Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 47

Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 47
MINNING Jóna G. Eiríksdóttir Keflavík Fædd 9. nóvember 1908 Dáin 21. janúar 1988 Elskuleg mágkona mín, Jóna Guðrún Eiríksdóttir, andaðist á heimili sínu 21. janúar. Um nokkurt skeið átti hún við vanheilsu að stríða en hafði þó jafnan fótavist. Andlátið bar að eins og á ljósi væri slökkt. Milli vina og vandamanna var hún ætíð kölluð Gulla og verður svo gert hér. Gulla fæddist á Stokkseyri 9. nóv- ember 1908. Foreldrar hennar voru Margrét Jónsdóttir, af kunnri og fjölmennri Reykjavíkurætt, og Eiríkur Eiríksson ffá Djúpavogi. Eiríkur lærði bakaraiðn í Noregi og beið Maigrét hans í festum á með- an. Við heimkomuna gengu þau í hjónaband og réðst hann síðar bak- ari til Kaupfélagsins Ingólfs á Stokkseyri 1905. Á Stokkseyri fæddust böm þeirra fjögur, en þau vom Eiríkur Karl, rafvélameistari, 1905, Gulla 1908, Ragnheiður 1915, og Ólöf 1918, en hún dó 1971. Bú- seta þeirra á Stokkseyri stóð til 1925 eða í 20 ár. Árið 1909 var Landsíminn lagður til Stokkseyrar og var Eiríkur bak- ari ráðinn fyrsti stöðvarstjóri en fað- ir hans, Eiríkur Eiríksson eldri, sá að mestu leyti um daglega þjón- ustu. Gulla, sem bæði var greind og bráðþroska, hljóp oft síðari árin þar í skarðið í forföllum afa síns við símaafgreiðsluna. Auk foreldra Eiríks fluttust tveir bræður hans til þeirra, Tfyggvi, sjó- maður sem dmkknaði ungur er bát- ur hans fórst á Stokkseyrarsundi, og Ásgeir, er varð kaupmaður, póst- afgreiðslumaður og sveitarstjóri á Stokkseyri um langt skeið eða þar til hann féll frá. Frá Stokkseyri flutti þau Margrét ogEiríkurtilKeflavíkur 1925. Réðst hann til Eyjólfs Ásbergs bakara og kaupmanns og starfaði þar í nokkur ár en flutti síðan til Hafnarfjarðar þar sem hann vann enn að iðn sinni, en þau hjónin tóku einnig við rekstri Góðtemplarahússins, sem þau sáu um þar til Eiríkur varð bráðkvadd- ur í heimsókn á heimili Gullu og Guðna Guðleifssonar á Hafnargötu 63 í Keflavík - á sama stað og Gulla lést með svipuðum hætti þann 21. janúar sl. Á Keflavíkurárunum réðust örlög og framtíð Gullu. Hún var lagleg stúlka, stór og glæsileg, einkum þegar hún bjó sig uppá og klæddist íslenskum búningi. Þá sópaði að henni, enda gáfu ungu sveinamir henni óspart gaum og brátt hafði Guðni Guðleifsson, einn af athyglis- verðustu ungu mönnum staðarins, fastnað sér hana. Þau gengu í hjóna- band 7. júní 1930 og hafa því lifað í hamingjusömu og farsælu hjóna- bandi í nær 60 ár. Þegar Gulla var að alast upp var ekki almennt ráðist í langskólanám þó að hæfileikar og geta væm fyrir hendi - einkum átti það þó við um stúlkur, þar sem atvinnutækifæri þeirra vom þá ekki mörg. Það lá því fyrir Gullu að stunda fiskverkun vor og sumar en fara í vist að vetrin- um. Þannig liðu unglingsárin þar til að þau Guðni giftust og byggðu sér framtíðarheimili á Hafnargötu 63. Á þessum ámm var Guðni sjó- maður og bifreiðarstjóri og framm- ámaður í verkalýðsmálum, meðal annars fyrsti formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Fyrstu árin eftir stofnun heimilis hélt Gulla áfram að stunda fisk- verkunarstörf. Hún var mjög vel lið- in af samverkafólki sínu, bæði vegna dugnaðar og