Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 30
Okkur er ljúft og sönn ánægja,
að verða við ósk ritstjóra Faxa
um að punkta niður helstu atriði
varðandi stofnun útgerðarfé-
lagsins Eldey hf. Jafnframt vilj-
um við þakka Suðumesjamönn-
um fýrir undirtektimar og
stuðninginn sem fyrirtækið hef-
ur fengið frá upphafi.
Hugmyndin kviknar
Það var á stjómarfundi Fiskmark-
aðs Suðumesja hf. í lok september
1987, sem hugmyndin að stofnun
öflugs útgerðarfélags í almannaeign
kom ffam. Blikur vom á lofti um
sölu tveggja skipa af svæðinu, í of-
análag við fjöldan af fiskiskipum
sem seld höfðu verið ffá Suðumesj-
um undanfarin ár. Eiríkur Tómas-
son kom með þessa hugmynd með
því fororði að með stofnun fisk-
markaðarins væri kominn nýr
grundvöllur fyrir samvinnu margra
óskyldra í fiskiskipaútgerð. Miklar
og jákvæðar umræður fóm fram og
vom menn sammála um að með
slíku átaki væri hægt að snúa þró-
uninni við.
Við félagamir, Eiríkur Tómasson
úr Grindavík, Logi Þormóðsson,
Keflavík og Sigurður Garðarsson,
Keflavík, hittumst síðan heima hjá
Eiríki, að Vesturbraut 8, Grinda-
vík, sunnudaginn 11. október til
skrafs og ráðagerða um möguleik-
ana á að hrinda málinu í fram-
kvæmd. Þar var ákveðið að kanna
með skipulögðum hætti hug máls-
metandi manna. Þar höfðum við í
huga forustumenn í atvinnulífinu,
hjá verkalýðsfélögum, sveitastjóm-
um, alþingismenn og aðra þá er lagt
gætu hönd á plóginn og gefið gætu
heil ráð. Við gáfum okkur viku til
verksins og er skemmst frá því að
segja, að úrtöluraddir vom hvergi,
heldur þvert á móti vomm við hvatt-
ir óspart. Matthías Á. Matthisen,
fyrsti þingmaður kjördæmisins og
samgöngumálaráðherra, sem á
þessum tíma lá á sjúkrahúsi í Hafn-
arfirði, veitti okkur viðtal á sjúkra-
stofu sinni og segir það meira en
annað, hvem hug hann sýndi mál-
inu. Aðrir þingmenn kjördæmisins
létu ekki sitt eftir liggj a í þessu máli,
er við þá var rætt.
Er leið á vikuna var sýnt að góður
vilji væri fyrir stofnun slíks útgerð-
arfélags er við töluðum um. Við
sögðum er við ræddum hugmyndir
okkar að stefna þyrfti að 100 milljón
króna hlutafjárlágmarki, að mark-
miðið væri að landa aflanum fyrst
og fremst á Suðumesjum og að afl-
inn yrði seldur hæstbjóðanda
hveiju sinni. Önnur atriði er við
settum fram vom um sem víðtæk-
asta þátttöku í öllum sveitarfélögum
á Suðumesjum, frá fiskvinnslu, út-
gerð, sveitafélögum, verkalýðsfé-
lögum, einstaklingum, verslun og
þjónustufyrirtækjum. „Eldey hf‘
kom fram strax á þessum fyrstu
dögum, sem hugsanlegt nafn fyrir
fyrirtækið. Af einhverjum ástæðum
festist það í umræðunni, enda þjált
í munni og mönnum minnisstætt.
Undirbúningsstofnfimdur
Sýnt þótti að stækka yrði hópinn,
enda auðvelt að kalla menn til vegna
hins almenna áhuga á málefninu.
Þannig varð til óformleg nefnd sem
við kölluðum „Undirbúningsnefnd
að stofnun útgerðarfélagsins Eldey
hf ‘ og var hún skipuð eftirfarandi:
Birgir Guðnason, málarameistari í
Keflavík, Eiríkur Tómasson, út-
gerðarmaður í Grindavík, Jón
Norðfjöró, framkvæmdastjóri frá
Sandgerði, Karl Njálsson, forstjóri í
Garði, Logi Þormóðsson, fiskverk-
andi í Sandgerði, Sigurbjöm
Bjömsson, fulltrúi hjá VSFK í
Keflavík, Sigurður Garðarsson,
fiskverkandi í Vogum.
Jóhannes Jóhannesson skipstjóri
frá Keflavík sem á þessum tíma beið
eftir að loðnuvertíð hæfist kom til
starfa hjá nefndinni við framkvæmd
hinna mörgu mála er ljúka þurfti
fyrir formlegan undirbúningsstofn-
fund.
Kanna varð raunvemlegan vilja
manna til stofnunar félagsins og
hafði Jóhannes samband við sem
flesta til að kanna hugmyndir um
hlutafé. Nefndin vann í nánu sam-
starfi við alla þingmenn kjördæmis-
ins, sem sýndu málihu mikla rækt.
Eitt af undirbúningsatriðunum
var að fá leyfi til að skrá Eldeyjar-
nafnið á nýtt hlutafélag, en það var
í eigu Jóhannesar Jóhannessonar í
Keflavík, föður starfsmanns okkar,
og Runólfs Sölvasonar í Keflavík,
sem áttu saman og gerðu út Eldey
KE 1, hér á ámm áður. Þeir vora
báðir fúsir til að standa að þessari
útgerð og gáfu nafnið eftir.
Undirbúningsfundur að stofnun
útgerðarfélags á Suðumesjum var
síðan haldinn í Glaumbergi Kefla-
vík, 18. okt. 1987. Á hann mættu
um 300 manns. Vilhjálmur Vil-
hjálmsson hrl. hafði samið drög að
stofnsamningi útgerðarfélagsins og
vora þau kynnt á fundinum. Eftir-
farandi ályktun var síðan sam-
þykkt:
Almennur fundur haldinn í
Glaumbergi Keflavík, 18. október
1987, samþykkirað vinna aðstofn-
un útgerðarfélags á Suðurnesjum, í
samrœmi við þau drög að stofn-
samningi félagsins sem kynnt hafa
verið.
Nefndin sem hafði undirbúið
þennan fund var síðan endurkjörin
sem undirbúningsstjóm, til að
stofna félagið formlega og halda
stofnfund félagsins fyrir 1. desem-
ber 1987.
*
Stofnun Utgerðarfélags-
ins Eldey M.
Undirbúningsstjómin hélt nú
áfram starfi sínu. Jóhannes
Jóhannesson hvarf til sinna starfa á
sjónum, en í framhaldi tók Helgi
Jónatansson, framkvæmdastjóri,
við starfi Jóhannesar. Helgi var eins
og Jóhannes á milli starfa og tók nú
við þar sem frá var horfið.
í þessari lotu varð starfið mark-
vissara en áður, enda stuðningur
við stofnun félagsins tryggður. Vil-
hjálmur Vilhjálmsson gekk frá sam-
þykktum fyrir félagið. Skrifuð vora
bréf til sveitastjóma, íbúa og fyrir-
tækja á Suðumesjum, þar sem hug-
myndir um starfsemina vora kynnt-
ar og allir hvattir til þátttöku.
Næstu vikur vora afar viðburðar-
rfkar. Fjölmiðlar landsins fylgdust
vel með atburðarásinni. Nemendur
Fjölbrautarskóla Suðumesja tóku
að sér að ganga í öll hús á Suður-
nesjum og safna hlutafjárloforðum.
Hinir ýmsu klúbbar og félagasam-
118 FAXI