Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 39

Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 39
RLINAR HELGASON Ævintýri á fimmvöróuhálsi Það var í febrúar 1982 sem nokkr- ir stórhuga félagar í Björgunarsveit- inni Stakk og Hjálparsveit skáta Njarðvík hugðu á ferð frá Skógum yflr í Þórsmörk um Fimmvörðuháls. Tilgangur ferðarinnar var að æfa menn og kannað búnað við erfiðar aðstæður að vetrarlagi. Föstudagur: Það er hugur í mönn- um á leið að Skógum og veðurspáin er austan suð-austan kaldi eða stinningskaldi, gengur á með skúr- Þessi mynd sýnir ,,áningarstað“, þegar ekki var lengur fœrt að halda áfram. Hér kom góður úlhúnaður að góðum notum. Þegar upp birti reyndist skammt að fara í sœluhúsið á Fimm- vörðuhálsi. krapaelgur sem náði stundum upp á læri. A Skógum fengum við frábærar móttökur í skólanum, mat og heitt bað á meðan flokkur manna fór á jeppum og vélsleðum upp á heiði til að ná í þá sem þar urðu eftir. Tókst sú ferð vel þrátt fýrir mjög erfiðar aðstæður. Ferð þessi varð að vonum mjög umdeild eftir á og sýndist sitt hverj- um en eitt er víst að hún varð okkur sem þátt tókum í henni ómetan- legur skóli, þó dýr væri. um, ekki sem verst. ,,Eða hvað?“ Við leggjum af stað frá Skógum í blanka logni og allir í góðu skapi þó byrðin sé þung. Ferðing gengur frekar hægt enda eru bakpokamir hlaðnir af mat og öðmm búnaði s.s. tjöld, svefnpokar, prímusar o.fl. Fyrsti áfangi er áætlaður í skála F.í. sem stendur í um 1050 m hæð á sjálfum hálsinum. Við höfum geng- ið í u.þ.b. tvo tíma þegar fyrsta skúrin hellir sér yfir okkur, þá hugsar undirritaður með sér, ,Nú er gott að vera í nýja Goretex gallanum sínum.“ Sem sagður er vera 100% vatnsheldur, en sú skúr! Enn heldur , ,skúrin“ áfram að berja á okkur og færðin og bakpokamir verða þyngri og þyngri. Þegar ,,skúrin“ hefur staðið yfir í tvo tíma springur fyrsti göngumaðurinn. Þegar hér er kom- ið sögu er komið hífandi rok og helli rigning sem við höfum síðan kallað lárétta rigningu, þá er ekkert annað að gera en stoppa og reyna að hlúa að honum og gefa honum heit- an djús og þrúgusykur þar sem hann er allkaldur og blautur. Það varð úr að sex félagar héldu áfram en fjórir urðu eftir til að freista þess að koma upp tjaldi fýrir þann blauta og örþreytta ferðalang. Eitthvað gekk brösulega með tjaldið og end- aði með því að súla brotnaði og tjaldið rifnaði undan veðrinu. Samt gátu tveir menn hreiðrað vel um sig í því. Segir nú af ferðum sexmenning- anna sem álitu að þeir ættu um tveggja tíma göngu eftir í skálann. En færðin var orðin mjög þung, snjórinn rennblautur og sukku menn upp í hné og áfram hélt hann að rigna ,,lárétt.“ Nú var verulega farið að draga úr þreki manna sem allir voru orðnir rennandi blautir líka nýji Gore-tex gallinn. En áfram er hjakkað á milli stika þar sem skyggnið var afar slæmt. Fljótlega fara fýrstu einkenni ofkælingar að gera vart við sig hjá öðrum göngu- manni en hægt var að keyra hann áfram þar til skyggnið er orðið það slæmt að við finnum ekki næstu stiku. Er hér var komið sögu brást vonin hjá þeim kalda og þar með síðasti þrótturinn. í þessari stöðu var ekkert annað að gera en að reyna að grafa sig í fönn og hlúa vel að þeim köldu því enn annar hafði bæst í hópinn. Við fundum fljótlega skjól undir kletti þar sem við komum okkur fýrir og fórum í þurr föt, svefnpoka og álpoka þar yfir. Nú höfðu þrír þeirra sem urðu eftir við tjaldið bæst í hópinn. Eftir að hafa hvílst í um þrjá tíma ' hafði veðrið skánað og ákváðum við að einn af okkur yrði eftir hjá hinum köldu en hinir fjórir færu niður að Skógum og fengju aðstoð fyrir þá fimm sem eftir voru á fjallinu. Gekk ferðin niður mun betur en ferðin upp þó að harðfennið sem við geng- um á fyrr um daginn hafi verið einn FAXI 127
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.