Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 22

Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 22
Björn Stefánsson ANNÁLAR Á fyrstu árshátíð Stakks árið 1969 var myndasýning úr starfinu, með tilheyrandi annál, í léttum dúr. Þessu var haldið áfram langt árabil, og þóttu myndskreyttir annálar nánast ómissandi þáttur í árlegum hátíðahöldum. Nokkuð var sneytt að ýmsum sveitar- mönnum í þessum þáttum og máske í einstöku tilfellum örlítið hallað réttu máli eða kannske frekar, að myndir og mál voru löguð hvort að öðru og þá ekki ætíð í réttri tímaröð. Fyrir kom að lítið var af hentugum myndum og var þá gripið til þess örþrifaráðs að flytja myndalausa annála. Þar eð einn þeirra lýsir að nokkru húsnæðismála- sögu Stakks, læt ég hann fylgja hér á eftir, ef hann mætti verða einhverjum til skemmtunar eða fróðleiks: Árshátíð Stakks 2. desember 1972. Þá erum við nú enn einu sinni saman komin til að fagna nýju ári í sögu Stakks undir röggsamlegri stjóm skemmtinefndarinnar, sem að þessu sinni er skipuð þeim Ragga bakara og skipstjóranum á Súðinni sálugu. Skemmtinefndin hafði ein- róma samþykkt, að formaður sveit- arinnar flytti hér annál ársins, en þar eð hann forfallaðist á síðustu stundu, var mér falið að flytja fyrir hann annálinn. Ég bið ykkur að virða mér til betri vegar, þótt flutn- ingnum verði í einhverju ábótavant, en þið, sem þekkið formanninn svo vel, vitið líka hvemig er að lesa skriftina hans - en nú hefst pistill- inn. Hugmyndin var að hafa hér hefð- bundna myndasýningu, en þar eð ljósmyndarinn var næstum búinn að hengja sig í filmunni síðast, var fallið frá þeirri hugmynd og ákveðið að hafa að þessu sinni myndlausa myndasýningu. Starfsárið hófst með fjölbreyttri og vel heppnaðri árshátíð — enda var hún HÖNNUÐ af þrautþjálfaðri skemmtinefnd. Þó skyggði eitt á gleðina: 15 krónu tap varð á árshátíðinni. í desember var komið upp flugeldasölu á þrem stöðum í bænum. Gekk hún af- bragðsvel, enda undir góðri stjóm. Ekki varð þó hjá því komist að ein- hver afgangur yrði af vömnum. Skyldi afgangurinn notaður til að freista þess að skjóta Leifa rafvirkja á braut umhverfis jörðu á þrettánd- anum. Fór athöfnin fram á knatt- spymuvellinum í Keflavík. Ekki tókst þó betur til en svo, að geimfar- ið lyftist lítt frá jörðu, en lenti óverj- andi í bláhomið á marki Keflvík- inga - en ein eldflaugin laumaðist niður í hálsmál aðal skyttunnar og olli þar lítilsháttar usla. Nokkrar æfingar vom haldnar og þóttu tak- ast vel. Var t.d. haldin 90° göngu- æfing og leitaræfmg, þar sem falin var dúkka. Klofuðu leitarflokkar á landi yfir hana, án þess að finna hana, en hún fannst að lokum frá sjó. — Eftir að fréttist að slökkviliðið hyggðist gefa bænum slökkvibifreið — til að koma okkar bíl út úr slökkvistöðinni — var skipuð hús- nefnd. Skyldi hún leggja fram til- lögur um hentuga lausn á hús- næðismálum sveitarinnar. Nefndin rakst fljótlega á gamalt fiskhús, er hún taldi henta vel, en sú hugmynd rann út í sandinn er fjáröflunar- nefnd komst í spilið og vildi láta húsnefnd stunda þar fiskverkun til öflunar íjár. - Sveitinni barst á ár- inu fé að gjöf til kaupa á froskköf- unarútbúnaði. Var ákveðið að ávaxta upphæðina um skeið í banka, en kaupa til að byrja með að- eins blýlóð og hengja á Áma og henda honum útbyrðis án annars útbúnaðar. — 1 mars var haldinn að- alfundur, sem áður hafði verið frest- að af óviðráðanlegum orsökum. Kosinn var nýr maður í stjóm í stað Herberts. Hefur hann nú þegar af mikilli elju unnið sig upp í varafor- manns embættið — og hugsar hærra. Heimir, fyrrverandi gjald- keri, baðst einnig undan endur- kosningu. Var í hans stað fenginn í embættið atvinnugjaldkeri úr Njarðvík. - Þá var í mars einnig far- in Þórsmerkurför á vegum sveitar- innar. Þar skeði sá hryggilegi at- burður að Súðin strandaði og sökk í Markarfljóti. Mannbjörg varð. Tfekist hefur að selja flakið til niður- rifs. Á meðan skipstjórinn bíður eft- ir nýrri fleytu, sem verið er að smíða í USA, hugðist hann fá sér hest til að létta sér sporin. Var hann búinn að semja um kaupin við bónda nokk- um en þegar hann fór fram á að fá annan með í varastykki, rifti bóndi kaupunum. Þá komu fram í Þórsmerkurförinni sérstakir hæfi- leikar einstakra þátttakenda í líf- fræði og líffærarannsóknum - og jafnvel líffæraflutningum við erfið- ustuðu aðstæður. Er líða tók á vorið, mmskaði fjáröfiunarnefnd og kom á stað sjúkrapokasölu. Tókst hún vel, með því að fá utansveitarfólk til sölunnar. - Gert var tilboð í hús- eignina Suðurgötu 8, en Sparisjóð- urinn hafði auglýst eftir tilboðum. — Blóðsöfnun fór fram á árinu. Einn sveitarmaður kom tvisvar og lét tappa af báðum handleggjum, afþví að hjúkmnarkonan var svo falleg. Þegar hann kom svo í þriðja skiptið og hugðist láta tappa af fleiri útlim- um var honum hent út. Nú er orðið til siðs að halda upp á merkisafmæli upp um öll öræfi. - Meðal annars var haldið upp á fimmtugsafmæli merks borgara og félaga okkar á há- bungu Vatnajökuls nú í vor. Hafa menn sjaldan verið jafn hátt uppi í afmælisveislu - og Heimir aldrei. - í júlí var farin fjölskylduferð í Kerl- ingafjöll. Var nú tekin upp sú ný- breytni, að ferðast var í hópferðabif- reiðum. Mæltist það misjafnlega fyrir hjá bíleigendum og neituðu sumir að fara, nema að hafa að minnsta kosti með sér stýri. Mikið var sungið á leiðinni. Gist var í skála Ferðafélagsins í Kerlingafjöllum. Var þar þröngt á þingi og staflað í sumar kojumar. Á laugardeginum var skroppið til laugar að Hveravöll- um. Engir búningsklefar em þar, og verða laugargestir að hafa fataskipti á laugarbarminum. Vom menn ljós- myndaðir í bak og fyrir við þá at- höfn af ljósmyndara frá Times, en konur lágu víðsvegar á gægjum. Kvöldvaka mikil var í skálanum um kvöldið undir stjóm formannsins. Meðal annars bað hann Knút að segja brandara. Knútur kvaðst 110 FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.