Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 50
Sjóslysaannáll Keflavíkur
FRAMHALD AF BLS. 134.
unin að koma Síldinni upp að síðu
Eldeyjar og dæla síðan sjónum úr
skipinu. Ásamatímaáttu tveirbátar
að koma taugum í stefni og skut
Eldeyjar og halda henni upp í veðr-
ið. Mikil hætta var þó á að Eldey og
Síldinni slægi saman, því veður
versnaði er á kvöldið leið. Ekki er þó
Ijóst af fréttum hvort Síldin komst
upp að Eldey. Hins vegar stóðu
þessar björgunartilraunir yfir I um
tvo og hálfan tíma. Án árangurs,
enda var Eldey orðin lúgufull af sjó
er leið á kvöldið. Um klukkan 2,20
aðfaranótt 23. október, var Eldey
yfirgefin og sökk hún fljótlega á
eftir. Mun lokaður hvalbakur skips-
ins hafa haldið því svo lengi á floti,
sem raun varð á.
Skömmu síðar kom fram við sjó-
próf, sem voru haldin í Keflavík, að
ein aðalorsök slyssins, hafi verið
sú, að gangar undir bátaþilfari hafi
verið opnir og hurðir óþéttar. Sjór
komst því lítt hindraður niðrí skipið.
Eldey var fallegt skip, 150 lestir,
smiðuð í Noregi 1960. Hún var úr
stáli og eitt fullkomnasta og best
búna fiskiskip, sem Keflvíkingar
áttu þá. Sennilega var Eldey með
fyrstu bátum hér, sem var með
kraftblökk, til síldveiða. Eldey var
svört á lit, hvítir einkennisstafir á
kinnungum framanverðum. Fremst
á stefni og á reykháf var máluð
mynd af Eldey við Reykjanes, sem
báturinn hét eftir. Var þetta mjög
falleg mynd, með fallegri skor-
steinsmerkjum, sem annálshöfund-
ur hefur séð á íslenskum bátum.
Yfirbygging Eldeyjar og hvalbakur
var hvítt að lit. Möstur þó gul að
annálshöfund minnir.
Eigandi Eldeyjar var samnefnt
hlutafélag, en aðaleigandi var
Jóhannes Jóhannesson frá Gauks-
stöðum, útgerðarmaður í Keflavík.
Eldey kom mjög við sögu 1964 er
hún bjargaði Kötlu I Keflavíkurhöfn.
(Sjá hér að framan.)
(Mbl. 24. okt. 1965: „Eldey frá
Keflavík sökk í fyirinótt“.
Þjóðviljinn 24. okt. 1965: „Síldar-
skipið Eldey sökk í fyrrinótt“.
Tíminn 23. okt. 1965: „TVö sfldar-
skip á hliðna“.
Tíminn 24. okt. 1965: ,,Eldey
sokkin“.
Mbl. 26. okt. 1965: ,,Opnir gangar
og óþéttar hurðir meginorsök fyrir
því að Eldey sökk“.
Faxi, nóv. blað 1965, bls. 150. Frétt.).
1966
Eldur í v.b. Rán
Aðfaranótt sunnudagsins 3. apríl
1966, um kl. hálf þrjú, kom upp eld-
ur í kortaklefa vélbátslns Ránar SU,
sem lá við bryggju í Keflavík.
Breiddist eldurinn þaðan niður í ká-
etuna. Skipstjórann bar að I sömu
svifum og hélt hann, að einhver
væri sofandi niðri í káetunni. Snar-
aðist hann þangað niður við illan
leik. En þar var enginn. Kallaði skip-
stjóri þvl næst á slökkviliðið. Vegna
þrengsla aftur í bátnum var mjög
erfitt að slökkva eldinn. Lauk
slökkvistarfi ekki fyrr en á sjötta
tímanum um morguninn. Eyðilögð-
ust öll tæki I stýrishúsinu.
Hásetar sváfu frammi í lúkar og
urðu einskis varir fyrr en skipstjóri
vakti þá.
Rán var 56 lesta eikarbátur, smíð-
aðuríDanmörku 1958. Báturinn var
keyptur til Kef lavíkur 1964, en gekk
áður frá Fáskrúðsfirði, og bar þá
einkennisstafina SU 58.
(Vísir 4. apríl 1966: ,,Miklar
skemmdir af eldi í m.b. Rán.
Mbl. 5. aprfl 1966: ,,Bátur skemmist
af eldi“).
1967
Hjólaði fram af bryggju
í Keflavík
Hinn 1. nóv. 1967, lá v.b. Glaður
KE við bryggju I Keflavíkurhöfn. Um
hádegisbilið var níu ára drengur að
leik á hjóli þar á bryggjunni. Hjólaði
hann fram af bryggjunni og lenti
ofan í bátnum. Við læknisskoðun
kom í Ijós, að drengurinn hafði brák-
ast á rifbeini, að öðru leyti sakaði
hann ekki.
(Þjóðviljinn 2. nóv. 1967. Stutt frétt).
Framhald í næsta blaði
I
138 FAXI
i #&«* fí1" v rr
) £,^rS%St
4
,AF
BOKUM
í orstutm am Suðumesjamenn á bókamarkaði í síðasta Faxa
varð mév heldui' betur á. Þar gleymdi ég að geta Gests Auðunssonar.
En Gestur gaí út bók sem á enga sér líka í annars fjölskrúðugri bókaút-
gáfu á síðasta ári. Bók Gests er niðjatal Guðmundar Loftssonar bónda
í Holti í Mýrdal. Gestur tók saman allt efni bókarinnar og gaf þar að
auki út á sinn kostnað. Það sem er ekki síst merkilegast við þessa bók
er að hún er handskrifuð. Bókin er skínandi vel unnin, og rithöndin
er hin glæsilegasta. Það var svo sterkt til orða tekið í stuttri kynningu
á bókinni í Morgunblaðinu fyrir nokkmm vikum, að bókinni var líkt
við fomritin. Átti Elín Pálmadóttir varla orð til að lýsa hrifningu sinni
á þessari bók.
En það er skemmtilegt til þess að hugsa að enn sé verið að handskrifa
bækur á þessari tækniöld. Og bera svo saman nútíma tækni við texta-
vinnslu og allar þær framfarir sem orðið hafa í prentiðnaðinum. Bókin
er ljósrituð og öll hin fallegasta. Myndimar sem fylgja grein þessari
em af Gesti við púltið sem hann skrifar við og sýnishom úr bókinni.
Upphafsstafimir em teiknaðir og í lit sem kemur reyndar ekki fram
á myndinni.
Þorsteinn Marteinsson
t