Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 19
átarsfólk Bœjar- og hérdasbókasafns Keflavíkur. Aftari röð: HilmarJónsson, KornelíalngólfsdóttirogJakobína
Ólafsdóttir. Fyrir framan sitja Erla Helgadóttir og Fjóla Jóhannesdóttir.
Framlag Keflavfkurbæjar var þá 130 þús.kr.
Framlag sýslunnar 20 þús.kr.
Framlag ríkisins 37 þús.kr.
Tfekjur af útlánum voru 4 þús.kr.
Bæjarstjóm Keflavíkur var stofnuninni velviljuð
og fljótt var ráðist í stór bókakaup þar sem var
einkasafn Guðmundar Davíðssonar, fyrrverandi
þjóðgarðsvarðar á l>ingvöllum. Þar eignuðumst við
bæði vinsælar útlánsbækur, tímarit og verðmikil
fágæti. Þessari stefnu hefur síðan ætíð verið fylgt.
Við eigum í dag mikið og gott tímaritasafn komið
frá Helga Tfyggvasyni, Guðmundi Davíðssyni og á
síðustu ámm frá Haraldi Ágústssyni og ileimm.
Þá er hér að finna eitt stærsta úrval erlendra skáld-
rita á almenningssafni utan Reykjavíkur. Stofninn
að því er kominn úr einkasafni Kristmanns Guð-
mundssonar rithöfundar, keyptu 1964.
Til að gefa til kynna breytinguna á bókakostinum
þá var eign safnsins við opnun rúm 1.600 bindi en
í dag um 34.000 bindi.
Allan þennan tíma hefur safnið búið við þröngan
húsakost. Frá 1958 til 1974 var safnið í 101 fer-
metra húsnæði Bamaskólans við Sólvallagötu.
1973 voru fest kaup á núverandi húsi, Mánagötu 7,
þriggja hæða einbýlishúsi ca. 360 fermetra og
hingað flutti safnið í október 1974. Nú búum við
hér í öllum rangölum þessa húss og höfum á leigu
jarðhæð á Mánagötu 9 fyrir geymslu en sú leiga
rennur út eftir tvö ár við mikinn íognuð eigandans.
I sumar var safnið málað að innan og næsta sumar
verður það málað að utan.
Af framtíðaráætlun eigenda um húsnæði fara litl-
ar sögur. Mörg em bréfin sem stjóm safnsins hefur
sent frá sér um málið en fá svör borist til baka. I
fyrra var í blöðum sagt frá sameiginlegum fundi
bæjarráðs Keflavíkur og Njarðvíkur þar sem bóka-
safnsmál bárust í tal. Kannski verður það tal tekið
upp að nýju og ný samþykkt gerð þegar
sameiginleg íþrótta- og skautahöll verður risin
íyrir svæðið.
Stofnun eins og þessi verður að fylgjast með tím-
anum. Hvorki fjárskortur né þrengsli geta afsakað
aðgerðarleysi. Fjölgun íjölmiðla og vídeóvæðing í
heimahúsum og sjónvarpsstöðvum veldur því að
bóklestur og bókakaup fara ört minnkandi með
þjóðinni. Því til sönnunar em útlánatölur.
Um tíma vom útlán komin yftr 67 þús. eintök. Á
síðastliðnu ári vom þau komin í 43 þús. Sem svar
við þessari þróun höfum við aukið þjónustu við
ýmsar stofnanir bæjarins og svæðisins. I dag för-
um við þrisvar í viku á sjúkrahúsið og bjóðum
sjúklingum bækur. Það sama gemm við við aldr-
aða, þegar umsjónarfólk þess kallar.
Útlán í báta og togara hafa verið talsverð og minni
söfn geta ef þau óska, fengið bókakassa og sömu-
leiðis skólar. Allgott úrklippusafn um Suðumes er
til í geymslum okkar og stundum lánað úr því í
skóla. En síðast en ekki síst höfum við hafið útlán
á plötum, geisladiskum og myndböndum og feng-
ið þokkalegar undirtektir. Á síðari ámm hefur að-
stoð við nemendur, einkum nemendur Fjölbrauta-
skólans, verið stór og sívaxandi þáttur í störfum
okkar og ég dreg í efa, að skólinn gæti sinnt hlut-
verki sínu, ef okkar nyti ekki við.
