Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 30

Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 30
Okkur er ljúft og sönn ánægja, að verða við ósk ritstjóra Faxa um að punkta niður helstu atriði varðandi stofnun útgerðarfé- lagsins Eldey hf. Jafnframt vilj- um við þakka Suðumesjamönn- um fýrir undirtektimar og stuðninginn sem fyrirtækið hef- ur fengið frá upphafi. Hugmyndin kviknar Það var á stjómarfundi Fiskmark- aðs Suðumesja hf. í lok september 1987, sem hugmyndin að stofnun öflugs útgerðarfélags í almannaeign kom ffam. Blikur vom á lofti um sölu tveggja skipa af svæðinu, í of- análag við fjöldan af fiskiskipum sem seld höfðu verið ffá Suðumesj- um undanfarin ár. Eiríkur Tómas- son kom með þessa hugmynd með því fororði að með stofnun fisk- markaðarins væri kominn nýr grundvöllur fyrir samvinnu margra óskyldra í fiskiskipaútgerð. Miklar og jákvæðar umræður fóm fram og vom menn sammála um að með slíku átaki væri hægt að snúa þró- uninni við. Við félagamir, Eiríkur Tómasson úr Grindavík, Logi Þormóðsson, Keflavík og Sigurður Garðarsson, Keflavík, hittumst síðan heima hjá Eiríki, að Vesturbraut 8, Grinda- vík, sunnudaginn 11. október til skrafs og ráðagerða um möguleik- ana á að hrinda málinu í fram- kvæmd. Þar var ákveðið að kanna með skipulögðum hætti hug máls- metandi manna. Þar höfðum við í huga forustumenn í atvinnulífinu, hjá verkalýðsfélögum, sveitastjóm- um, alþingismenn og aðra þá er lagt gætu hönd á plóginn og gefið gætu heil ráð. Við gáfum okkur viku til verksins og er skemmst frá því að segja, að úrtöluraddir vom hvergi, heldur þvert á móti vomm við hvatt- ir óspart. Matthías Á. Matthisen, fyrsti þingmaður kjördæmisins og samgöngumálaráðherra, sem á þessum tíma lá á sjúkrahúsi í Hafn- arfirði, veitti okkur viðtal á sjúkra- stofu sinni og segir það meira en annað, hvem hug hann sýndi mál- inu. Aðrir þingmenn kjördæmisins létu ekki sitt eftir liggj a í þessu máli, er við þá var rætt. Er leið á vikuna var sýnt að góður vilji væri fyrir stofnun slíks útgerð- arfélags er við töluðum um. Við sögðum er við ræddum hugmyndir okkar að stefna þyrfti að 100 milljón króna hlutafjárlágmarki, að mark- miðið væri að landa aflanum fyrst og fremst á Suðumesjum og að afl- inn yrði seldur hæstbjóðanda hveiju sinni. Önnur atriði er við settum fram vom um sem víðtæk- asta þátttöku í öllum sveitarfélögum á Suðumesjum, frá fiskvinnslu, út- gerð, sveitafélögum, verkalýðsfé- lögum, einstaklingum, verslun og þjónustufyrirtækjum. „Eldey hf‘ kom fram strax á þessum fyrstu dögum, sem hugsanlegt nafn fyrir fyrirtækið. Af einhverjum ástæðum festist það í umræðunni, enda þjált í munni og mönnum minnisstætt. Undirbúningsstofnfimdur Sýnt þótti að stækka yrði hópinn, enda auðvelt að kalla menn til vegna hins almenna áhuga á málefninu. Þannig varð til óformleg nefnd sem við kölluðum „Undirbúningsnefnd að stofnun útgerðarfélagsins Eldey hf ‘ og var hún skipuð eftirfarandi: Birgir Guðnason, málarameistari í Keflavík, Eiríkur Tómasson, út- gerðarmaður í Grindavík, Jón Norðfjöró, framkvæmdastjóri frá Sandgerði, Karl Njálsson, forstjóri í Garði, Logi Þormóðsson, fiskverk- andi í Sandgerði, Sigurbjöm Bjömsson, fulltrúi hjá VSFK í Keflavík, Sigurður Garðarsson, fiskverkandi í Vogum. Jóhannes Jóhannesson skipstjóri frá Keflavík sem á þessum tíma beið eftir að loðnuvertíð hæfist kom til starfa hjá nefndinni við framkvæmd hinna mörgu mála er ljúka þurfti fyrir formlegan undirbúningsstofn- fund. Kanna varð raunvemlegan vilja manna til stofnunar félagsins og hafði Jóhannes samband við sem flesta til að kanna hugmyndir um hlutafé. Nefndin vann í nánu sam- starfi við alla þingmenn kjördæmis- ins, sem sýndu málihu mikla rækt. Eitt af undirbúningsatriðunum var að fá leyfi til að skrá Eldeyjar- nafnið á nýtt hlutafélag, en það var í eigu Jóhannesar Jóhannessonar í Keflavík, föður starfsmanns okkar, og Runólfs Sölvasonar í Keflavík, sem áttu saman og gerðu út Eldey KE 1, hér á ámm áður. Þeir vora báðir fúsir til að standa að þessari útgerð og gáfu nafnið eftir. Undirbúningsfundur að stofnun útgerðarfélags á Suðumesjum var síðan haldinn í Glaumbergi Kefla- vík, 18. okt. 1987. Á hann mættu um 300 manns. Vilhjálmur Vil- hjálmsson hrl. hafði samið drög að stofnsamningi útgerðarfélagsins og vora þau kynnt á fundinum. Eftir- farandi ályktun var síðan sam- þykkt: Almennur fundur haldinn í Glaumbergi Keflavík, 18. október 1987, samþykkirað vinna aðstofn- un útgerðarfélags á Suðurnesjum, í samrœmi við þau drög að stofn- samningi félagsins sem kynnt hafa verið. Nefndin sem hafði undirbúið þennan fund var síðan endurkjörin sem undirbúningsstjóm, til að stofna félagið formlega og halda stofnfund félagsins fyrir 1. desem- ber 1987. * Stofnun Utgerðarfélags- ins Eldey M. Undirbúningsstjómin hélt nú áfram starfi sínu. Jóhannes Jóhannesson hvarf til sinna starfa á sjónum, en í framhaldi tók Helgi Jónatansson, framkvæmdastjóri, við starfi Jóhannesar. Helgi var eins og Jóhannes á milli starfa og tók nú við þar sem frá var horfið. í þessari lotu varð starfið mark- vissara en áður, enda stuðningur við stofnun félagsins tryggður. Vil- hjálmur Vilhjálmsson gekk frá sam- þykktum fyrir félagið. Skrifuð vora bréf til sveitastjóma, íbúa og fyrir- tækja á Suðumesjum, þar sem hug- myndir um starfsemina vora kynnt- ar og allir hvattir til þátttöku. Næstu vikur vora afar viðburðar- rfkar. Fjölmiðlar landsins fylgdust vel með atburðarásinni. Nemendur Fjölbrautarskóla Suðumesja tóku að sér að ganga í öll hús á Suður- nesjum og safna hlutafjárloforðum. Hinir ýmsu klúbbar og félagasam- 118 FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.