Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 5
Formenn Stakks frú upphafi. íaftari nöð: Frímann Grímsson, Þorsteinn Marteins-
son og Karl G. Sœvar. Sitjandi: Garðar Sigurdsson og núverandi formaður, Ólafúr
Bjamason.
Núvemndi stjóm Stakks. íaftari röð eru Jens Hilmarsson, Sœvar Reynisson ogÁmi
Ámason. Sitjandi em: Ólajúr Bjamason, formaður og Halldór Halldórsson vam-
formaður.
þeirri skoðun meðal okkar félaga,
að það eitt að vekja áhuga og um-
ræður um björgunarmál hér á Suð-
umesjum, væri góður árangur af
okkar brölti, ekki verður annað séð
en að sá árangur hafi skilað sér vel.
Einnig hafði miðstýring sú er ríkti
hjá Slysavamafélaginu á þessum
tíma mikil áhrif á ákvörðun okkar.
Arið 1968 þ. 28. apríl komu saman
í Skátahúsinu í Keflavík um það bil
30 manns í þeim tilgangi að stofna
björgunarsveit, sem svo hlaut nafn-
ið STAKKUR. Lögsveitarinnar vom
í aðalatriðum sniðin eftir lögum
Hjálparsveitar skáta í Hafnarfirði.
Var fyrsta stjóm sveitarinnar skip-
uð eftirtöldum: Formaður Garðar
Sigurðsson, varaformenn Ellert
Skúlason ogHerbert Ámason, ritari
Jón Tómasson og gjaldkeri Heimir
Stígsson. Varastjóm skipuðu þeir,
Birgir Olsen, Guðmundur Lárusson
og Agúst Guðjónsson. Var reynt að
sameina sem flesta þá aðila sem
áhuga höfðu og mætti ætla að gætu
hðsinnt starfsemi sem þessari, eins
og skátafélögin í Njarðvík og Kefla-
vík ásamt slysavamadeildinni hér í
Keflavík og ýmsum áhugamönn-
um, í einu félagi utan allra heildar-
samtaka. Þrátt fyrir það að skátafé-
lagið í Njarðvíkum sá sér ekki fært
að starfa með okkur nema um
skamman tíma, hefur þessi aðferð
reynst nokkuð haldgóð enn þann
dag í dag.
Hófst nú starfsemin og gekk þar á
ýmsu og skiptust þar á skin og
skúrir eins og hjá öðmm félögum.
Fljótlega fékk sveitin aðstöðu inni í
slökkvistöðinni í Keflavík fyrir tæki
sín og útbúnað, sem að vísu var ekki
mikill að vöxtum. Húsnæði til fund-
arhalda fengum við í skátahúsinu í
Keflavík til bráðabirgða. Slysa-
vamafélag íslands átti hér í slysa-
vamaskýh sínu fluglínutæki til
björgunar úr sjávarháska, sem það
fól í okkar umsjá og hefur þeim ver-
ið haldið við og meðferð þeirra æfð
reglulega í góðri samvinnu við eig-
endur. Það hafði verið siður hér á
ámm áður er björgunarsveit Slysa-
vamadeildarinnar var starfandi að
hafa sjóbjörgunarsýningu á sjó-
mannadaginn. Var farið fram á það
við Stakk að taka þennan sið upp að
nýju sem og var gert. Svo óheppi-
lega vildi til að á einni af fyrstu sýn-
ingunum hlaust slys á mönnum er
eldur frá línueldflaug komst í vara-
flaug sem var skammt frá línubyss-
unni. Slösuðust þrír áhorfendur
meira og minna vegna bmnasára.
Sem betur fer náðu þeir allir góðri
heilsu fljótlega og fór þar betur en á
horfðist. Óhapp þetta hafði mikil og
djúp áhrif á alla félaga sveitarinnar
og sýndi á áþreifanlegan hátt,
hversu starf björgunarsveita getur
verið hættulegt, bæði fyrir þá sem
taka þátt í því og ekki síður fyrir þá
sem em að fylgjast með störfum
þeirra. Sveitinni tókst þó að komast
yfir þá örðugleika og vandræði sem
af þessu óhappi leiddu og gat greitt
þeim aðila sem slasaðist mest,
nokkrar skaðabætur. Atvik þetta
þjappaði sveitinni betur saman og
varð til þess að geiðar vom allmikl-
ar skipulagsbreytingar á starfsem-
inni.
