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1984, Blaðsíða 91

Faxi - 01.12.1984, Blaðsíða 91
BIBLÍAN Á ÍSLENSKU í 400 ÁR íunni út á prent og á Guðbrandur biskup óskertan heiður af því. Með miklum sanni má segja, að með Guðbrandsbiblíu sé grunn- urinn lagður að íslensku kirkju- máli allt fram á 19. öld, - og raun- ar getur hún með fyllsta rétti talist hornsteinn þess fram til þessa dags. Og hér má í raun og veru taka dýpra í árinni, þegar hin ver- aldlegi þáttur er einnig hafður í huga. Það er sem sé allsendis óvíst að við töluðum íslensku í dag hér á okkar landi ef Biblían hefði ekki verið þýdd og gefm út á íslensku jafn snemma og raun ber vitni um. En íslenskan var 17. þjóðtungan sem Biblían var þýdd á. Nú er hún til á nærfellt 2000 tungumálum. Hún er því harla stór skuldin sem við eigum Guð- brandi — og Biblíuþýðendum hans að gjalda, jafnt að því er varðar tunguna og trúna. Guðbrandsbiblía mun vera sú bók frá 16. öld, sem flest eintök hai'a varðveist af. Talið er að a.m.k. 30 þeirra séu heil, eða því sem næst, sum á söfnum, önnur í einkaeign. Svo sem kunnugt er, var Guð- brandsbiblía ljósprentuð í Litho- prenti 1956—1957, oger súútgáfa allvíða til. Vegleg bók og fögur, eins og frumútgáfan. Og nú, á þessu ári, mun önnur ljósprentuð útgáfa líta dagsins ljós. Að lokum, svo tvö lítil sýnis- horn úr Guðbrandsbiblíu. — Upphaf fyrstu Mósesbókar hljóð- ar svo: „í upphafi skapaði Guð himin ogjörð. Og jörðin var eyði og tóm og myrkur var yfir undir- djúpinu og Guðs andi færðist yfir vötnin. Og Guð sagði: Verði ljós. Og þar varð ljós. Og Guð sá, að ljósið var gott. Þá skyldi Guð ljós- ið frá myrkrunum og kallaði ljós- ið dag, en myrkrið nótt. Þá varð af kveldi og morgni sá fyrsti dagur.“ — Og í 13. kapítula fyrra Korintubréfs segir svo: ,,Kær- leikurinn hann dofnar aldrei, þótt spádómurinn hjaðni, og tungu- málunum sloti og skynseminni linni.“ Munurinn á svip stílsins í þess- um tilvitnuðu dæmum leynir sér, held ég, ekki fyrir neinum þeim, sem augu heflr að sjá og eyru að heyra, hvað sem nákvæmninni líður, þegar horft er til frummáls- ins. Meðal þeirra merkustu bóka, sem Guðbrandur biskup gaf út auk Biblíunnar og hinna biblíu- legu rita, sem þegar hefir verið getið, má nefna Sálmabókina, sem út kom 1589, Grallarann svonefnda, af latn. orðinu Graduale, — Messusöngsbók, sem hafði inni að halda allan messusönginn, bæði sálma og tón, eða víxlsöng prests og safn- aðar, hún kom út 1594, og Vísna- bókina sem prentuð var á Hólum 1612. Innihald hennar voru and- leg ljóð, gömul og ný, oft með rímnalögum, til þess að þau væru sem mest við alþýðuhæfi. Skyldu ljóð þessi vera mótvægi gegn ver- aldlegum rímna- og víldvaka- kveðskap, sem biskupi var mjög í nöp við og vildi helst útrýma með öllu. — Af öðrum bókum, sem Guðbrandur lét prenta má nefna barnalærdómsbækur, handbæk- ur presta og bænabækur. Einnig samdi hann og gaf út Confirma- tionarbókungra manna 1612, það eru kristileg heilræði handa fermingarbömum. Af örfáum ver- aldlegum bókmenntum. nefni ég aðeins Lögbók Islendinga, sem prentuð