Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 7
Björn Stefánsson
Minningarbrot úr leik
og starfi
Erfið leit
Það var kuldalegt um að litast, er
Stakksmenn voru kallaðir út til leit-
ar aðfaranótt 8. mars 1969. Frostið
var 18°, vindhraði allt að 12 stigum
og tveir bátar týndir einhvers staðar
út af Garðskaga, að talið var. Bátar
þessir voru Fagranes frá Akranesi,'
sem var að koma úr róðri og Dagný
á leið frá Homafirði til nýrrar
heimahafnar í Stykkishólmi. Mikil
ísing var, og þeir bátar sem náð
höfðu landi, voru hjúpaðir tuga
tonna klakabrynjum.
Talið var, að rekald og gúmbáta
gæti borið að landi einhversstaðar á
svæðinu frá Stafnesi til Keflavíkur,
og var björgunarsveitum raðað á
þessi svæði til leitar, því miklu
skipti að ná til þeirra sem hugsan-
lega hefðu komist í björgunarbáta
áður en þá ræki upp í kletta.
Stakksfélögum var falið það hlut-
verk að fylgjast með svæðinu milli
Garðs og Keflavíkur. Það lenti í hlut
okkar Gunnars Mattasonar að
vakta þann hluta Bergsins, sem
hæst stendur og mest áveðurs, en á
hluta þess svæðis er nú að rísa höfn.
Þama þræddum við bergbrúnina
fram og aftur í samtals 18 klukku-
stundir og skyggndumst eftir reka.
Aðstæður voru eins og þær gerast
allra verstar. Stöðug ágjöf og sjórok
var yfir brúnina og allt sýlað og
svellbólgið, en eins og fyrr segir var
afspymurok og bmnagaddur. Erfitt
var að fóta sig á flughálu grjótinu og
iðulega urðum við að fleygja okkur
niður á milli steina og ríghalda hvor
um annan, til að vindhviðurnar
feyktu okkur ekki fram af brúninni.
Við áðum nokkmm sinnum smá-
stund í dyraskoti vitans og nörtuð-
um í beinfreðnar appelsínur en þar
kom að Gunnar varð að hætta þeirri
iðju, því svo var fast frosið saman
anorakshettan og hár Gunnars og
skegg, að hann gat ekki lengur opn-
að munninn nægilega til að geta bit-
ið í appelsínuna.
Því miður bar þessi erfiða leit ekki
árangur, en þó fundum við, undir
það að leit var hætt, gaskút og lest-
arborð í hellisskúta í Bergvik. Var
það talið vera úr öðmm hvorum
bátnum. Einnig fundu Eldeyjar-
menn úr Höfnum björgunarhring úr
Fagranesinu við Garðskaga. Fleira
er mér ekki kunnugt um að fundist
hafi.
I þessum hörmulegu sjóslysum
týndust sex vaskir sjómenn.
Eldgos í Eyjum
Það vom válegar fréttir sem við
vorum vaktir með er við vomm kall-
aðir út aðfaranótt 23. jánúar 1973.
Eldgos var hafið í Heimaey og verið
að undirbúa brottflutning allra eyj-
arskeggja.
Stakkur bauð þegar fram aðstoð
en ekki var talin þörf á henni, en við
beðnir að vera í viðbragðsstöðu. Við
biðum heldur óþolinmóðir í Stakks-
húsinu fram eftir nóttu og fylgd-
umst með fjarskiptum. Þó okkar
væri ekki talin þörf, drifum við okk-
ur loks til Þorlákshafnar.
Þar kom strax í ljós að mikill hörg-
ull var á fólki til að hjálpa flóttafólk-
inu upp úr bátunum. Menn vom á
ýmsum aldri og misjafnlega á sig
komnir, ýmsir þjáðir af sjóveiki og
margir með pinkla, en sog var mikið
i höfninni og ókyrrð. Það var því
greinilegt að full þörf var á aðstoð,
og við höfðum nóg að gera á meðan
flutningamir stóðu yfir.
Þegar björgun fólks var lokið var
farið að huga að björgun veraldlegra
verðmæta. Vinnuflokkar fóm til
Eyja og unnu af ósérhlífni við björg-
un búslóðar íbúanna, styrktu hús
og mokuðu ösku af þökum og
negldu fyrir glugga. Stakkur bauð
fram aðstoð og sendi m.a. vinnu-
flokk til Eyja, sem ætlað var það
hlutverk að bjarga saltfiskbirgðum
á ýmsum verkunarstigum.
Við björguðum fiski úr nokkrum
húsum, þar á meðal Vinnslustöð-
inni og sameiginlegu þurrkhúsi
saltfiskverkenda, en það hús var
einmitt nefnt Stakkur. Ekki mátti
tæpara standa með björgun þaðan,
því hraun var að byrja að hrannast
upp við annan gafl hússins, sem var
talsvert langt, meðan við vomm að
tæma hinn endann. Ekki löngu síð-
ar hvarf það undir hraun. Við vor-
um í Eyjum yfir helgi, fómm þang-
að með varðskipi frá Þorlákshöfn.
Mat fengum við nægan og góðan og
Bæjar- og
MéradsbóKasafn
heflavíkur
MÁMAGÖTU 7
OPIÐ:
mánudaga og miðvikudaga
er opið frá 15—22
þriðjudaga og fimmtudaga
frá 15-19
föstudaga
opið frá 15—20
FAXI 95