Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 44

Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 44
Skúli Magnússon: Sjóslysaannáll Keflavíkur 26. hluti 1964 V.b. Farsæll sekkur Um klukkan fjögur, aðfaranótt 19. febrúar 1964, sökk v.b. Farsaell KE 27, frá Keflavík, um 25—30 sjómílur VNV af Garðskaga. Skipverjar á Farsæli voru við línulögn er mikils leka varð vart í bátnum. Tíu bjóð voru þá eftir ólögð. Klukkan var þá um tvö eftir miðnætti. Þar sem dæl- ur Farsæls höfðu ekki undan lekan- um, var kallað á aðstoð Vilborgar frá Keflavík. Vilborg var nærstödd og fóru sex menn, er á Farsæli voru, yfir í Vilborgu. En þar sem Vilborg- armenn höfðu ekki lokið sinni línu- lögn, kom báturinn ekki til Keflavík- ur fyrr en að kvöldi hins 19. febrúar. En Farsæll sökk, eins og áður sagði, um kl. fjögur um nóttina. Farsæll KE 27 var fimmtíu og tveggja lesta eikarbátur. Smíðaður í Hobo í Danmörku. Hann var nýlega endurbyggður. Meðal annars var sett á hann nýtt stýrishús. Eigandi Farsæls var Páll Pálsson. En Atlant- or hf. í Keflavík, hafði bátinn á leigu og verkaði afla hans. Skúli Magnússon. V/b Gunnfaxi sekkur út af Eldey Á milli klukkan átta og níu, að morgni 16. mars 1963, sökk v.b. Gunnfaxi KE 9, tólf sjómílur NV af Eldey. Skipverjar voru að draga lín- una og höfðu dregið fimm bjóð, er lekans varð vart. Áhöfnin var öll á dekki nema skipstjóri, sem var í stýrishúsi. Veitti hann því þá at- hygli, að smurmælir vélarinnar tók að falla. Fór hann nú niður í vélar- rúm og sá, að sjór var kominn allhátt upp á vélina, svo vélin var farin að banka, sem kallað er. Stöðvaðist vélin innan skamms. Skipverjar not- uðu þá dekkdælu, en lekinn hélt áfram, og þeir höfðu ekki undan. Skipstjórinn, Sigurður Guðmunds- son, sendi nú út hjálparbeiðni. Fljótlega kom v.b. Helgi Flóvents- son Þ.H. til aðstoðar. Ekki var mjög hvasst en þungur sjór. Fóru fjórir menn af áhöfn Gunnfaxa yfir í Helga og notuðu til þess gúmbátinn. Skip- stjóri og vélstjóri urðu síðan eftir í Gunnfaxa til að athuga möguleika á að bjarga bátnum. En þær tilraunir báru ekki árangur. Yfirgáfu þeir bát- inn innan stundar. Var ætlunin, að Helgi Flóventsson tæki Gunnfaxa í tog, en ekki varð af því. Lónaði nú Helgi hjá Gunnfaxa, uns séð varð að hann myndi sökkva. Sökk báturinn á u.þ.b. fjórum mínútum, kl. 12.25. Helgi Flóventsson hélt þegar til Keflavíkurog kom þangað kl. 15.35 síðdegis. Á Gunnfaxa voru sex menn. Skip- stjórinn, Sigurður Guðmundsson, var frá Hafnarfirði. Sigurður var síð- ar með Þerney, sem strandaði í Keflavíkurhöfn 1970 (sjá síðar í annálnum). Gunnfaxi var smíðaður í Svíþjóð 1946. Hann var fimmtiu og þrjár lestir að stærð, úr eik. Eigandi bátsins var Faxi hf. Axel Pálsson og synir hans: Birgir, Páll og Magnús. Allir búsettir i Keflavík. (Vísir 16. mars 1964: „Bátur að sökkva út af Garðskaga“ Alþ.bl. 17. mars 1964: ,,Gunnfaxi sökk — mannbjörg“. Þar er m.a. birt mynd, sem tekin var um borð í Gunn- faxa, er bátsverjar voru að búa sig undir að fara í gúmbátinn. Þjóðv. 