Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 4
I
tfugleiöingar vegna 20 ára afmælis
björgunarsveitarinnar STAKKUR
Aödragandi, stofnun og
starfsemi fyrstu 9 árin
Saman hefur tekiö, Garöar Sigurösson
Á árunum 1965-6 og 7 voru
óbyggðaferðir stundaðar af miklum
áhuga af nokkrum ferðafélögum á
Suðumesjum. í ferðum þessum
kom oft í ljós þöríin fyrir aukna
þekkingu á alhliða ferðamennsku,
svo sem skyndihjálp, meðferð átta-
vita og fleira sem að gagni getur
komið bæði heima og heiman. Var
gripið til þess ráðs, að fá Helga S.
Jónsson heitinn, sem var einn í
okkar hópi, til þess að kenna okkur
undirstöðuatriðin í skyndihjálp og
meðferð korta og áttavita. Félagam-
ir mættu á skrifstofu Helga, sem þá
var heilbrigðisfulltrúi Keflavíkur-
bæjar, en skrifstofu sína kallaði
Helgi aldrei annað en ,,rottu og
pöddumálaráðuneytið", eitt kvöld í
viku yfir vetrartímann og numu
ffæði þessi af Helga. Oft barst það í
tal að engin björgunarsveit væri
starfandi á Suðumesjum á þessum
ámm og hvort ekki væri athugandi
að þessi hópur beitti sér fyrir stofn-
un slíkrar sveitar í Keflavík. Smám
saman varð umræðan um þetta
sterkari uns ákveðið var að láta til
skarar skríða og hefja undirbúning
að stofnun slíkrar sveitar. Var í því
sambandi leitað við Slysavamafé-
lags íslands og skátafélaganna í
Keflavík og Njarðvík. Enginn okkar
hafði starfað í björgunar eða hjálp-
arsveit eða var slíkum störfum
kunnugur og var því ákveðið að fá
Slysavamarfélag Islands og Hjálp-
arsveitir skáta til að ffæða okkur um
starfsemi þeirra og var þeirri mála-
leitan tekið mjög vinsamlega.
Hannes Hafstein, fulltrúi Slysa-
vamafélagsins heimsótti okkur og
ffæddi okkur um skipulag og starfs-
hætti þeirra samtaka. Gaf hann fyr-
irheit um allan stuðning þeirra við
hina fyrirhuguðu sveit og lagði
mikla áherslu á að hún gerðist aðili
að Slysavamafélaginu. Ekki töldum
við okkur fært að gefa nein fyrirheit
um slíkt. Síðan fengum við heim-
sókn ffá Hjálparsveitum skáta í
Hafnarfirði og Reykjavík ásamt
Flugbjörgunarsveitinni. Fræddu
þeir okkur um margt, sem að gagni
mátti koma fyrir okkur í uppbygg-
ingu okkar félags. Eftir nokkrar
umræður var tekin sú ákvörðun að
stofna sjálfstæða björgunarsveit
sem stæði utan allra heildarsam-
taka. Var ákvörðun þessi tekin aðal-
lega vegna þeirrar miklu togstreitu
sem virtist ríkja milli hinna þriggja
björgunaraðila sem þegar vom
starfandi í landinu og bar mikið á
BJÖRGUNARSVEITIN
STAKKUR
sendir Sudurnesjabúum og öðrum velunnurum
sínum bestu sumarkveðjur.
i
Jafnframt þökkum við gott samstarf og stuðning a
tuttugu ára starfsferli sveitarinnar.
Stakkur
92 FAXI