Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 9
ágæta gistiaðstöðu, þó ekki yrði
mikið um svefn. Vinnan var erfið,
enda lítið um hjálpartæki, en
vinnuáhuginn var það mikill, að
menn hreinlega máttu ekki vera að
því að verða þreyttir og ótrúlegt
hvað úthaldið var mikið.
Lítillega urðum við varir andúðar
sumra Vestmannaeyinga á okkur
fyrir það að við skyldum vera að
bjarga fjandans fiskinum í stað þess
að hjálpa þeim við búslóðaflutn-
ingana. Ekki veit ég hversu mikium
verðmætum okkur tókst að bjarga í
saltfiski, en okkur var tjáð, að það.
skipti nokkrum tugum milljóna.
Erfitt reyndist að fá far til lands að
loknu starfi, en loks tókst þó að
komast með einu skipa Eimskipa-
Áður en Björgunarsveitin Stakkur
var stofnuð hafði starfað hér í Kefla-
vík deild SVFI, sem sá um og vann
með fluglínu björgunartæki félags-
ins. Starfsemi þessarar deildar var
búinn að vera í lægð nokkur undan-
farin ár og erfitt að fá menn tif þess
að sinna þessum störfum. Ekki
þekki ég sögu þess til hlítar en hafði
þó fyrir nokkrum árum kynnst lítil-
lega starfsemi hennar m.a. verið
með þeim á æfingum þar sem faðir
minn hafði það verkefni að sjá um
línubyssu og nota hana, enda búinn
að vera viðriðinn slík störf áður, var
m.a. einn af þeim sem tóku þátt í
björgun manna úr togara við bæinn
Hraun í Grindavík, þar sem flug-
línutæki voru notuð í fyrsta sinn hér
á landi.
Þegar Björgunarsveitin Stakkur
var stofnuð var farið þess á leit við
hana að hún tæki að sér það verk-
efni sem deild SVFÍ hafði haft áður
og var það samþykkt með því skil-
yrði þó að sveitin væri ekki innan
deilda SVFÍ.
Fyrsta verkið var að kanna ástand
tækja og búnaðar en hann hafði
þegar hér var komið sögu legið all-
lengi ónotaður í húsi SVFI sem stóð
hér inn við gömlu lifrarbræðsluna.
Aðkoman var heldur bágborin,
kaðlar famir að fúna, blakkir stirð-
ar og fastar, björgunarstóll lélegur
og svo framvegis. Menn gengu í það
að þrífa tækin upp og endumýja
það sem ónýtt var og koma tækjum
í það form að þau væm nothæf.
Þá var næst að kenna mönnum
uppsetningu tækjanna og raða þeim
í þær stöður sem hver átti að gegna
þegar unnið væri að björgun úr
strandi. í fyrstu var æft innanhúss
og var notuð til þess allstór mjöl-
skemma frá Fiskiðjunni í Keflavík.
Þar vom tækin sett upp og sýnt
hvemig þau virkuðu. Næsta skref
félagsins, sem þá þegar var orðið
yfirfullt, enda var plássið sem við
fengum á stálgólfinu framan við dyr
vélarúmsins. Það vom þreyttir en
ánægðir menn sem loks stigu á
landi í Reykjavík — þreyttir eftir
erfiða líkamlega vinnu, en ánægðir
yfir að hafa orðið að liði.
Votviðri í Þórsmörk
Gönguæfingar vom talsvert
stundaðar. Menn hafði lengi dreymt
um að ganga í Þórsmörk yfir Fimm-
vörðuháls. Nú var loks ákveðið að
gera þann draum að vemleika.
Menn voru lítt kunnugir hálsin-
um. Ég hafði þó einu sinni gengið
hann í hópi og villst. Þótti ég því
var að leita sér betri leiðbeininga og
var haft samband við formann
S.V.D. Eldey í Höfnum sem tók okk-
ur vel og var með okkur á fyrstu æf-
ingu þar sem aðstæður vom svipað-
Ingi Þór Geirsson.
ar og um raunvemlega björgun úr
strönduðu skipi væri að ræða. Á
þessari æftngu var línubyssan not-
uð í fyrsta sinn.
Jón Borgarson fbrmaður SVD Eld-
eyjar miðlaði okkur svo af sinni
reynslu en eins og kunnugt er hefir
deildin oft komið við sögu er skip
strönduðu á þeim slóðum. Eftir
þetta héldum við æfingum áfram
æfðum m.a. sameiginlega með
björgunarsveitum úr nágranna-
byggðalögum. Annað verkefni sem
sveitin hafði og sem tilheyrði sjó-
björgun var að ganga fjörur þegar
slys varð á sjó og leita þurfti að ein-
hverri vísbendingu eða öðm sem
ræki á land. Var þá yfirleitt um fleiri
sveitir að ræða og strandlengjunni
skipt niður þannig að hver sveit leit-
Bjöm Stefánsson.
aði ákveðið svæði. Björgunarsveitin
Stakkur hafði um þessar mundir
aðsetur í nýbyggðri slökkvistöð í
Keflavík og var nú unnið að því að
koma björgunartækjunum fyrir á
þessum stað. Tækjunum var komið
fyrir í vagni sem síðan var festur
aftaní bifreið sveitarinnar þannig að
fljótlega varð að grípa til tækjanna
og koma þeim á þann stað sem
þeirra var þörf. Þann tíma sem ég
starfaði í sveitinni kom aðeins einu
sinni fyrir að nota þurfti tækin við
björgun manna úr strönduðum bát.
