Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 20
11
Þakklæti efst í mínum huga
— segir Ingimar Guönason í viótali vió Faxa
U
Einn þeirra fjölmörgu sem komið
hafa við sögu hjá Stakk er Ingimar
Guðnason. Margir þekkja Ingimar
af þeim störfum sem hann hefur
gengt um dagana. Hann var m.a.
verksmiðjustjóri í Fiskiðju Kefla-
víkur meðan hún var og hét, hann
stofnaði verslunina Leikhólma og
er nú liðsmaður Brunavama Suður-
nesja.
Við fengum Ingimar til segja okk-
ur lítilsháttar frá nokkram þáttum í
starfi Stakks, þar á meðal Stakks-
húsinu á Berginu, flugeldasölunni,
ýmsu í sambandi við leitarstörf og
fleira.
Stakkhúsið á Berginu
Félagsmenn höfðu tekið þá
ákvörðun að kaupa hús undir starf-
semi félagsins og mörg hús skoðuð
gaumgæfilega og á endanum var
ákveðið að kaupa hús á Berginu,
þar sem í hafði verið rekið bifreiða-
verkstæði. í fyrstu var hugmyndin
sú, að nota húsið undir bfla og
tækjageymslu eingöngu. Þannig
hagaði til, að áfast við húsið var
skúrgarmur, svo aumur, að hann
hélt hvorki vindi né vatni. Við nán-
ari skoðun sáu menn, að þama
mætti með góðum vilja gera fundar-
og kaffiaðstöðu. Var nú ráðist í það
verkefni að endurbyggja og innrétta
allt húsnæðið.
Allt það starf og sá árangur sem
náðist var stórkostlegt æfintýri. A
nokkram mánuðum með þrotlausri
vinnu var hreysi breytt í höll, ef svo
mætti að orði komast. Það er
ótrúlegt, þegar maður fer að hugsa
út í það, hversu mikla vinnu menn
gátu lagt í þetta. Vinnudagurinn var
ekki fýrr búinn hjá mönnum, en að
menn skunduðu á Bergið, kvöld eft-
ir kvöld og helgi eftir helgi. Allir
vora með. Þama vora góðir verk-
menn og fagmenn á ýmsum sviðum
sem skiptu með sér verkum eftir því
sem hverjum hentaði best hveiju
sinni. Auk þess sem áður er getið,
þá byggðum við við húsið ágæta
snyrtiaðstöðu. Þetta vora skemmti-
legir tímar.
Leit að týndu fólki
Björgunarsveitin Stakkur hefur
oft komið við sögu, þegar þurft hef-
ur að leita að týndu fólki. Annars
staðar í blaðinu er sagt frá nokkram
af þessum leitum, en við ætlum að
spjalla lítilsháttar við Ingimar um
ýmislegt sem upp kemur, þegar
svona leit stendur yfir.
Það er svo ótrúlega margt sem
kemur uppá, þegar kallað hefur
verið út til leitar. Utkallið sjálft, að
ná mannskapnum saman. Menn
era í vinnu og þurfa að stökkva frá
Ingimar Guðnason.
vinnu sinni. Hvemig á að skipu-
leggja leitina, hvar á að leita. Menn
leggja af stað í leit knúðir áfram af
þeirri vitneskju, að líf fólks getur
legið við. Það er mikil alvara og
ábyrgð sem hvflir á leitarmönnum.
Við spyrjum um samskiptin við
lögreglu og almenning, þegar leit
stendur yfir, jafnvel í langan tíma.
Samskipti við lögreglu hafa alltaf
verið mjög góð. Lögreglan hefur oft
leitað til Stakks, þegar t.d. ófærð
hamlar umferð, eða vond veður
geysa. Þá þarf að aðstoða fólk við að
komast heim til sín eða festa niður
þakplötur sem era að losna, svo
eitthvað sé nefnt. Samskipti við al-
menning hafa einnig verið góð, enda
starfar björgunarsveit eins og
Stakkur með og fyrir almenning á
svæðinu. Við leitir fáum við oft
ábendingar frá fólki og við reynum
ávallt að taka þær til athugunar.
Atvinnurekendur hafa verið okkur
mjög vinsamlegir. Aldrei hefur stað-
ið á að gefa sveitarmönnum frí frá
vinnu, þegar kallið hefur komið.
Sérstaklega var þetta áberandi, þeg-
ar leitað var að Geirfinni Einarssyni
og einnig Eyjólfi Ben. Ellert Skúla-
son og starfsmenn hans lögðu mikið
af mörkum, svo einhverjir séu
nefndir.
Og enn víkur lngimar að sam-
skiptum við almenning, því undir-
staðan við rekstur félagsins hefur
byggst á fjáröflun meðal almenn-
ings. Þar hefur aldrei skort á veru-
lega góðar undirtektir. Þess vegna
hafa menn haft svo gaman af að
leggja sig alla fram, því móttökum-
ar hafa verið svo góðar. Ég vil t.d.
nefna flugeldasölu Stakks, sjúkra-
pokasöluna, jeppakeppnina o.fl.
o.ll. Við flugeldasöluna hefur skap-
ast skemmtileg stemming um hver
jól og áramót. Við höfum auglýst
söluna í jólaösinni með því að aka á
bflnum okkar um bæinn með gjall-
108 FAXI