Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 18
BÆJAR- OG HÉRAÐSBÓKASAFNIÐ
IKEFLAVIK 30 ARA
1948 voru lánaðar 2.202 bækur og 1949 var bóka-
eign safnsins 1500.
Síðustu árin rak Keflavíkurhreppur (eftir 1949
Keflavíkurbær) safnið og bókavörður var Arin-
bjöm Þorvarðarson. Lengst af var safnið til húsa á
lofti gamla bamaskólans við Skólaveg en síðustu
árin í tveimur skólastofum Barnaskólans við Sól-
vallagötu.
Bæjar- og héraðsbókasafnið í Keflavík
Hinn 18. maí 1955 tóku gildi lög um almennings-
bókasöfn og nýr embættismaður í menntamála-
ráðuneytinu, bókafulltrúi ríkisins var ráðinn Guð-
mundur Hagalín rithöfundur, til að fylgja lögunum
eftir og gerði hann það sannarlega af miklum
dugnaði.
Samkvæmt þeim lögum var safnið í Keflavík að-
alsafn fyrir Keflavík og Gullbringusýslu. Stjómina
skipuðu fimm menn, þrír frá Keflavík og tveir frá
sýslunni. Formaður var Hermann Eiríksson skóla-
stjóri.
Hinn 21. nóvember 1957 var staða bókavarðar
auglýst laus til umsóknar. Þrír sóttu um og ráðinn
var Hilmar Jónsson sá sem hér talar. Húsnæði var
fundið á efri hæð fimleikahúss bamaskólans,
Myllubakkaskóla, 101 fermetri. Bókakostur var
mjög rýr. Því var bmgðið á það ráð að opna fyrst
lesstofu, 20. febrúar. Aðsókn var strax mikil og var
setið á öllum stólum og gólfinu líka, sem myndir
í Faxa frá þessum tíma sýna.
Þrátt fyrir veruleg bókakaup var eign safnsins
þegar það var formlega opnað 7. mars 1958, af þá-
verandi formanni séra Guðmundi Guðmundssyni
á Utskálum, aðeins rúmlega 1600 bindi.
En Keflvíkingar sýndu safninu áhuga og á fyrsta
ári vom lánuð út 12.135 eintök.
Aðdragandi: Lestrarfélög
Fyrstí vísir að bókasafni er lestrarfélag. Um lestr-
arfélag í Keflavík hefur Skúli Magnússon skrifað
fróðlega grein í 2. tbl. Faxa, 1980ogégleyfi mér að
gera örstutt yfirlit eða úrdrátt úr þeirri grein.
Samkvæmt því er fyrsta lestrarfélagið hér stofnað
9. febrúar 1890 af stúkunni Von nr. 15, undir for-
ystu Þórðar Thoroddsen, héraðslæknis. Síðan tók
við Lestrarfélag Keflavíkur og starfaði fram undir
1930.
1932 var svo félagsskapurinn endurvakinn af
Ungmennafélagi Keflavíkur og vora tveir ólaunað-
ir bókaverðir þeir Ólafur Ingvarsson og Eyjólfur
Guðjónsson.
Hilmar Jónsson, bókavörður, rœðir viðgesti í afmœlishóflnu. Myndin er tekin í afgreiðslu safnsins.
106 FAXI