einnig var hún glaðsinna og skemmtileg. Þau Guðni og Gulla eignuðust ekki böm, en eftir fárra ára sambúð tóku þau bam, er fæddist á heimili þeirra, af frændkonu hennar, í fóst- ur, sem ólst upp hjá þeim hjónum eins og eigið bam væri. Bima (Bidda) Guðmundsdóttir mat þau og virti sem ástkæra foreldra, og vissulega vom svo böm Biddu ömmuböm Gullu. Og ekki nóg með það, heldur eignaðist vinkona Biddu bam og fyrir hennar orð tók Gulla drenginn þriggja daga gamlan til viku vörslu. Sú vika er nú orðin að 33 ámm. Það er öllum ljóst er til þekkja að Marteinn er sem elsku- legur og umhyggjusamur sonur þeirra hjóna. Bæði Bima og Mart- einn fengu eðlilegt og gott uppeldi hjá þeim hjónum og eiga þeim mik- ið upp að inna, enda bæði ættleidd. Hjaitalag og fómfysi við kjörbömin var þeim einlæg og ósvikin. Þegar þau byggðu hús sitt á Hafn- argötu 63 var það langt fyrir sunnan byggðakjamann í Keflavík þó nú sé það næstum í miðjum bæ. Sú ákvörðun þeirra gefur nokkra mynd af hugarþeli þeirra. Þau vom bæði frekar hlédræg og hógvær en kröfð- ust ekki mikils af samfélaginu. En gestrisni þeirra og alúð var mikil við ættingja og vini. 1 raun ljómaði and- Ut Gullu ávallt af manngæsku — hlýrri tilfinningu til allra er hún umgekkst, ekki síst bama og ungl- inga og annarra þeirra er leita þurftu trausts hennar. Þá segir það nokkra sögu að böm undirritaðs og bamaböm kölluðu hana eina ,,Gullu frænku“, þó af mörgu væri að taka í því efni. Þau Gulla og Guðni vom samtaka í að búa sér og bömum sínum friðsælt og gott heimili og gestum var þar ávallt tekið fagnandi, enda vom þau bæði vinfóst, traustir og tryggir vin- ir vina sinna. Milli Gullu og systkina hennar vom alla tíð sterk vináttubönd, er ég naut vegna Ragnheiðar konu minnar. Fyrir þau og öll okkar kynni í hálfa öld þakka ég. Þau hafa verið okkur hjónum mikils virði. Guðna og fjölskyldu flyt ég inni- legar samúðarkveðjur. Jón Tómasson Hún Gulla frænka var alltaf svo stór og heit, elskuleg, létt og skemmtileg. Frá því við fyrst mun- um eftir okkur var Hafnargata 63 í Keflavík nálægt miðpunkti tilvem okkar. Þar áttu heima Gulla frænka og Guðni. Það var svo einstaklega notaleg og hlýleg tilfinning að heimsækja þau. Húsið sjálft var svo fallegt. Það naut sín vel á homlóðinni við Hafnargötu og Heiðarveg. Grár skeljasandurinn glitraði eins og silfur á veggjum þess. Garðurinn var alltaf vel hirtur og snyrtur. í risastómm kartöflu- og grænmetisgarðinum var hægt að fela sig undir rabbarabarablöðun- um á stærð við fílseyru. Vel klipptir trjámnnar, páskaliljur og marglit blóm fóm vel við snöggslegið dökk- grænt grasið. í innkeyrslunni að bflskúmum stóð gamli Mosksvitsinn hans Guðna, fallegur í laginu, gljáandi grænn og svartur með stómm kúpt- um hjólkoppum, sem gaman var að spegla sig í. Útihurðin, með útskomum tré- listum og kringlóttum glugga með lituðu gleri var tignarleg eins og fal- legustu kirkjuhurðir. Það var alltaf svo heitt og notalegt að koma þar inn. Stóm skáphurðimar í forstof- unni vom líka með útskomum list- um og listilega vel málaðir. Mjói, hái ofninn í forstofunni milh eldhús- hurðarinnar og stofuhurðarinnar var eins og húsvörður — maður varð FAXI 135
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.