Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 43

Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 43
RAUÐI KROSSINN OG STAKKUR Erfið ferð á vélsleðum Um miðjan janúar 1987 fórum við í fyrstu æfinguna á nýju vélsleðun- um tveimur. Og voru tveir aðrir sleðar með í ferðinni. Var ferðinni heitið ffá Lyngdalsheiði að Hvera- völlum. Lögðum við upp frá Lyng- dalsheiði og keyrðum inn á Gjá- bakkahraun og settum stefnuna á Hlöðuvallaskála í góðu veðri. Nú fljótlega fór að blása það mikið að það fylgdi með skaffenningur. Það kostaði það að við misstum fjalla- sýn. En ekki leið langur tími þar til við fundum Hlöðuvallaskála og var áð þar. Eftir að menn höfðu fengið sér að borða var haldið áffam og stefnan tekin á Hagavatnsskála. Við höfðum áhyggjur af vatnsfalli miklu sem heitir ,,Farið“ og áhyggjumar stöfuðu mest af því að fará yfir Farið í þessu skyggni, ef vera skyldi að snjóbrýr væm engar. Og þá var bara að vita hvenær við áttum að passa okkur. Var áin öll á ís svo þessar áhyggjur reyndust óþarfar. Komum við seinni part dags í skálann við Hagavatn og var farið að skyggja. Við fómm inn í skálann og kvittuð- um í gestabókina samkvæmt venju og öryggisins vegna, en ef eitthvað kemur fyrir er auðveldara að rekja slóð manna ef menn kvitta fyrir komu sinni og segja ffá ferðaáætlun og ættu menn að venja sig á þetta í vetrartúrum, hvort sem menn em á sleðum eða á jeppum. En frá Haga- vatni var farið áfram og var stefnan tekin á Bláfellsháls til að reyna að hitta jeppamenn sem vom á sama ferðalagi og við eða veginn sem ligg- ur við rætur Bláfells og komast yfir brúna við Hólavað því ekki fannst okkur árennilegt að fara yfir Hvítár- vatn. Því ffost var lítið og hafði ekki verið mikið síðustu dagana á und- an. Og Hvítárvatn er með dýpri vötnum, mesta dýpi 84 m og meðal- dýpi um 27 m. Og það var úr að við fundum brúna og þar var bara erfitt að komast yfir brúna, vindur var á hlið og um leið og við fómm út á brúna tók við svell og við hringsner- umst og höfðum enga spymu á svellinu. En yfir komust við þó að lokum en veðrið var orðið snældu vitlaust og að lokum sáum við jepp- ana og var allur hópurinn kominn í gangnamannaskála er Gránunes heitir og treystu hvorki jeppamenn né sleðamenn sér að fara lengra. Á leiðinni var veðrið mjög slæmt og á tímabili var skyggnið svo slæmt að við urðum að keyra eftir áttavita og á tímabili var kófið svo mikið að við urðum að setja fótinn út fyrir sleð- ann og reka hann í snjóinn til að finna hvort við vomm á ferð eða ekki. Vindhraðinn var svo mikill að í tví og þrígang fauk sleði á hliðina og þegar við vomm að aðstoða þurftum við að skríða svo veðrið tæki okkur ekki. Við sváfum í Gránunesi þá nótt og héldum áffam daginn eftir í mun betra veðri en samt var fjúk og skyggni lélegt. En engin ofankoma og var sem daginn áður keyrt samkvæmt áttavita frá Gránunesi yfir Kjalhraun að Hvera- völlum. Þegar að Hveravöllum var komið heimsóttum við Hveravalla- hjónin sem að þessu sinni vom Suð- umesjamenn og Stakksfélagar. Þeg- ar hann Sigurður Hveravallabóndi innti okkur um ferðina daginn áður kom í ljós að samkvæmt hans mæli- tækjum var fárviðri daginn áður og á svo kölluðum sírita sem mælir veðurhæð þurfti hann að líma við- bót við blaðið sem er sett í tækið vegna þess að nálin sem skrifar fór útfyrir staðlaða blaðið. Mæhtækið sýnir á borðanum 68 hnúta/klst. en hann vildi meina að í hviðum hefði vindhraðinn farið í 90 hnúta/klst. sem er geysilegt veður. Gistum við á Hveravöllum, ásamt