Tölvuvæðing almenningsbókasafna hefur lengi
verið á dagskrá. í haust ákváðum við Jakobína
Ólafsdóttir bókasafnsfræðingur að fylgja fordæmi
Kópavogs, kaupa af þeim skráningarbækur og
diskettur. Við gemm ráð fyrir að hefja skráningu
sjálf í maí, þegar hægt verður að tengja okkur móð-
urtölvunni á Hafnargötunni. Annar undirbúning-
ur fyrir tölvuskráningu er í fullum gangi.
Annað veiftð hefur safnið gengist fyrir bók-
menntakynningum og upplestmm. Ein slík verður
nú haldin á menningarvöku Suðumesja og fer
fram annan í páskum í Vogum og fjallar eingöngu
um Jón Dan rithöfund og verk hans.
Örfá orö um mannahald. Ég hef verið starfsmað-
ur þessarar stofnunar frá upphafi. Annar starfs-
maður María Guðleifsdóttir hefur starfað hér í 22
ár við ræstingar. Nú em starfandi 5 bókaverðir í
3,7 starfsgildum. 1 síðustu samningum vom laun
hækkuð nokkuð hjá starfsfólkinu. Það vekur vonir
um áframhaldandi vinnu þess hér en vegur stofn-
unarinnar er mikið kominn undir hæfni og reynslu
starfsfólksins.
Ég vil ljúka máli mínu með þakklæti til allra sem
stuðlað hafa að vexti og viðgang Bæjar- og héraðs-
bókasafnsins í Keflavík í þau þrjátíu ár, sem það
hefur starfað.
Hilmar Jónsson
Nokkrar staðreyndir
um Bœjar- og héraðsbókasafhið í Keflavík
Fyrstu stjórn skipuðu: Hermann Eiríksson, skólastjóri, formadur, Jón Tómasson
símstöðvarstjóri, Ingvar Guðmundsson kennari allir frá Keflavík. Frá Gullbringusýslu:
Einar Kr. Einarsson skólastjóri í Grindavík og séra Guðmundur Guðmundsson,
sóknarpresstur Útskálum.
Núverandi stjórn: Guðrún Eyjólfsdóttir, skólabókavörður, formaður, María G. Jónsdóttir
húsfreyja, Guðbjörg Ingimundardóttir kennari og Ögmundur Guðmundsson fulltrúi — frá
Keflavtk. Frá Gullbringusýslu: Guðrún Jónsdótdr, skólabókavörður, Garði.
Eign Framl Framl. Framl. Útlán Les-
bæjar sýslu ríkis stofa
1961 6.300 126 þús 21.6 þús 41.3 þús 16.668 + 7.700
1964 8.760 255 — 41.0 — 127.5 — 18.143 + 4.802
1965 10.400 250 — 43.0 — 131.2 — 18.086 + 5.340
1967 13.100 360 — 45.0 — 137.6 — 16.721 + 5.300
1969 14.400 466.6 — 49.0 — 138.2 — 22.117 + 8.000
1973 18.000 2.256 — 100.0 — 189.0 — 33.137
1974 19.205 2.880 - 100.0 — 213.0 — 38.554
1975 20.334 5.218 — 200.0 — 241.0 — 51.251 + 100
1978 24.100 17.800 — 250.0 — 0.0 — 67.143 + 1.410
1980 26.482 21.221 — 860.0 — 0.0 — 67.015 + 2.010
1982 28.212 943.970 31.438 0.0 — 63.103 + 2.800
Afnota
gjöld
1984 30.200 2.280 þús 75.600 þús 121.0 þús 67.676
1986 32.500 4.100 — 130.0 — 250.0 — 53.234 + 2.000
Keyptar bækur og tímarit 1986 kr. 1.8 millj.
FAXI 107