Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 19

Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 19
átarsfólk Bœjar- og hérdasbókasafns Keflavíkur. Aftari röð: HilmarJónsson, KornelíalngólfsdóttirogJakobína Ólafsdóttir. Fyrir framan sitja Erla Helgadóttir og Fjóla Jóhannesdóttir. Framlag Keflavfkurbæjar var þá 130 þús.kr. Framlag sýslunnar 20 þús.kr. Framlag ríkisins 37 þús.kr. Tfekjur af útlánum voru 4 þús.kr. Bæjarstjóm Keflavíkur var stofnuninni velviljuð og fljótt var ráðist í stór bókakaup þar sem var einkasafn Guðmundar Davíðssonar, fyrrverandi þjóðgarðsvarðar á l>ingvöllum. Þar eignuðumst við bæði vinsælar útlánsbækur, tímarit og verðmikil fágæti. Þessari stefnu hefur síðan ætíð verið fylgt. Við eigum í dag mikið og gott tímaritasafn komið frá Helga Tfyggvasyni, Guðmundi Davíðssyni og á síðustu ámm frá Haraldi Ágústssyni og ileimm. Þá er hér að finna eitt stærsta úrval erlendra skáld- rita á almenningssafni utan Reykjavíkur. Stofninn að því er kominn úr einkasafni Kristmanns Guð- mundssonar rithöfundar, keyptu 1964. Til að gefa til kynna breytinguna á bókakostinum þá var eign safnsins við opnun rúm 1.600 bindi en í dag um 34.000 bindi. Allan þennan tíma hefur safnið búið við þröngan húsakost. Frá 1958 til 1974 var safnið í 101 fer- metra húsnæði Bamaskólans við Sólvallagötu. 1973 voru fest kaup á núverandi húsi, Mánagötu 7, þriggja hæða einbýlishúsi ca. 360 fermetra og hingað flutti safnið í október 1974. Nú búum við hér í öllum rangölum þessa húss og höfum á leigu jarðhæð á Mánagötu 9 fyrir geymslu en sú leiga rennur út eftir tvö ár við mikinn íognuð eigandans. I sumar var safnið málað að innan og næsta sumar verður það málað að utan. Af framtíðaráætlun eigenda um húsnæði fara litl- ar sögur. Mörg em bréfin sem stjóm safnsins hefur sent frá sér um málið en fá svör borist til baka. I fyrra var í blöðum sagt frá sameiginlegum fundi bæjarráðs Keflavíkur og Njarðvíkur þar sem bóka- safnsmál bárust í tal. Kannski verður það tal tekið upp að nýju og ný samþykkt gerð þegar sameiginleg íþrótta- og skautahöll verður risin íyrir svæðið. Stofnun eins og þessi verður að fylgjast með tím- anum. Hvorki fjárskortur né þrengsli geta afsakað aðgerðarleysi. Fjölgun íjölmiðla og vídeóvæðing í heimahúsum og sjónvarpsstöðvum veldur því að bóklestur og bókakaup fara ört minnkandi með þjóðinni. Því til sönnunar em útlánatölur. Um tíma vom útlán komin yftr 67 þús. eintök. Á síðastliðnu ári vom þau komin í 43 þús. Sem svar við þessari þróun höfum við aukið þjónustu við ýmsar stofnanir bæjarins og svæðisins. I dag för- um við þrisvar í viku á sjúkrahúsið og bjóðum sjúklingum bækur. Það sama gemm við við aldr- aða, þegar umsjónarfólk þess kallar. Útlán í báta og togara hafa verið talsverð og minni söfn geta ef þau óska, fengið bókakassa og sömu- leiðis skólar. Allgott úrklippusafn um Suðumes er til í geymslum okkar og stundum lánað úr því