Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 13

Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 13
Þorsteinn Marteinsson Stiklað á stóru 1979-86 Það sem mér er að sjálfsögðu efst í huga þegar litið er til baka er fráfall vinar okkar og félaga Eyjólfs Ben. Sigurðssonar. Minningin um þenn- an ljúfa efnispilt máist aldrei. Ævi Eyjólfs var ekki löng en því sem hann kom í verk og öll þau góðu kynni, eru meiri og betri en hjá mörgum sem orðið hafa honum margfalt eldri. Eftirsjáin í þessum hugljúfa dreng er gífurleg. Eg á í raun og veru enga skýringu og engin orð til að lýsa því hugarástandi sem maður kemst í þegar maður hug- leiðir þetta sorglega slys. Stjómin sem tók við af Karli Sæv- ari og félögum á aðalfundi sveitar- innar í febrúarlok 1979 var skipuð eftirfarandi félögum, formaður undirritaður, varaformenn Þórir Olafsson og Rúnar Ragnarsson, gjaldkeri Friðrik Magnússon, en hann hafði verið gjaldkeri í fyrri stjóm, ritari var kjörinn Þórður Ragnarsson. Allt fram til aðalfund- arins í febrúar 1986 vom undirrit- aður og Þórir í þessum embættum óslitið. Nokkrar breytingar urðu á öðmm stjómarliðum. Sævar Reynisson tók við embætti gjald- kera 1981 og gegnir því enn. Guð- mann Héðinsson og Ami Amason gengdu ritaraembættinu. Og síðan hafa verið í 2. varaformannsemb- ættinu þeir Rúnar Helgason, Vil- hjálmur Ragnarsson og Þórður B. Þórðarson. Þegar við tókum við sveitinni 1979, vom að eiga sér stað ákveðin kynslóðaskipti. Þeir sem við höfum kallað „gömlu Stakksfélagana" vom margir hverjir að draga sig í hlé eftir 10 ára dyggilegt uppbyggingar- starf. Meðalaldurinn í sveitinni lækkaði nokkuð, og hélt reyndar áfram að lækka alveg fram á það síðasta. Við þessi straumhvörf varð að finna eitthvað nýtt til að tengja hópinn saman. Framan af áttu fé- lagamir sameiginlegt áhugamál, sem var fjalla- og öræfaferðir á jepp- um og ,,vípon“ tmkkunum gömlu. Og er sveitin í raun mnnin undan riíjum nokkura áhugasamra ofur- huga í ferðamennsku. Attu þeir með sér félag sem þeir kölluðu Hringfar- ana, en vom þar að auki flestir fé- lagar í Rotaryklúbbi Keflavíkur. Það sem þessi breyting hafði í för með sér var sú, að bílaeign yngri mannanna var ekki sú sama, þó svo að alltaf hafi mikill jeppaáhugi loð- að við starf sveitarinnar. Við stóðum frammi fyrir því að, finna eitthvað nýtt til þess að sameina félagana í. Ferðaáhuginn var til staðar en ferða- mátinn varð að breytast. Og hluti af stjóminni var áhugasamur um fjall- göngur og ferðalög gangandi. Og var því mikið kapp lagt á að kynda undir slíkar ferðir. Að sjálfsögðu höfðu verið gönguferðir og göngu- æfingar hjá sveitinni áður. Við vildum líka komast í „stóru útköllin" og þar með fá meiri æf- ingu í raunverulegum leitum. Stóm útköllin kölluðum við leitimar þar sem allar sveitir á sv-hominu vom kallaðar út, og var þá venjulega far- ið langt út fyrir okkar svæði. Sem betur fer vom og em verkefni fyrir sveitina mjög fá á okkar svæði, og fannst okkur það draga vemlega úr áhuga félaganna að komast aldrei í raunvemlegt starf. Þar sem Stakkur tilheyrir ekki neinum landssamtök- um svo sem Landsambandi hjálp- arsveita skáta (LHS), eða Slysa- vamarfélagi íslands (SVFÍ), uiðum við útundan í þessum.stóm útköll- um. Útkallið gekk þannig fýrir sig, að þá höfðu yfirvöld samband við landssamböndin og þau svo sam- band við sínar aðildarsveitir. Menn fengu fljótt leið á æfingum sem vom eintómur leikaraskapur. Þannig að við settum okkur í samband við þessi landssamtök, og til að byrja með tengdumst við meira LHS, fyrir þá sök að nokkrir félagar sóttu námskeið til Björgunarskóla LHS, og kynntumst þar framámönnum í LHS og í framhaldi af því tókst gott samstarf þar á milli. Fyrsta árið vom göngufeðimar sem sveitin stóð fyrir ekki fjölmenn- ar. Ég man eftir ferðum þar sem að- eins 2-3 félagar tóku þátt. En þegar leið á stækkaði hópurinn og eitt sinn man ég eftir 16 manna hóp í 3 daga vetrargönguferð. Upp úr þessu myndaðist mjög góður hópur áhugasamra félaga sem vann svo ýmis afrek, má nefna helst: Hvannadalshnjúk; hæsta