Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 18

Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 18
BÆJAR- OG HÉRAÐSBÓKASAFNIÐ IKEFLAVIK 30 ARA 1948 voru lánaðar 2.202 bækur og 1949 var bóka- eign safnsins 1500. Síðustu árin rak Keflavíkurhreppur (eftir 1949 Keflavíkurbær) safnið og bókavörður var Arin- bjöm Þorvarðarson. Lengst af var safnið til húsa á lofti gamla bamaskólans við Skólaveg en síðustu árin í tveimur skólastofum Barnaskólans við Sól- vallagötu. Bæjar- og héraðsbókasafnið í Keflavík Hinn 18. maí 1955 tóku gildi lög um almennings- bókasöfn og nýr embættismaður í menntamála- ráðuneytinu, bókafulltrúi ríkisins var ráðinn Guð- mundur Hagalín rithöfundur, til að fylgja lögunum eftir og gerði hann það sannarlega af miklum dugnaði. Samkvæmt þeim lögum var safnið í Keflavík að- alsafn fyrir Keflavík og Gullbringusýslu. Stjómina skipuðu fimm menn, þrír frá Keflavík og tveir frá sýslunni. Formaður var Hermann Eiríksson skóla- stjóri. Hinn 21. nóvember 1957 var staða bókavarðar auglýst laus til umsóknar. Þrír sóttu um og ráðinn var Hilmar Jónsson sá sem hér talar. Húsnæði var fundið á efri hæð fimleikahúss bamaskólans, Myllubakkaskóla, 101 fermetri. Bókakostur var mjög rýr. Því var bmgðið á það ráð að opna fyrst lesstofu, 20. febrúar. Aðsókn var strax mikil og var setið á öllum stólum og gólfinu líka, sem myndir í Faxa frá þessum tíma sýna. Þrátt fyrir veruleg bókakaup var eign safnsins þegar það var formlega opnað 7. mars 1958, af þá- verandi formanni séra Guðmundi Guðmundssyni á Utskálum, aðeins rúmlega 1600 bindi. En Keflvíkingar sýndu safninu áhuga og á fyrsta ári vom lánuð út 12.135 eintök. Aðdragandi: Lestrarfélög Fyrstí vísir að bókasafni er lestrarfélag. Um lestr- arfélag í Keflavík hefur Skúli Magnússon skrifað fróðlega grein í 2. tbl. Faxa, 1980ogégleyfi mér að gera örstutt yfirlit eða úrdrátt úr þeirri grein. Samkvæmt því er fyrsta lestrarfélagið hér stofnað 9. febrúar 1890 af stúkunni Von nr. 15, undir for- ystu Þórðar Thoroddsen, héraðslæknis. Síðan tók við Lestrarfélag Keflavíkur og starfaði fram undir 1930. 1932 var svo félagsskapurinn endurvakinn af Ungmennafélagi Keflavíkur og vora tveir ólaunað- ir bókaverðir þeir Ólafur Ingvarsson og Eyjólfur Guðjónsson. Hilmar Jónsson, bókavörður, rœðir viðgesti í afmœlishóflnu. Myndin er tekin í afgreiðslu safnsins. 106 FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.