Stakki gekk allvel að afla fjár til
starfseminnar og smám saman gat
sveitin komið sér upp talsverðum
tækjabúnaði að ógleymdri bifreið er
félagar byggðu yfir og innréttuðu í
frístundum sínum. Er sá þáttur úr
starfinu efni í sér blaðagrein því slík
ósérhlífni og áhugi sem flestir félag-
ar sveitarinnar sýndu í því máli
verður seint fullþökkuð. Bæjarsjóð-
ur Keflavíkur og sveitarsjóður
Njarðvíkurhrepps, veittu sveitinni
árlega styrki sem komu í góðar
þarfir. Ýmis félagasamtök, fyrir-
tæki og einstaklingar urðu einnig til
að rétta sveitinni hjálparhönd í
formi fjárframlaga, gjafa og fyrir-
greiðslu á ýmsan hátt. Allt þetta
kom að góðum notum og sýndi fé-
lögum sveitarinnar að þrátt fyrir
nokkum andbyr sem fylgdi í kjölfar
óhapps þess sem fyrr var minnst
hér á, naut sveitin trausts og vel-
vildar almennings. Ekki má gleyma
að minnast á þátt félaganna sjálfra í
öflun fjár til starfsemi sveitarinnar
og er þar hreint ótrúlegt hve marg-
víslegar hugmyndir komu upp í
þeim efnum og hve margar þeirra
komust í framkvæmd. Sveitarfélag-
ar lögðu á sig að ganga í hús í Kefla-
vík og Njarðvík til að selja sjúkra-
poka, þeir stóðu fyrir tveim kosn-
ingagetraunum, gáfu út viðskipta-
símaskrá, þeir hafa gengist í því að
fá hingað þekkta listmálara til að
halda málverkasýningar í fjáröflun-
arskyni fyrir sveitina, þeir hafa
gengist fyrir torfæruaksturskeppn-
um í sama skyni og síðast en ekki
síst hafa þeir tekið að sér að flytja
heilt hús, steypa undir það gmnn og
selja síðan, allt til fjáröflunar fyrir
sveitina. Þessar fjáraflanir og ýmsar
fleiri sem hér hefur ekki verið getið,
urðu til þess að sveitin gat keypt sér
sitt eigið húsnæði. Tóku félagar að
sér sjálfir að innrétta það til notkun-
ar fýrir starfsemina. Hús þetta er
150 fermetra verkstæðishús og er
staðsett á svokölluðu Bergi við
Keflavík.
Sveitarfundir hafa verið haldnir
svo til mánaðarlega ffá upphafi og
æfingar og önnur starfsemi sveitar-
innar ákveðin á þeim fundum í fullu
samráði við félagana. Æfingar hefur
verið reynt að halda mánaðarlega og
námskeið í notkun ýmissa tækja
sveitarinnar vom haldin árlega. í
því sambandi hefur sveitin notið
fyrirgreiðslu Flugbjörgunarsveitar-
innar, Hjálparsveita skáta í Reykja-
vík og Hafnarfirði ásamt Slysa-
vamafélags íslands, sem léðu sveit-
inni leiðbeinendur. Sveitin átti því
láni að fagna að bjarga nokkmm
mönnum úr sjávarháska og veita
aðstoð við ýmis björgunarstörf bæði
hér í heimabyggð félaga sinna og
annars staðar á suðvestur-
landi. 'Ihlsvert varð vart við að ekki
var leitað til sveitarinnar eins og
annarra sveita og mátti eflaust rekja
það til sjálfstæðisyfirlýsingar henn-
ar. Nú er það ekki þannig að það sé
félögunum kappsmál að taka þátt í
öllum björgunarstörfum hvar sem
er, hvort sem þeirra er þörf eða ekki.
Félagar í sveitinni hafa margir fyrir
heimilum að sjá og á fyrstu ámm
hennar hefur meðalaldur þeirra
verið nálægt 30 ámm. Flestir félag-
anna fá ekki greiddan þann tíma
sem þeir missa úr vinnu, við útköll,
þeir setja það þó ekki fyrir sig ffekar
en annað þegar útkall kemur. En
óneitanlega vafðist það oft fyrir
þeim að finna skýringu á því hve
þörfin á aðstoð björgunarsveitanna
virtist vera svo misjöfn sem raun bar
vitni, eftir því undir hvaða merki
þær starfa. Sem bemr fer hafa þessi
mál lagast mikið með auknu sam-
starfi björgunaraðila í landinu.
Sveitin hefur aukið meðlimafjölda
sinn mikið ffá upphafi, en stofnfé-
lagar vom 40, og með nýjum félög-
um hafa komið nýir siðir og nýjar
hugmyndir. Hefur hin jafna og stöð-
uga endumýjun orðið sveitinni til
góðs og haft mikil áhrif á starfsemi
hennar.
Þegar litið er yfir starfstíma Björg-
unarsveitarinnar Stakks þá er af
mörgu að taka og ekki hægt í stuttri
blaðagrein að telja það allt upp, en
vert er að minnast á það markverð-
asta.
FAXI 93