Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 17

Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 17
starfar sem skrifstofustúlka hjá Olíusamlaginu. Hún er gift As- mundi Sigurðssyni vélsmið. Þau eiga fimm syni er heita Olafur, Sigurður, Stefán, Sverrir og Ari Páll. Næst er Sigrún hjúkrunar- kona, gift Berki Eiríkssyni skrif- stofustjóra hjá bæjargófgeta. Þau eiga þrjá syni er heita Eiríkur, Starkaður og Styrmir. Yngstur er Þorsteinn efnafræðingur, vinnur hjá Sjöfn á Akureyri, giftur Katrínu Guðmundsdóttur. Þau eiga fjórar dætur er heita Sólveig, Halla, Stella' og Maris. Þau Ólafur og Hallbera hafa notið í ríkum mæli ástúðar bama, tengdabama og bamabama. Ólafur var mikill trúmaður og treysti á framhaldslíf á æðri lífssvið- um. Þegar við nú nemum staðar við lok ævibrautar Ólafs birtist sú mynd hugans af lífsstarfi hans sem er björt og fögur. Við sjáum hinn hógværa og prúða athafna- og drengskaparmann, sem vildi hvers manns vanda leysa og leggja gott til allra framfaramála. Þótt nú skilji leiðir um stundarbil trúi ég því að hugur mannsins búi yfir orku sem líkja má við sendistöð og að sérhver bæn okkar fyrir dánum ástvinum og vinum og sérhver kærleikshugs- un leiti þeirra um óravíddir eilífra lífssviða, uns fundin er sú sál er afli hugans er beint til. Einnig trúi ég að endurvarp þeirrar kærleiksorku er við sendum komi til okkar aftur sem bergmál frá þeirri sál er við sendum kærleikshugum okkar til og skapi okkur andlega vellíðan. Eg votta konu Ólafs, bömum og bamabömum og öllum aðstand- endum og vinum innilega samúð. Karvel Ögmundsson Hinn 18. febrúar s.l. andaðist að heimili sínu Túngötu 19a hér í bæ Ólafur A. Þorsteinsson fyrrverandi formaður Byggðasafns Suðumesja, Keflavík. En hann var jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju 27. febrúar s.l. Ólafur var borinn og bamfæddur Keflvíkingur, fæddur og uppalinn í elsta núverandi íbúðarhúsi Kefla- víkur, „Þorvarðarhúsi" sem byggt var um 1880, af Þorvarði Helgasyni beyki hjá Duusverslun, en hann var föðurafi Ólafs. Síðar var það hús kennt við Íshússtíg og var þá nr. 7, en er nú Vallargata 28. Foreldrar hans vom Þorsteinn Þorvarðarson sem fæddur var í Keflavík 24. maí 1872 dáinn þar 8. apríl 1957, Helgasonar beykis. Þorsteinn stundaði jöfnum höndum verslunarstörf og sjómennsku, og kona hans Björg Arinbjamardóttir stórbónda í Tjamarkoti í Innri- Njarðvík Ólafssonar. Ólafur lauk verslunamámi við Verslunarskóla íslands og lauk þaðan prófi 1934. 1938 var Olíu- samlag Keflavíkur stofnað og varð Ólafur strax starfsmaður hjá því og forstjóri þess í 42 ár. Þá sat hann í bæjarstjóm Keflavíkur 1950—54, og hann var um árabil formaður Sér- leyfisbifreiða Keflavíkur. Einnig var hann gjaldkeri í stjóm Ungmenna- félagi Keflavíkur 1936-1942, og einn helsti baráttumaður fyrir bygg- ingu sundhallarinnar hér í Keflavík, en félagið byggði sundlaugina að mestu í sjálfboðavinnu 1938 og 1939, og afhentu síðan Keflavíkur- hreppi til eignar. Ég vil minnast hans hér í upphafi fundar, þar sem enginn hefur unnið byggðarsafninu meira en Ólafur, og sennilega væri safnið aðeins svipur hjá sjón ef hans dugnaðar hefði ekki notið. Hann var í Byggðarsafnsnefnd U.M.F.K. strax í upphafi þegar hún var stofnuð upp úr 1940, og barðist ásamt Helga S. Jónssyni og fleiri áhugamönnum fyrir stofnun þess. Hann hófst fljótt handa um söfnun sögulegra þátta héðan úr sveitarfé- laginu, bæði með hljóðupptökum á viðtölum við aldraða íbúa og með myndatökum, bæði ljósmynda og kvikmynda. Síðar þegar Keflavík- urbær yfirtók til varðveislu og áframhaldandi uppbyggingar safn- muni þá sem safnast höfðu var Ólaf- ur áfram í byggðarsafnsnefnd, lengi