17. mars 1964: „M.b. Gunn- faxi frá Keflavík sökk í róðri í gær- morgun.“ Mbl. 19. mars 1964: ,,Sjópróf vegna Gunn£axa.“ Stutt frétt í mars-blaði Faxa 1964.) V.b. Smári sekkur við Eldey Þriðjudagskvöldið 16. júní 1964, sökk v.b. Smári frá Keflavík, NA af Eldey. Fimm manna áhöfn bjargað- ist (gúmbát og síðan yfir í Reyni frá Bíldudal. Smári var á humarveiðum við Eldey er skyndilega kom að honum mikill leki. Erskipverjarsáu, (Vfsir 19. febr. 1964. Stutt frétt. Fréttir í öllum dagblöðunum 20. febr. 1964. Frétt í Mbl. 21. febr. 1964, vegna sjóprófa). M/b Gunnfaxi KE 9. að þeir réðu ekki við lekann, sendu þeir út neyðarkall. Fóru því næst í gúmbátinn. Smári sökk eftir u.þ.b. klukkustund. Smári KE 15, var tuttugu og tvær lestir, smiðaður úr eik, f Danmörku 1956. Eigendur voru Rúnar Hall- grímsson o.fl. í Keflavík. (Stutt frétt í Vísi 18. júní 1964: ,,Bát- ur sekkur“ Arbók SVFÍ 1966, bls. 77-83). V/b Bára strandar við Snæfellsnes Að morgni fimmtudagsins 18. nóvember 1964, kl. 7.20, strandaði v.b. Bára KE 3, í Skarðsvík innan við Öndverðarnes á Snæfellsnesi. Veður var sæmilegt og komust skipverjar úr stefni bátsins á land, heilir á húfi. Um svipað leyti reyndu v.b. Akurey og b.s. Elding að ná Báru á flot. En það bar ekki árangur. Um tvöleytið siðdegis, fór vindur vaxandi og var báturinn þá orðinn brotinn. Daginn eftir brotnaði bátur- inn enn frekar og eyðilagðist fljót- lega. Bára var nýbyrjuð á síldveiðum undan Jökli, er hún strandaði. Skip- verjar voru átta, allir frá Vestmanna- eyjum neme einn. Skipstjórinn hét Guðjón Ólafsson og var hann ný- tekinn við bátnum. Bára var 78 lesta eikarbátur, einn af blöðrubátunum, ersmíðaðir voru íSviþjóð. Báturinn hétáðurSkeggi. Eigandi Báru var Hraðfrystistöð Keflavíkur hf. (aðaleigandi Einar ríki Sigurðsson). Miklar endurbætur höfðu farið fram á bátnum 1962—1963. (Fréttir um strandið eru í öllum dag- blöðunum 19. nóv. 1964. Sömuleiðis í Mbl. 20. nóv. 1964: ,,Vélbáturinn Bára komin í spón“). 1965 V.b. Ingólfur brennur og sekkur Á áttunda timanum, að morgni fimmtudagsins 4. febr. 1965, kom upp mikill eldur í v.b. Ingólfi KE 12, þar sem hann var staddur tuttugu og fjórar sjómílur VNV af Sand- gerði. Þrír menn voru á bátnum. Sváfu tveir frammi í, en hinn þriðji stóð á baujuvakt. Vaktmaöurinn varð var við mikinn reyk upp úr vél- arrúminu. Hann vakti þegar félaga sína fram í lúkar, og tókst þeim að ná gúmbátnum ofan af stýrishús- inu. Á meðan sendi skipstjóri út neyðarkall. Mátti vart tæpara standa, svo magnaðist eldurinn fljótt. Stóðu þá eldtungurnar út um gluggana. Gúmbáturinn blés sig aðeins út til hálfs, en veður var stillt. Hins vegar var kolsvört þoka. mennirnir komust þó í bátinn. Það bjargaði þeim, að vélbáturinn Staf- 132 FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.