var á Hólum 1576, og aft- ur 1578. Ebeneser Henderson, sem var frumkvöðull að stofnun Hins ís- lenska Biblíufélags, segir í ferða- bók sinni, sem kom út í Edinborg 1818, í bókarauka, sem nefnist Ágrip af sögu íslensku Biblíunn- ar: „Finnur biskup nefnir íimm atriði, sem gera þessa útgáfu (þ.e. Guðbrandsbiblíu) athyglisverða. Hún er fyrsta útgáfa allrar Biblí- unnar á íslenska tungu, hún var gerð fyrir einstaks mannsframtak á skömmum tíma, hún er fegurst allra þeirra, er einstakur maður hefir gert, hún hefir ávallt verið mest metin fyrir málfarið, sem á henni er, og jafnvel enn í dag er hún tekin fram yfir nýrri þýðing- ar, — og að lokum, — ef hún varð ekki upphaf nýs tímabils í ís- lenskri kirkjusögn, þá er það víst að hún tendraði bjartara ljós í kirkju landsins en þar hafði nokkru sinni áður skinið.“ Undir þessi orð getum við enn í dag heils hugar tekið. Guðbrandur biskup Þorláksson vann mikið og blessað verk fyrir Guðs kristni á íslandi, um það verður ekki deilt. Það er alls ekki út í bláinn, þegar vinur hans einn í Hamborg nefndi hann í bréli, sem hann reit 1606: „Prýði og máttarstoð hinna íslensku safn- aða. Leiðarstjarna kristins lýðs undir norður heimskauti.“ Biskupsstólinn sat Guðbrandur allt til lokadægurs. Hann andað- ist hinn 20. júlí 1627. Hafði hann þá gegnt biskupsembætti í full 56 ár, lengur en nokkur annar bisk- up á íslandi. í tilefni Biblíuárs lét ég ferming- arbörn mín skrifa ritgerð þar að lútandi. Eitt þeirra komst svo að orði í niðurlagi ritgerðar sinnar: „Biblían á að vera til á hverju ein- asta heimili á íslandi. Það er nauðsynlegt. En þó er allra nauð- synlegast að hún sé ekki lokuð bók, heldur opin bók, — besta bókin, — og sú bók, sem mest er lesin.“ Undir þessi orð tek ég af öllu hjarta — Guð blessi barnið fyrir þau — og geri þau að björtum veruleika. í eftirmála Biblíuútgáfu sinnar kemst Guðbrandur biskup m.a. svo að orði: ,,í fyrstu er ég þess óskandi af öllu hjarta, að þetta verk mætti verða Allsmektugum Guði til Lofs og Dýrðar, en þeim til Nytsemdar og Gagns, sem lesa, og Guðs heilaga Orð elska.... Guði Allsmektugum, sá hann er Brunnur og upphaf allrar Visku, Veitari og Gjafari þessara og allra annarra góðra hluta, hverjir eð þjena til sannrar Guðs Viðurkenningar, honum sé Framhald af bls. 264.------ einum Lof og Dýrð, Heiður og Prís um Aldur og að Eilífu Amen.“ Það er rétt, sem sagt hefir verið, að engum getur blandast hugur um, að þessi bæn Guðbrandar biskups hefir verið heyrð. Slík hafa áhrif Biblíuútgáfu hans verið með íslenskri þjóð. Mætti svo bæn Hallgrims Pét- urssonar ávallt, og ekki síst á Biblíuári, vera okkar hjartans bæn, og hjartans bæn allrar ís- lensku þjóðarinnar: „Gefðu að móðurmálið mitt minn Jesú, þess ég beiði, frá allri villu, klárt og kvitt krossins orð þitt út breiði, um landið hér til heiðurs þér helst mun það blessun valda. meðan þín náð lætur vort láð lýði og byggðum halda.“ Björn Jónsson. Mikið úrval af video- og stereobekkjum. Líttu við í Tilvaldar jólagjafir. FAXI-347
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.