Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 23

Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 23
aldrei komast í gang, fyrr en Gunni Matt væri búinn að slökkva á lamp- anum. Gunni bætti góðfúslega úr því, en vissi svo ekki, hvar hann átti að hætta og Knútur komst aldrei að með brandarana. Þeir konulausu skemmtu sér sýnu best og svifu jafnvel — í orðsins bókstaflegustu merkingu — en ekki var örgrannt um, að sumir brotlentu. Eitthvað var áfengi um hönd haft, þó ekki væri það mikið, en dæmi voru til þess að menn gætu tæpast legið óstuddir. Sumir höfðu tjaldað nokkuð frá skálanum. Var yiir skurð mikinn að fara að tjöldunum. Reyndist skurður þessi ýmsum erf- iður farartálmi. Þeim, sem yfir komust, var vel tekið í tjöldunum og var þar glaðværð mikil fram eftir nóttu. Miserfiður farartálmi reynd- ist skurðurinn mönnum. Sást til dæmis einn klofa yfir hann fram og aftur lengi nætur. Vissi sá auðsjá- anlega ekki hvort heldur hann var að koma eða fara. Daginn eftir var gengið á Kerlingafjöll. Var göngu- hópurinn heldur þunnskipaður. Upp úr hádegi var svo farið að tygja sig til heimferðar.^ 'iálsvert meiri deyfð var yfir hópnum á heimleið- inni en hinni. — I ágúst var mikið gengið: Gengið var um Reykjanes- skagann og Sparisjóðurinn gekk að tilboði Stakks í húsið. Var þegar ákveðið að Elli og Kalli gengju í að koma því burtu. Gekk undirbún- ingur undir flutninginn vel. Jafnvel formaður húsnefndar lét sjá sig dag- part og tók sér lofthamar í hönd, þegar hann fékk að vita að Heimir væri að taka heimildarmyndir. — Híf op og hó — og upp fyrir bjarg- brúnina birtist annar afturfótur meðreiðarsveinsins, en á eftir kom sjúkrakarfa á hvolfi og sást í af- skræmt andlit ,,líksins,“ sem runnid hafði á nefinu upp allt bjargið - og þar með stálu Stakksmenn senunni á sameiginlegri æfingu björgunar- sveita í Saltvfk í september. Annar hópur okkar manna smalaði heilan dal — og rak allt safnið í fang bænd- anna, sem voru að smala dalinn frá hinum eldanum. í september var haldin torfæruaksturskeppni við Hagafell. Var undirbúningur henn- ar að þessu sinni mest megnis , ,one man show“, enda stendur til að breyta hér eftir nöfnum hæðanna umhverfis svæðið í Hrafnabjörg og Krumshóla. Undirbúningur gekk vel, nema hvað 1 stk. payloader týndist í vatnsgryfjunni. Aðsókn að keppninni var svo mikil, að lögregl- an gafst upp og flýði af hólmi. Þrátt fyrir það tókst keppnin mjög vel og hafa jafnvel borist þakkarbréf til formannsins frá þakklátum áhorf- endum. Ekki þóttu öllum verðlaun í keppninni nægilega vegleg, enda reif einn framdrifslokur af jeppa sínum og gaf til verðlauna. Pylsu- sala var gífurleg og gekk afgreiðslan svo fljótt, að ýmsir brutu tennur sínar á beinfrosnum pylsunum. Aðrir fengu aðeins sinnepsslettu á bréfi. Keppnisstjórinn lifði sig meira að segja svo inn í starfið, að er hann fékk gjallarhom í hönd við bjargsigsæfingu í nóvember, kallaði hann strax: Ef þið farið ekki úr braut- inni, verður keppnin stöðvuð!" Á æfingunni var sigvaðurinn bundinn kyrfilega utan um Sigga Ben, sem ríghélt sér svo í bílinn, eins fjarri bjargbrúninni og unnt var. Á æf- ingunni kom fram hý afburða skytta - og skaut niður stjömu í fyrsta skoti. í því næsta skaut hann talí- unum, þrífætinum og hluta björg- unarsveitarinnar um borð í hið sökkvandi skip. — í októberlok var undirbúningi að flutningi hússins lokið. Daginn áður en flutningurinn skyldi fara fram var ofsaveður. Vom menn úfnir og líktust helst sjórekn- um ígulkerum. Er húsið var komið á vagninn, varð Áma Óla gengið undir það. Er honum varð litið upp á einn hurðarhúninn, varð honum aðorði: ,,Guð almáttugur, ef maður væri nú svona lítill!“ Er ekið var með húsið niður Suðurgötuna, varð að fella allmarga ljósastaura og færa til stjömur, svo að það kæmist. Er að Tjamargötu kom, hugðist lög- regluþjónn stöðva flutninginn, kvað húsið koma í algjöra sjálfheldu. Ekki fékkst lóðarleyfi þar, svo áfram var haldið þrátt fyrir allt og allt vestur á Kirkjuveg. Sést þar best, að jafnvel það ómögulega er mögulegt, ef menn em nógu sam- stilltir. Er komið var á réttan stað á Kirkjuveginum, var flutningastjór- anum stillt upp efst á kranabómu, til að njósna um ferðir lögreglunnar meðan húsinu var komið fyrir á gmnninum. Við vomm nú búnir að finna út, að húsið hentaði engan veginn undir starfsemi sveitarinnar og mundi sennilega verða sveitinni frambúðar höfuðverkur. Var því ákveðið að reyna að selja það. Tókst okkur, eftir mikið umstang, að fá Junior Chamber Suðumes til að losa okkur við hausverkinn gegn smávægilegu gjaldi frá þeirra hendi — og em þeir vel að honum komnir. Hyggjast þeir breyta húsinu í félags- heimili - með mjólkurbar í einu hominu. Og nú er komið að nýrri árshátíð. Þegar ég leysti út miðana mína í dag, datt mér í hug, að innan skemmtinefndarinnar leyndist efni- legur vísir að nýrri fjáröflunar- nefnd. Eins og komið hefur fram, var skipt um skemmtinefnd á síð- asta aðalfundi. Ákveðið hefur verið að skipta einnig um mann við af- hendingu happdrættisvinninga og fækka jafnframt vinningum - því sá, sem síðast var í afhendingunni, var með fmnsur í hálfan mánuð á eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.