Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 15

Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 15
Sœvar Reynisson. unum hafa ýmsar minni og tilfall- andi fjáraflanir verið stundaðar. Snemma fóru Stakksmenn að selja sjúkrapoka en því hætt fyrir 1980. 1982 komu fram hugmyndir um endurnýjun húsnæðis sveitarinnar og eftir miklar umræður og fundar- höld var ákveðið að kaupa núver- andi húsnæði að Iðavöllum 3 í fok- heldu ástandi. Samfara því stór- virki var ráðist í ýmsar aukaíjárafl- anir. Sem dæmi má nefna að stakksmenn fóru í róður með v/b Baldri KE, en ekki reyndust þeir allir miklir sjómenn að sögn reyndra manna í þeirri sjóðferð. En sjóferðin gaf sveitinni tekjur ca. 200.000 á verðlagi í dag. Sveitin sótti um lóð til byggingar húsnæðis í Grófinni í Keflavík og fékk. Var það um það leyti sem umræður fóru fram um lausn á framtíðarhús- næðismálum sveitarinnar. Var sótt til Keflavíkurbæjar um niðurfell- ingu lóðargjalda og fékkst það. Var þá lóðin seld og andvirðið notað í standsetningu Iðavalla 3. Ekki verða hér taldar allar þær fjáraflanir sem sveitin tókst á hendur á þessum tíma, en samanlagt dugðu þær til þess ásamt miklu óeigingjömu starfi félaga og velunnara sveitar- innar að ljúka byggingu hússins. Er nú svo komið að húsið er fullgert með öllum innréttingum. Er það sveitinni til mikils sóma hvernig til hefur tekist. Þótt kaupin og frágangur hússins að Iðavöllum 3 hafi tekið mesta orku sveitarmanna á siðustu þrem ámm hefur verið fjárfest í búnaði af ýmsu tagi. Þar ber hæst Nissan Patrol bifreið sveitarinnar sem keypt var 1987 og var þá önnur Lapplander bifreiðin seld. Einnig voru keyptir 2 nýjir vélsleðar og sá gamli seldur. Lætur nærri að heildareignir sveit- arinnar séu nærri 12 til 13 milljóna króna virði. Þótt hér hafi verið taldar upp fjár- festingar sem nýlega er lokið við er ekki svo að skilja að hér sé staðar numið. Framundan eru miklar Ijár- festingar í ýmsum búnaði. Skal þar fyrst nefna endumýjun á Lappland- er bifreið sveitarinnar.-Ekki hafa verið teknar ákvarðanir um þá end- umýjun en stefnt að því fljótlega. Einnig em framundan miklar fjár- festingar í fjarskiptatækjum og boð- unarkerfi sem sveitirnir á Suður- nesjum ætla að sameinast um. Bát- urinn okkar er orðinn lélegur og þarf að fara að huga að endumýjun. Fyrir utan þetta er síðan sífelld endumýjun í öðrum björgunarbún- aði s.s. sjúkragögnum. Sœvar Reymisson Ein af mörgum fjáröflunarleiðum Stakks var að standa fyrir málverkasýningu. Sýningaskrá gilti þd sem happdrœttismiði og var málverk í vinning. Hér afhendir Bjöm Stefánsson einum hinna heppnu málvcrk eftir Jón Gunnarsson. Frá bygginganefnd IBK Við erum komnir á „skrið'7 með byggingu nýja salarins við íþróttahúsið. il^^sérstakri íþróttaskemmtun þann 8. maí n.k. munum við sýna teikningar af húsinu og jafnframt hefja fjáröflun í bygg- ingasjóð. Sjáumst í íþróttahúsinu þann 8. maí. Bygginganefnd ÍBK «Fjölbrautaskóli Suðurnesja Kynningardagnr FS veröur opinn almenningi fimmtudaginn 21. apríl n.k. á milli kl. 13.00-16.00. Kennarar og nemendur munu sýna húsakynni skólans og veita upplýsingar um starfsemi hans. Skólameistari FAXI 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.