Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 14

Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 14
STAKKUR 20 ÁRA Hér er ver/ð að flytja húsið að Suðurgötu 8. Stakksmenn settu húsið niður á Kirkju- veginum og seldu það stðan JC-Suðumes. Fjármálasaga sveitarinnar Nú á tuttugu ára afmæli STAKKS er við hæfí að menn líti til baka og rifji upp það sem helst hefur á daga sveitarinnar drifið. Þeir menn sem skipuðu stjóm sveitarinnar munu rita sögu hennar og er það ágrip sem hér fer á eftir hluti hennar. Öllum félagsskap sem skapar sér eigin aðstöðu í formi húsnæðis og tækjabúnaðar þarf á umtalsverðum fjármunum að halda í sínum rekstri og er Björgunarsveitin Stakkur þar engin undantekning. Þar sem slíkur félagsskapur hefur ekki neina fasta tekjustofna ffá opinberum aðilum og hefur notið óvemlegs styrks frá sveitarfélögunum Keflavík og Njarðvík, hafa meðlimir sjálfir þurft að standa fyrir fjáröflunum. Fljót- lega eftir að sveitin var stofnuð 28. apríl 1968 var hafist handa um að koma sveitinni upp lágmarksbún- aði, sem var bifreið og nauðsynleg- ur björgunarbúnaður. Fyrsta bifreið sveitarinnar var af gerðinni Dodge Weapon sem fengin var fyrir lítið og endurbyggð frá gmnni. Slíkar fjár- festingar vom sveitinni ekki dýrar þar sem öll vinna og mest af efni var fengið ókeypis. Það var ekki fyrr en kom að því að ráðist var í að kaupa húsnæði. Til að fjármagna það var Sparisjóðnum í Keflavík boðið að fjarlægja hús það er hann átti við Stakksmenn hinir vtgalegustu t ,,jjáröflunarráði.“ hlið aðalbankans á Suðurgötunni, þar sem nú em bílastæði. í stað þess að rífa húsið og henda, tóku sveitar- meðlimir sig til og fluttu húsið í heilu lagi á lóð sem fengin hafði verið undir það á Kirkjuveginum og það síðan selt JC-hreyfmgunni í Keflavík. Þannig varð til fjármagn til kaupa á verkstæðishúsi því er sveitin keypti á Bergi og breytti og aðlagaði að sinni starfsemi. Á þessum ámm er sveitin sífellt að eflast að tækjakosti og samfara vaxandi starfsemi þurfti sífellt auk- ið fé til að standa undir rekstrinum. Ýmsar fjáraflanir vom notaðar. Sveitin byrjaði með Jeppakeppni við Hagafell við Grindavík fljótlega eftir stofnun og hefur hún veriö haldin á hveiju ári síðan, utan eitt. Hefur Stakkur verið á öllum þess- um ámm leiðandi í mótshaldi slíkra keppna hér á landi og átt gott sam- starf við aðra aðila sem halda slíkar keppnir. Hefur sveitin oftast haft góðar tekjur af jeppakeppnunum. Asamt jeppakeppninni hefur flug- eldasala verið aðalfjáröflun sveitar- innar. Hefur verið upp og ofan hvemig salan hefur verið en á heild- ina hefur hún gengið vel. Mikil vinna er við flugeldasöluna og starf- ar fjöldi félaga ásamt fleimm við hana. Ásamt þessum tveim fjáröfl- 102 FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.