sem formaður, og átti hann stóran þátt í því að hús það sem nú hýsir safnið var gefið til þeirra hluta, en safnið var þar opnað 17. nóvember 1979. Mestur hluti mynda þeirra sem hér eru á safninu eru alfarið unnar af Ólafi, allt í sjálfboðavinnu og aldrei neitt tekið fýrir þá vinnu, svo er einnig með mikinn fjölda af myndum sem enn eru geymdar á filmum í filmusafni safnsins. Ólafur heimsótti eldri borgara, fékk heim- ilis albúm þeirra lánuð og myndaði upp úr þeim, allt það sem hann taldi að sýnt gæti uppgang og vöxt stað- arins. Nefna má sérstaklega þann hluta safnsins sem sýnir íbúa Kefla- víkur 1920 og hús þau er þá voru hér, og víða má rekja ættarsögu þess fólks í myndum til vorra daga, og mun slíkt safn vera einsdæmi hér á landi, en hugmyndin var og er, að halda þeirri sögu áfram og ef undir- tektir fengjust einnig með hin önnur sveitarfélög hér í nágrenninu að gera þeim sömu skil. Auk ofangreindra starfa lagði hann ffam ómælda vinnu ásamt þeim öðrum samstarfsmönnum hans við uppsettningu safnsins og verða þau störf öll seint fullþökkuð, og gefa framtíðinni ferska og mikla fræðslu um fortíð sína. Samstarf mitt við Ólaf í Byggðar- safnsnefnd varð tæp 25 ár, minnist ég alls þess tíma með þakklæti þeg- ar ég lít til baka og um leið trega að hans skuli ekki njóta lengur við. Um leið og ég fyrir hönd safh- stjómar votta konu hans, bömum og öðmm aðstandendum samúð, vil ég biðja stjómarmenn að rísa úr sætum og votta Ólafi virðingu sína. Guðleifur Sigurjónsson MINNING Sólrún Vilhjálmsdóttir Keflavík Fædd 10. október 1905 Dáin 20. mars 1988 Að kvöldi sunnudagsins 20. mars sl. lést Sólrún í sjúkrahúsinu í Keflavík eftir 5 vikna sjúkralegu — hún var búin að vera sjúklingur í nokkur ár - en nú er hvíldin komin og þakklæti efst í huga eftir langa og farsæla ævi. Sólrún var fædd í Keflavík, dótt- ir hjónanna, Guðnýjar Magnús- dóttur og Vilhjálms Bjamasonar, en var alin upp í miklu ástríki móðursystur sinnar Sólrúnar Magnúsdóttur og Þórðar Þorkels- sonar manns hennar. Sólrún var æskuvinkona móður minnar og minntist hún oft á samveru „sam- lokanna" þriggja, en þær vom Rúna, Gunna og Milla, þá vom þær „stjörnurnar" í Keflavík og mikið gaman að vera til, allar byrj- uðu þær ungar að syngja í kirkju- kórnum í Keflavíkurkirkju, Rúna og Gunna í sópran, en mamma í millirödd. Já, þær voru líka í Ungmenna- félaginu og störfuðu þar af krafti og margar myndir eru til af ferða- lögum, ,austur yfir fjall“ sem farið var með ,,boddý-bílum“ og allar voru stúlkurnar klæddar upphlut - þeirra tíma spariföt. Rúna eignaðist son, Hilmar, með Gunnar Sigurfinnssyni, indælan pilt sem dó langt um aldur fram aðeins 24 ára, það var þungur harmur yfir Rúnu, en þá sem fyrr naut hún aðstoðar síns góða eigin- manns Péturs Benediktssonar, en þau giftu sig 14. október 1944. Þá upphófst hamingjuskeið Rúnu sem stóð í 44 ár — hjónaband þeirra var farsælt og gleðiríkt og gott var að koma á fallega heimilið þeirra, sem þau voru svo samhent um að gera hlýtt, bjart og fagurt. Þegar heilsu Rúnu tók að hraka, hætti Pétur að vinna, svo hann gæti verið heima og létt undir með henni, þau áttu fallegan sumar- bústað fyrir austan, sem var þeirra paradís og síðastliðiö sum- ar gat hún notið þess að vera þar í 3 vikur og þaðan kom hún ánægð og hressari. En nú er hvíldin komin, langri farsælli ævi er lokið, nú er hún komin í vinahóp, búin að hitta Hilmar sinn aftur í nýjum heim- kynnum. Kæri Pétur, söknuður þinn er mikill, en minningin um góðan og ástríkan lífsförunaut mildar sárin. Guð blessi minningu Rúnu Vil- hjálms, hvfli hún í friði. Jóhanna Kristinsdóttir FAXI 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.