Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 16

Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 16
MINNING Ólafur A. Þorsteinsson Framkvæmdastjóri Fæddur 5. ágúst 1914 Dáinn 18. febrúar 1988 Aðfaranótt 18. febrúar andaðist á heimili sínu Ólafur Þorsteinsson, fyrrum íramkvæmdastjóri Olíu- samlags Keflavíkur og nágrennis. Með Olafi er horfinn af okkar lífs- sviði einn af allra mætustu sonum Keflavíkurbæjarfélags. Ólafur fæddist í Keflavík 5. ágúst, sonur þeirra merkishjóna Þorsteins Þorvarðarsonar fiskmatsmanns og konu hans, Bjargar Arinbjamar- dóttur. Þorsteinn faðir hans var áð- ur áraskipaformaður og skipstjóri á fyrsta vélbát sem gerður var út frá Keflavík. Hét bátur sá Júlíus. Ólafur var yngstur þriggja bræðra. Eldri vom Friðrik og Ari Kristinn. Ólafur gekk í bamaskóla í Keflavík. Fimmtán ára hóf hann nám í Flensborgarskóla í Hafnar- firði og bjó þá ásamt nokkmm öðr- um unglingum á neðri hæð hjá skólastjóranum. Hann kom ein- ungis heim um jól og páska. Að fara oftar heim þótti of dýrt. Þá kunni fólk að spara. Ólafur var algjör reglumaður alla ævi. Sama ár og Ólafur missti móður sína, 1930, hóf hann nám í Versl- unarskólanum. Á sumrin vann hann heima, einkum við fiskvinnu. Hann útskrifaðist úr Verzlunarskól- anum að þrem vetmm liðnum, 1933, og fór að vinna skrifstofustörf með eldri bræðmm sínum. Nú tóku strax að hlaðast á Ólaf ýmis félagsstörf. Hann gekk í Ungmennafélagið og var í stjóm þess í mörg ár. Félagið hafði forystu um byggingu Sundlaugar Keflavík- ur og unnu félagamir mikla sjálf- boðavinnu. Síðar var byggt yfir sundlaugina og segja má að hvert verkið ræki annað í félagsmálum. Að hveiju sem Ólafur gekk fylgdi honum mikill starfskraftur og hann unni sér ekki hvíldar fyrr en hvert mál var komið í höfn. Hann var kosinn í bæjarstjóm Keflavíkur og var m.a. í nefnd er aflaði fjár fyrir sjúkrahúsið. Hann var formaður stjómar Sérleyfisbifreiða Keflavík- ur og þá er rætt var um byggingu húss fynr þá starfsemi var deilt um hvort byggja ætti stórt og vandað hús, sem var tillaga Ólafs, eða lítið hús sem nægði til afgreiðslu. Fallist var á tillögu Ólafs og húsið byggt. Þar em nú m.a. til húsa skrifstofur bæjarstjómar Keflavíkur. Ólafur var aðaldriftarmaður að stofnun byggðasafns. Vann hann í áratugi að söfnun muna og mynda og hefur bjargað þar miklum verð- mætum. Hann var einn af stofnend- um Sálarrannsóknarfélagsins og í stjóm þess félags. Hann var einnig einn af stofnendum Lionsklúbbs Keflavíkur. Hann var lengi í hópi ábyrgðarmanna við Sparisjóð Kefla- víkur. Ólafur var endurskoðandi Olíufélagsins hf. í Reykjavík um langt tímabil. Þótt margt sé nú upptalið af störf- um Ólafs er þó enn ónefnt það sem kalla mætti hans aðal lífsstarf, en það vom störf hans í þágu Olíusam- lags Keflavíkur og nágrennis. Olíu- samlag Keflavíkur og nágrennis var stofnað 31. október 1938. í fyrstu stjóm þess vom kosnir ég undirrit- aður, Karvel Ögmundsson, formað- ur, Þorgrímur St. Eyjólfsson, gjald- keri og Elías Þorsteinsson. Þessi stjóm starfaði í nærfellt 30 ár. Fyrsti og eini starfsmaður í byijun var Olafur Þorsteinsson, ráðinn 1. febrúar 1939, um leið og félagið hóf starfsemi. Það var gæfa hins ný- stofnaða félags að njóta starfskrafa þessa afburða duglega, reglusama og fjölhæfa forstjóra sem Ólafur var. Á þessum byijunarámm vom mörg ljón á vegi þótt búið væri að stofna félagið. Stríðið braust út og við stjómarmenn urðum að sæta afarkostum með kaup á olíu frá þá- verandi olíufélögum, BP og Shell. Töldu forstjórar