Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 3

Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 3
Ólafur Bjarnason, formaður Stakks Kceru Suðurnesjamenn. Ég óska ykkur til hamingju með 20 ára afmœli Björgun- arsveitarinnar Stakks. Björgunarsveitin var stofnuð afnokkrum áhugasömum mönnum um hálendisferða- lög og björgunarstörf bœði á sjó og í landi. Fyrst um sinnfékk sveitin inni meðfundi sína hjá skátafélaginu Heiðarbúum, en með elju og dugnaði eignaðist sveitin fljót- lega bifreið og síðar eigið húsnœði. Ann- arsstaðar í blaðinu er að finna sögu sveit- arinnar í máli og myndum. Og til að hún komist sem best til skila hafa nokkrir gamlir og ungir sveitarmeðlimir leitt sam- an hesta sína. Verkefni sem sveitin hefurfengist við eru fjölbreytt og margþœtt, svo sem aðstoð og hjálp þegar náttúruhamfarir eiga sér stað, björgun úr slysum úr lofti, á landi og við sjó, leitir að týndu fólki og sitthvað fleira. Til gamans má geta þess að nokkur útköll sveitarinnar í gegnum tíðina hafa verið vegna þakplötufoks víðsvegar um bceinn í verstu óveðrum. Til að fjármagna starfsemi sveitarinnar hefur aðallega verið stuðst við jeppa- keppni sem haldin er árlega og flugelda- sölu fyrir gamlárskvöld. Þá hefur sveitin verið styrkt af mörgum aðilum og kunnum við þeim þakkir fyrir. Til að minnast þessara tímamóta verður laugardaginn 23. apn7 kl. 14—17.00 boðið uppá kaffi í veitingahúsinu Glaumbergi fyrir boðsgesti og aðra velunnara sveitar- innar. Síðar um kvöldið verður afmœlis- hátíð fyrir sveitarmeðlimi frá k 1. 9.30 til 03.00 og verður matur á boðstólum ásamt hljómsveit. Sunnudaginn 24. apríl verður húsnœði og tœki sveitarinnar til sýnis fyrir almenn- ing frá kl. 15.00 til 18.00. Við vonumst til þess að sem flestirsjái sér fcert að koma og kynna sér starfsemi sveit- arinnar frekar. Litið yfir farinn veg hjá Björgunarsveitinni Stakkur í Keflavík Faxa er það mikil ánægja að birta í þessu blaði úrdrátt úr tuttugu ára sögu Stakks. Hér er í raun um að ræða merka samtíma- sögu, því flestir þeirra sem hafa komið við sögu félagsins eru enn í fullu fjöri í okkar samfélagi. Það er því líklegt, að lesendur Faxa geti vel sett sig í spor sögumanna, þegar þeir rifja upp hina ýmsu þætti úr starfinu. Af hálfu Stakks hefur hinn ötuli Hrafn Sveinbjömsson borið hit- ann og þungan af söfnun heim- ilda. Hann hefur með harðri hendi rekið á eftir félögum sínum við skriftimar og safnað myndum. Við báðum Hrafn að segja okkur undan og ofan af hans þætti í þess- ari söguritun og gefúm við nú Hrafni orðið. Það var fyrir rúmu ári síðan, að stjóm Stakks bað mig um að að- stoða við að tína saman brot úr sögu sveitarinnar, þar sem nú iiði senn að 20 ára afmæli hennar. Það fyrsta sem ég gerði var að hafa samband við ýmsa gamta félaga og biðja þá um að punkta niður ýmsar minningar um stofnun og starf sveitarinnar. í samtali við Jón Tómasson benti hann mér á, að Faxi myndi taka sögu sveitarinnar til birting- ar. Fyrir nokkm síðan komu svo saman um 20 gamiir félagar til skrafs og ráðagerða. Við skiptum með okkur verkum og mjög marg- ir fengust til að skrifa um hina ýmsu þætti úr sögu félagsins. Ég tók síðan að mér að sjá um að menn skiluðu í tæka tíð. Það er von mín, að þessi brot úr sögu Stakks komi því til skila, hversu nauðsynlegt er að hafa öflugar hjálparsveitir starfandi hér á Reykjanesskaganum. Sjálfur trúi ég því, að framlag okkar Stakks- manna hafi haft góð áhrif til efl- ingar slysavömum hér á Suður- nesjum. Einnig hefur samstarf verið mjög gott þennan tíma sem við höfum starfað. Að lokum viidi Hrafn þakka öil- um þeim sem gerðu þessa sögu- ritun möguiega, ekki síst blað- stjóm Faxa sem helgaði Stakki aprílútgáfuna. Við í blaðstjóm Faxa viljum sömuleiðis þakka ánægjulegt samstarf og við vonumst til, að les- endur blaðsins hafi ánægju af lestrinum. FAXI 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.