Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 46

Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 46
V/s Titika strandaði við Fiskiðjuna 1955. Vorið eftir náðist hún út og var dregin til Hollands og fór þar í bwtajám. Myndin sýnir bát draga skipið í hafnarmynninu. Til vinstri sér á garðscndann. Vinni málari (Bjötgvin E. Guðmundsson) tók myndina og lánaði Faxa hana til birtingar. Rfliaður nokkur kvæntist og nokkrum dögum eftir brúðkaupið kom umboðs- maður fyrir líftryggingafélag til hans. Umboðsmaðurinn óskaði honum til hamingju ogsvo sagði hann: — Fyrst að þú ert kvæntur, hlýtur þú að þurfa að líftryggja þig- — O, nei, svaraði sá nýgifti. — Hún er ekki svo hættuleg. irskir barþjónar fara léttilega með reglur áfeng- islöggjafarinnar um opnunar- tíma. Sú saga er sögð, að þegar viðskiptavinur kom að morgni inn á krá nokkra, varhonum til- kynnt, að ekki væri opnað fyrr, en kl. 11, eins og siður er þar í landi. — Allt í lagi, sagði gesturinn, ég ætla að bíða. — Jæja, sagði barþjónninn, hvað ætlarðu að fá á meðan þú bíður. Uar þetta ný mjólk? —- Hvort hún er. Fyrir þremur klukkustundum síðan var hún gras. Opinber starfs- maður sem segir frá nokkru sem leynt á að fara oghann hef- ur fengið vitneskju um í starfi sínu, eða varðar embætti hans og sýslan, skal sæta varðhaldi eða fangelsi allt að einu ári. Þagnarskylda gildir eftir að lát- ið hefur verið af starfi. Penta-Diesel vél. Máni var fram- byggður bátur, (Mbl. 15. maí 1965: „TVeir menn hætt komnir“). V/b Hilmir sekkur út af Eldey Þegar v.b. Hilmir KE 18, var á handfæraveiöum að kvöldi þriðju- dagsins 17. ágúst 1965, kom mikill leki að bátnum, er hann var staddur sjö sjómílur norður af Eldey. Hilmir fór á veiðar frá Keflavik, mánudaginn 16. ágúst og um kl. 10.45, að kvöldi þess 17., slokkn- uðu Ijós bátsins. Sáu skipverjar þá að sjór var kominn í vélarrúm. Reyndu þeir að dæla sjónum úr bátnum og einnig að ausa, en ekk- ert hafðist undan. Hilmi var þá snú- ið til lands og um leið hafði skip- stjóri samband við nærstadda báta. Um kl. 11.40 fyrir miðnætti, var Hilmir yfirgefinn, og fór sex manna áhöfn hans í gúmbát. Fimm mínút- um seinna sökk Hilmir. Skipsmenn skutu nú upp neyðarblysum frá gúmbátnum og um klukkustundu siðar, var þeim bjargað yfir I v.b. Freyju. Er Hilmir sökk var hægur vindur af norðaustan, fjögur til fimm vindstig. Freyja kom til Sandgerðis með mennina um kl. þrjú aðfaranótt 18. ágúst. Skipstjóri og eigandi Hilmis var Baldur Júlíusson í Keflavík. Hann veitir nú (1986) forstöðu Bifreiða- eftirliti ríkisins á Suðurnesjum. Hilmir var gamall bátur, hét áður Guðfinnur GK 132, eign Guðfinns- bræðra í Keflavík. (Vísir 18. ágúst 1965: „Lítill Kefla- víkurbátur sökk í nótt“. Mbl. 19. ágúst 1965: ,,Vélbáturinn Hilmir frá Keflavík sökk í fyrri- nótt“). 1965 M/s Eldey sekkur út af Dalatanga Rétt fyrir klukkan níu, að kvöldi föstudagsins, 22. október 1965, var m.a. Eldey KE 37, að síldveiðum SA af A frá Dalatanga. Fengu skip- verjar þá mjög gott kast í nótina og voru að háfa þegar sjór gekk skyndilega yfir stjórnborðshlið bátsins. Fór sjórinn inn á þilfarið, ofan í lest og inn í íbúðir undir þilj- um. Um leið og þetta gerist setti skipstjóri á fulla ferð og tókst að losa skipið frá þungri nótinni, sem hékk við skipssíðuna. Reyndi siðan að keyra skipið upp til að rétta skip- ið, en það bar ekki árangur. Kom strax mikil slagsíða á Eldey og var nú kallað á aðstoð nærstaddra skipa, en þau voru mörg á þessum slóðum, flest á síldveiðum. Dreif nú að á milli sautján og tuttugu skip. Lýstu þau upp svæðið með Ijós- kösturum og dældu olíu í sjóinn, til að lægja öldugang við síður Eldeyj- ar. En þó aðeins væri þrjú vindstig varsjór mjög þungur. Áhöfn Eldeyj- ar fór nú yfir í Brimi KE, en skömmu síðar fóru þrír menn úr áhöfn Eld- eyjar yfir í hinn sökkvandi bát, til að rétta hann við. Var nú enn reynt að sigla Eldey uppi til að rétta hana við, ennfremur var dælt á milli tanka í skipinu og þannig reynt að jafna vatni og oliu, sem í skipinu var. En ekki þar það árangur. Seint að kvöldi þessa dags, 22. október, Kom síldarflutningaskipið Sildin á staðinn. Síldin var tankskip og hafði kraftmiklar dælur um borð. Var ætl- FRAMHALD Á BLS. 138 M/h Hilmir KE 18. 134 FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.