Þetta skeði þannig að vélbáturinn
Þemey var að koma til hafnar í
Keflavík er eitthvað fór úrskeiðis
þannig að bátinn rak stjómlaust
upp í kletta norðan við lifrar-
bræðsluna. Veður var austan
strekkingsvindur og lét báturinn
ffekar illa, vallt til og ffá. Björgun-
arsveitin Stakkur var kölluð út þar
sem menn komust ekki í land af
sjálfsdáðum. Vel gekk að ná mönn-
um út og var farið með björgunar-
tækin á staðinn en stutt var að fara.
Þegar óhappið gerðist var komið
kvöld en þrátt fyrir náttmyrkur
gekk vel að koma tækjunum fyrir og
vom skipverjar dregnir í land í
björgunarstól einn af öðmm og
komust allir í land heilir heilsu. Það
má þó segja að sú vinna sem lögð
var í æfingar og annað hafi skilað
sér þetta kvöld.
Því miður gat ég ekki starfað með
sveitinni nema nokkur fyrstu árin
og er ég því ekki nógu kunnugur
áframhaldandi starfi á þessum
þætti sveitarinnar en hún hefur
unnið að fleiri málum svo sem leit
að týndum mönnum á landi og fl.
Þetta sem hér er ritað um em aðeins
fyrstu skrefin í þessari starfsemi en
svo koma nýir menn með framhald-
ið.
Ingiþór Geirsson
sjálfkjörinn fararstjóri þar eð ég
væri sá eini sem nokkuð ömgglega
vissi hvar ekki ætti að fara.
Lagt var af stað til Skóga föstudag-
inn 11. ágúst 1972 og gist þar um
nóttina. Morguninn eftir var svo ek-
ið áleiðis að Fimmvörðuhálsi og
tókst að komast á bflum langleiðina
að honum. Sfðan var tekið til fót-
anna og hálsinn klifinn. Eftir án-
ingu í skálanum lögðu menn gal-
vaskir upp í stólparoki og snjóhragl-
anda. Það var þó okkar heppni að
vindurinn stóð á réttan enda, svo að
á stundum nánast flugum við áfram
og brekkur reyndust okkur enginn
farartálmi. Þegar við nálguðumst
Þórsmörk og höfðum klöngrast yfir
Heljarkamb, var rokið svo mikið á
Morinsheiði, að við gátum legið lá-
réttir í loftinu út yfir heiðarbrúnina.
Þegar við nálguðumst jafnsléttur,
var einnig byrjað að rigna. Við vor-
um þó ekki famir að vökna að ráði,
er bflamir tóku okkur upp og fluttu
okkur yfir Krossá í Skagfjörðsskála
í Langadal, þar sem gista átti næstu
nótt. Þangað var þá komið talsvert
af fólki bæði jeppadellufólk og hóp-
ur á vegum Ferðafélag íslands.
Enn jókst rigningin og rokið, og
veðrið var orðið þannig að tæpast
var fært út fyrir dymar til að létta á
sér. Maður varð þannig til reika, að
betra hefði verið að sleppa því innan
dyra og innan buxna.
Ferðafélagsmenn höfðu lagt undir
sig salinn niðri en við hin vomm á
loftinu. Er við litum inn hjá þeim í
neðra, vom þeir orðnir heldur
þungir á svip og leiðir en fararstjór-
ar höfðu ekki uppi neina tilburði til
að létta mönnum skapið. Varð úr, að
við buðum til kvöldvöku og
skemmtu menn sér við söng, gam-
anmál og leiki fram á nótt.
Bætst höfðu í hópinn ferðamenn
úr einum jeppa frá Keflavík, en bfll
þeirra hafði reynst eitthvað vangæf-
ur og vatnsfælinn og var því ekki
treyst í dýpsta álinn, heldur skilinn
eftir á allhárri eyri og bflverjar ferj-
aðir í land á öðmm bflum og traust-
ari.
Þegar við vöknuðum á sunnu-
dagsmorgninum, var aðeins ein eyri
sjáanleg upp úr vatnsflaumnum,
svo langt sem augað eygði, einmitt
sú eyri sem jeppinn stóð á, en vatnið
var þó byrjað að sleikja eitt hjól
hans. Var þegar drifið í að reyna að
ná honum á land og tókst að brjótast
út í hann og ná honum með því að
binda saman nokkra bfla og keyra
þann fyrsta á fullu út í flauminn,
þar til hann festist skammt frá jepp-
anum og nota síðan hina til að draga
báða upp.
Nokkm síðar var svo eyrin að
fullu horfin og þegar líða tók á dag-
inn var straumurinn orðinn svo
stríður, að ekki var unnt að vaða
dýpra en í miðja kálfa þá flutu menn
STAKKUR OG SVFÍ
FAXI 97