tind landsins, Eiríksjökul, Tindfjalla- jökul, Eyjafjallajökul og öll fjöll smá og stór í okkar næsta nágrenni og sum þeirra mörgum sinnum. Við þessa iðju öðluðust menn ágæta reynslu sem kom sveitinni vel. Ég vil nefna eitt tilfelli þar sem þessi reynsla kom sér mjög vel. I maí 1982 týndist flugvél á leið frá Reykjavík til Akureyrar. Veður gerði það að verkum að leit úr lofti var svo að segja ómöguleg. Þar að auki heyrðist ekki í neyðarsendi Þorsteinn Marteinsson. vélarinnar. Leitarflokkar voru send- ir af stað. Sveitunum var fyrst safn- að saman í Borgarfirði, við Hreðar- vatn. Fengum við úthlutað leitar- svæði norður af Reykjardal að Haukadal. Lauk göngu þennan fyrsta dag kl. 17.00. Var síðan haldið í Húnaver en þaðan skildi farið til leitar daginn eftir. Þann dag leituð- um við svæði syðst í Svartárdal yfir í Skagafjörð og lentu nokkrir úr okkar hópi í því, að ganga beinustu leið yfir Mælifellshnjúk. Þriðja dag- inn fengum við úthlutað leitarsvæði upp af Flugumýri í Skagafirði og skyldum við ganga að Grasárdals- hnjúk. Við hefðum ekki átt neitt er- indi í þessa leit, nema kannski fýrsta daginn, ef ekki hefði notið við góðs búnaðar og góðrar þjálfunar sem við höfðum aflað okkur í þess- um ferðum okkar. Þegar við lögðum upp þennan síð- asta dag frá Flugumýri, fylgdi bóndinn í Flugumýrarhvammi okk- ur af stað. Þegar hann svo skildi við okkur bauð hann okkur að þiggja hressingu þegar við kæmum til baka. Eftir um 10 tíma göngu kom- um við til baka og beið þá bóndi eft- ir okkur. Fylgdi hann okkur heim og þáðum við ekta íslenska kjöt- súpu og var hún svo sannarlega vel þegin. En þama vomm við 13 í þessum hóp. Árið eftir lentum við í hafaríi á Fimmvörðuhálsi, hrepptum við þar aftakaveður og urðum að fá aðstoð björgunarsveitar til að koma tveim- ur félögum okkar til byggða. Rúnar Helgason segir nánar frá þessari ferð hér annarsstaðar í blaðinu. Við tókum við mjög góðum fjár- hag. Sveitin hefur frá upphafi haft tvo góða tekjustofna, sem em flug- eldasalan og jeppakeppnin. Og svo alltaf annað slagið hefur eitthvað rekið á fjömr, sem hefur bætt af- komu sveitarinnar enn frekar. Fé- lagar sveitarinnar hafa alltaf verið óhemju duglegir við þessa vinnu. Og í raun eyða félagar björgunar- sveita alltof miklum tíma í fjáraflan- ir og undirbúning fyrir þær. Ég tel að um 60-70% af tímanum sem hver félagi leggur til sé varið í fjár- aflanir. Auðvitað er þessi tala breyti- leg eftir því hve mikið er af útköllum á hverju ári. En hún er mjög mark- tæk fýrir hin síðari ár. En rekstur björgunarsveitar er geysilega dýr. Þar að auki hafa Stakksfélagar alltaf verið stórhuga og er bílakostur og húseign sveitarinnar gott dæmi um það. í febrúar 1983 urðum við fyrir því óhappi að þak gamla Stakkhússins fauk. Húsið sem var gamalt bíla- verkstæði og byggt af miklum van- efnum á sínum tíma var orðið lítið og að ýmsu leyti óhentugt fyrir starfsemi sveitarinnar. Þegar svo þessi ósköp dundu yfir komst mikil hreyfing á þá hugmynd að byggja nýtt hús eða að kaupa. Varð úr að keypt var hús við Iðavelli. Segja Þórir Ólafsson og Guðmann Héð- insson nánar frá húsnæðissögu sveitarinnar hér í blaðinu. Þegar þakið fauk af gamla húsinu lenti hluti af því á húsi nágranna sveitar- innar og skemmdist hús þeirra nokkuð. Fengum við strax dómtil- kvadda matsmenn til að meta skemmdir svo hægt væri að bæta. Samdist okkur svo við eigendur hússins að við myndum útvega iðn- aðarmenn til að laga skemmdir. Gekk okkur ákaflega illa að fá mannskap til að klára þetta verk og dróst það nokkuð að þetta mál fengi lyktir. Mér finnst ekki ástæða til að tína til ýmis minniháttar atvik eða uppá- komur í sögu sveitarinnar, þau eru bæði mörg og smá. Að mörgu leyti voru þetta skemmtileg ár, þó svo að nokkrir atburðir skyggi töluvert þar á. Ég hef kynnst mjög góðu fólki í gegnum þetta starf. Og ýmsir hafa reynst mér vel. Ég mæli eindregið með svona starfi fyrir ungt og hraust fólk, sem hefur ánægju af útivist og hressandi átökum. Með þökk og kvedjul FAXI 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.