í skóla. En síðast en ekki síst höfum við hafið útlán á plötum, geisladiskum og myndböndum og feng- ið þokkalegar undirtektir. Á síðari ámm hefur að- stoð við nemendur, einkum nemendur Fjölbrauta- skólans, verið stór og sívaxandi þáttur í störfum okkar og ég dreg í efa, að skólinn gæti sinnt hlut- verki sínu, ef okkar nyti ekki við. Tölvuvæðing almenningsbókasafna hefur lengi verið á dagskrá. í haust ákváðum við Jakobína Ólafsdóttir bókasafnsfræðingur að fylgja fordæmi Kópavogs, kaupa af þeim skráningarbækur og diskettur. Við gemm ráð fyrir að hefja skráningu sjálf í maí, þegar hægt verður að tengja okkur móð- urtölvunni á Hafnargötunni. Annar undirbúning- ur fyrir tölvuskráningu er í fullum gangi. Annað veiftð hefur safnið gengist fyrir bók- menntakynningum og upplestmm. Ein slík verður nú haldin á menningarvöku Suðumesja og fer fram annan í páskum í Vogum og fjallar eingöngu um Jón Dan rithöfund og verk hans. Örfá orö um mannahald. Ég hef verið starfsmað- ur þessarar stofnunar frá upphafi. Annar starfs- maður María Guðleifsdóttir hefur starfað hér í 22 ár við ræstingar. Nú em starfandi 5 bókaverðir í 3,7 starfsgildum. 1 síðustu samningum vom laun hækkuð nokkuð hjá starfsfólkinu. Það vekur vonir um áframhaldandi vinnu þess hér en vegur stofn- unarinnar er mikið kominn undir hæfni og reynslu starfsfólksins. Ég vil ljúka máli mínu með þakklæti til allra sem stuðlað hafa að vexti og viðgang Bæjar- og héraðs- bókasafnsins í Keflavík í þau þrjátíu ár, sem það hefur starfað. Hilmar Jónsson Nokkrar staðreyndir um Bœjar- og héraðsbókasafhið í Keflavík Fyrstu stjórn skipuðu: Hermann Eiríksson, skólastjóri, formadur, Jón Tómasson símstöðvarstjóri, Ingvar Guðmundsson kennari allir frá Keflavík. Frá Gullbringusýslu: Einar Kr. Einarsson skólastjóri í Grindavík og séra Guðmundur Guðmundsson, sóknarpresstur Útskálum. Núverandi stjórn: Guðrún Eyjólfsdóttir, skólabókavörður, formaður, María G. Jónsdóttir húsfreyja, Guðbjörg Ingimundardóttir kennari og Ögmundur Guðmundsson fulltrúi — frá Keflavtk. Frá Gullbringusýslu: Guðrún Jónsdótdr, skólabókavörður, Garði. Eign Framl Framl. Framl. Útlán Les- bæjar sýslu ríkis stofa 1961 6.300 126 þús 21.6 þús 41.3 þús 16.668 + 7.700 1964 8.760 255 — 41.0 — 127.5 — 18.143 + 4.802 1965 10.400 250 — 43.0 — 131.2 — 18.086 + 5.340 1967 13.100 360 — 45.0 — 137.6 — 16.721 + 5.300 1969 14.400 466.6 — 49.0 — 138.2 — 22.117 + 8.000 1973 18.000 2.256 — 100.0 — 189.0 — 33.137 1974 19.205 2.880 - 100.0 — 213.0 — 38.554 1975 20.334 5.218 — 200.0 — 241.0 — 51.251 + 100 1978 24.100 17.800 — 250.0 — 0.0 — 67.143 + 1.410 1980 26.482 21.221 — 860.0 — 0.0 — 67.015 + 2.010 1982 28.212 943.970 31.438 0.0 — 63.103 + 2.800 Afnota gjöld 1984 30.200 2.280 þús 75.600 þús 121.0 þús 67.676 1986 32.500 4.100 — 130.0 — 250.0 — 53.234 + 2.000 Keyptar bækur og tímarit 1986 kr. 1.8 millj. FAXI 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.