þeirra félaga sig ekki hafa rétt til að selja olíusamlög- um olíu. Loks tókst fyrir milligöngu Gísla Johnsen í Vestmannaeyjum að fá olíu með skipum frá Hollandi. Dugði sú olía í eitt ár. Síðan urðum við að lúta því að skrifa undir nauð- ungarsamninga við forstjóra BP og Shell er gilda skyldu þar til sex mánuðum eftir stríðslok. Þeir kostir er okkur vom gerðir vom svo þröng- ir að talið var allt að því vonlaust að hægt yrði að drífa félagið við þau skilyrði og sama gilti um Olíusam- lag Vestmannaeyinga. Við fengum aðeins 54 krónur pr. tonn í allan dreifmgarkostnað og alla starfsemi félagsins. Það var fyrst og fremst fyrir ffábæran dugnað, útsjón, hagsýni og sparsemi okkar unga og tápmikla framkvæmdastjóra, Ölafs Þorsteinssonar, að okkur tókst að starfrækja félagið og halda saman okkar góðu félögum sem sýndu mikinn félagsþroska yfir þetta sjö ára erfiða tímabil. Þegar við losnuð- um undan okkar nauðungarsamn- ingum eftir stríðið hafði Vilhjálmur Þór, forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga, beitt sér fyrir stofnun nýs olíufélags með þátttöku félaga og einstaklinga frá öllum landshlutum. Það var Olíufélagið hf. Við gerðumst þá hluthafar í því félagi með 9% hlutafé og sama gerðu Vestmannaeyingar. Strax á fyrsta ári gjörbreyttist að- staða okkar til hins betra. Hagur Samlagsins fór batnandi ár ffá ári og veitti góða og síaukna þjónustu, bæði til útgerðar og húshitunar um byggðir Suðumesja. Okkar ágæti ffamkvæmdastjóri, Ólafur, sýndi ávallt sömu hagsýni og sparsemi jafnt í meðlæti sem í mótlæti. Olíu- samlag Keflavíkur og nágrennis er í dag eitt af fjárhagslega sterkustu félögum á Suðumesjum. Auk ann- arra eigna á það nú um 26 millj. krónur í hlutafé Olíufélagsins hf. í Reykjavík. Eftir hálfrar aldar þjón- ustu er sem öllum þyki vænt um þetta félag, jafnt viðskiptavinum sem svokölluðum eigendum þess. Þegar Óláfur hafði verið fram- kvæmdastjóri Samlagsins í 42 ár, óskaði hann eftir að hætta sem framkvæmdastjóri og var ráðinn Guðjón Ólafsson útgerðarmaður í hans stað. Ólafur starfaði áffam á skrifstofu Samlagsins og átti hann að baki 49 ára starfstímabil í þágu þess félags er hann dó. Hann hafði nýlokið við að ganga frá öllum reikningum tilbúnum til að leggja þá fyrir aðalfund síðasta kvöldið sem hann lifði. Árið 1940 giftist Ólafur Hallbem Pálsdóttur. Það var hamingjudagur í lífi Ólafs að eignast þessa stór- glæsilegu og góðu konu. Þau hafa verið lífsfömnautar í nær hálfa öld. Hallbera er dóttir Páls Jónssonar frá Hvammi í Kjós og konu hans, Vigdísar Jónsdóttur ffá Brekkuhól í Borgarfirði. Páll faðir Hallbem var vélsmiður og sökum hæfileika hans vom honum falin hin vandasöm- ustu verk, m.a. setti hann upp þokulúður á Dalatanga sem leið- beindi skipum um áratugi. Þau Ólafur og Hallbera hófu bú- skap á Vallargötu 22 í Keflavík en árið 1964 fluttu þau á Túngötu 19 og hafa búið þar síðan í návist bama og bamabama. Auk heimilisstarfa og uppeldis bama hefur Hallbera sungið í kirkjukór Keflavíkur í 44 ár. Það er því æði mikið sem þessi hjón hafa sameiginlega lagt af mörkum til menningarþroska Suðumesjamanna. En sá er miklu fómar og sáir hinu góða sæði getur vænst mikillar uppskem. Þau Ólafur og Hallbera hafa notið mikillar hamingju heimilislífs í fjömtíu og átta ára farsælu hjóna- bandi. Þau hafa eignast þrjú böm, tvær dætur og einn son og 12 bama- böm. Þau hafa notið þeirrar gæfu sem mest er talin, að njóta bama- láns. Elsta dóttir þeirra, Björg, 104 FAXi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.