öðmm ferða- löngum og áttum við skemmtilega kvöldvöku. Ferðin heim gekk mjög vel og er heim var komið fréttum við að félagar okkar hér heima áttu í ströngu þá helgi. Því óveður geisaði hér eins og uppi á hálendi og var útkall hjá björgunarsveitum á Suðumesjum. Það er ómetanleg reynsla sem maður fær af svona æfingu, þegar veðrið fer úr skorðum, því þessa helgi var spáin ágæt en það fór á annan veg. Og við veiðum að geta bjargað okkur á allan hátt í vondum veðmm. Því við veljum ekki veðrið þegar útkall kemur og bjarga þarf mannslífum, en við veljum ekki heldur slæmt veður til æfinga, því það telst ekki gáfulegt, en þeir sem ferðast mikið uppi á hálendi þurfa alltaf að gera ráð fyrir hinu versta. Því spumingin er ekki hvort þeir lendi í slæmi veðri á íslandi he/dur hvenœr og þá er eins gott að kunna eitthvað fyrir sér. Það virka starf sem nú er hjá Rauða kross deildinni á Suðumesj- um má rekja til ársins 1975. Það ár óskaði stjóm Sjúkrahúss Keflavík- urlæknishéraðs eftir samstarfi við Rauða kross deildir á svæðinu um kaup og rekstur sjúkrabfls. í fram- haldi af því lögðust félagar í Björg- unarsveitinni Stakk á eitt, undir forustu Bjöms Stefánssonar um að endurvekja Keflavíkurdeild Rauða krossins. Eitt fyrsta verk deildarinnar var kaup á sjúkrabifreið, en þá um nokkurt skeið hafði björgunarsveit- in lánað björgunarbifreið sína til sjúkraflutninga. Með góðri hjálp fyrirtækja og ein- staklinga tókst hinum nýju Rauða luxtss félögum að láta drauminn rætast því árið 1977 kom hér á göt- umar fyrsti sjúkrabfllinn í eigu Rauða kross deilda á Suðumesjum. Að rekstri og kaupum bflsins stóðu deildir Rauða krossins í Keflavík, Njarðvík, Sandgerði og Grindavík. Þrátt fyrir nýjan sjúkrabfl var björgunarbifreið Stakks notuð sem varasjúkrabfll fyrir svæðið og stóð oftast tilbúinn í útkall hvenær sem með þurfti. Það var ekki fyrr en 1983, að teknar vom í notkun tvær sérútbúnar sjúkrabifreiðar fyrir svæðið, að ekki gerðist þörf fyrir björgunarbfl til útkalla. Þann 30. mars síðastliðinn var ný sjúkrabiffeið tekin í notkun, er það sú fimmta frá árinu 1977. Blóðsöfnun á vegum Rauða kross- ins og Stakks hér í Keflavík, hefur verið til fyrirmyndar, þar hafa félag- ar í Stakk ekið í fyrirtæki og sótt blóðgjafa, hefur þessi aðferð gefið góða raun, reyndar hafa hér verið sett met í fjölda blóðgjafa á einum degi. Árið 1983 var Rauða kross starf á Suðumesjum í lágmarki, var þá ákveðið af Rauða krossi Islands í formannstíð eins Stakksfélaganna, Baldurs Guðjónssonar, að sameina Keflavíkurdeild, Njarðvíkurdeild .og Sandgerðisdeild í eina. Rauða kross deild á Suðumesjum var síðan formlega stofnuð í sept- ember 1984 undir formennsku Stakksfélagans Ama V. Amasonar. Síðustu tvö árin hefur greinarhöf- undur sem einnig er Stakksfélagi verið í formennsku deildarinnar. Nú síðari ár hefur umfang starfa Rauða krossins aukist, má þar nefna þátt neyðarvama í skipulagi Almannavama ríkisins. Nám- skeiðahald í skyndihjálp og bama- gæslu hafa verið haldin við góðar undirtektir. Aðstoð við aldraða, sjúka í formi niðurfellingar á gjald- töku vegna sjúkraflutninga, ásamt því að. vinna að þeim markmiðum sem Rauða kross starfið byggist á. Á þessum merku tímamótum í starfi Björgunarsveitarinnar Stakks vil ég fyrir hönd Rauða kross deild- ar á Suðumesjum, þakka samstarf- ið á liðnum ámm. Til hamingju með þann 28. apríl. Megi gæfa fylgja starfi ykkar um ókomin ár. Gísli Vidar Harðarson FAXI 131
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.