Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 41
ÆVISAGA BJORGUNARBILS
0 239
75 sem við breyttum í björgunar-
og sjúkrabíl. Var hann meira notað-
ur sem sjúkrabíll árið 1976 en björg-
unarsveitarbíll, sem þótti alveg
sjálfsagt.
Árið 1977, eða þá um haustið,
bættum við öðrum bíl í flotann,
Chevrolett Van 77. Voru þeir bflar
mikið notaður við að aðstoða fólk
hér á Suðumesjum, þó aðallega á
Reykjanesbrautinni á vetmm.
Of'ærð var mikil á brautinni og fólk
átti í vandræðum þar sem það lenti
í kafbyl og sköflum. Vaktaskipti
vom þá stundum höfð á bflunum,
því lögreglan kallaði okkur yfirleitt
sér til hjálpar. Stóðu þessir bflar
sig þokkalega vel.
Arið 1981 þótti rétt að endumýja
flotann aftur. Vom þá keyptir tveir
Volvo Lapplander bflar árg. ’81.
Hafa þeir verið í notkun síðan og
þjónað sveitinni nokkuð vel. Hér
lýkur langri og viðburðarríkri bfla-
deildar formannssögu Sigurðar Ben
og við tekur Sigurbjöm G. Ingi-
mundarson árið 1984.
Hrafn Sveinbjörnsson
Formaöur
bíladeildar
hefur oröiö
Á aðalfundi Björgunarsveitarinn-
ar Stakks 1984 var undirritaður
kosinn formaður bfladeildar sem þá
samanstóð af tveimur Volvo Lapp-
lander bifreiðum árgerð 1981.
Eftir aðalfund 1986 vom vélsleða-
deild og bátadeild innlimaðar í bfla-
deild og hún nefhd tækjadeild. í
vélsleðadeild var einn Sky Doo
Skandic vélsleði og í bátadeild var
einn Zodiac 12 manna slöngubátur
með 20 hesta Johnson utanborðs-
vél. Báturinn er nú mjög til ára
sinna kominn og til stendur að end-
umýja hann.
í janúar 1987 var Sky Doo sleðinn
seldur og í hans stað keyptir tveir
Artic Cat Cheetak vélsleðar, sem
em stærri og meiri burðar- og drátt-
artæki. í mars 1987 tókum við í
notkun nýjan Nissan Patrol jeppa.
Hann var hækkaður upp hjá Gesti
Bjamasyni, síðan gaf Bflaþjónustan
Gljái okkur ryðvöm á bflinn. Um
sama leyti seldum við einn Volvo
Lapplanderinn.
í júní 1987 keyptum við Dodge
kassabfl, árgerð 1977 af Sölu vam-
arliðseigna til að flytja vélsleðana í
og er hann nú í uppbyggingu.
Á aðalfundi sveitarinnar í febrúar
síðastliðnum var tækjadeildinni
skipt niður í sitt fyrra horf. Á sama
fundi var undirritaður endurkosinn
formaður bfladeildar.
Sigurbjöm G. Ingimundarson
Meðgöngutími og fæðing
Mikið hafði verið rætt innan
Björgunarsveitarinnar Stakks, að
hún þyrfti nauðsynlega að eignast
ömgga og vel búna bifreið fyrir
starfsemi sína. Svo heppilega vildi
til, að feðgarnir Sveinbjörn Davíðs-
son og sonur hans, Hrafn, sem voru
meðal stofnfélaga sveitarinnar, áttu
ógangfæra bifreið af Dodge Weapon
gerð, sem þeir höfðu ætlað að gera
upp en vildu nú selja. 1 nóvember-
mánuði 1968 var ráðist í að kaupa
bifreiðina af þeim feðgum og var
kaupverðið kr. 45.000.
Hinn 16. janúar 1969 fékk sveitin
iiyii með flakið hjá Blikksmiðju
Ágústar Guðjónssonar. Þar var það
hlutað í sundur. Undirvagn var
fluttur á verkstæði Ellerts Skúla-
sonar í Njarðvík, vélin lenti á Kefla-
víkurflugvelli í umsjá Knúts Höiriis
hjá Esso, en yfirbyggingin var kyrr
hjá Gústa.
Var síðan hafist handa við að
endurbyggingu bifreiðarinnar og
sveitarlimum skipt í flokka sem
vinna skyldu vissa daga í viku
hverri við yfirbyggingu, undirvagn
eða vél eftir hæfileikum og getu
hvers og eins.
Vannst mönnum allvel um vetur-
inn en tóku allmjög að lýjast, er líða
tók á vorið, og féll vinna að mestu
niður yfir sumarið. Að haustinu
tóku menn til óspilltra mála að nýju,
endurnærðir eftir sumarið. Var þá
ákveðið að koma bifreiðinni á skrá
fyrir næsta aðalfund. Var talið, að
með samstilltu átaki mætti það tak-
ast enda mætti þá alltaf fresta aðal-
fundi um nokkrar vikur, ef þörf
krefði.
Hjá Gústa var byggt nýtt framhús
á bifreiðina og húsið allt klætt, utan
jafnt sem innan og ýmsum tækjum
komið fyrir. Hjá Ella var grindin
hreinsuð upp, viðgerð og máluð,
hemlakerfi og gírkassar yfirfamir,
skipt um fjaðrir og gengið frá spili.
Ekki var talið ráðlegt að leggja
vinnu í endurbyggingu vélar, heldur
ráðist í að kaupa ný-uppgerða vél,
sem fékkst fyrir kr. 15.000.
Þann 18. janúar 1970 hafði loks
tekist að raða bifreiðinni að mestu
leyti saman. Var þá farið með hana
í Bflasprutun Suðumesja, þar sem
einn sveitarlimurinn enn, Brynleif-
ur Jóhannesson tók hana í sína um-
sjá. Þar var að mestu gert lokaátakið
í endurbyggingu bifreiðarinnar og
hún sprautuð.
Hinn 26. febrúar 1970 má segja að
sé fæðingardagur bifreiðarinnar. Þá
var henni ekið gljáandi fínni út frá
Brynleifi og skrásett og hlaut núm-
erið 0-239. Að kvöldi sama dags var
aðalfundur sveitarinnar haldinn.
Daginn eftir hlaut bifreiðin svo
fullnaðar skoðun, en þá munu hafa
verið komnar í endurbyggingu
hennar um það bil 2.000 vinnu-
stundir.
Auk sjálfboðavinnu sem eðlilega
skiptist nokkuð misjafnlega niður,
eftir hæffleikum og dugnaði manna,
lögðu ýmsir sveitarlimir talsvert að
mörkum. Má þar t.d. nefna, að
Ágúst Guðjónsson gaf allt það efni
sem tekið var út hjá honum til yfir-
byggingarinnar, Skafti Friðfinnsson
gaf hluta af málningu, Vélsmiðjan
Óðinn gaf talsverða vélavinnu og
ekki var sveitinni heldur reiknaður
neinn kostnaður fyrir aðstöðu, gas
og verkfæranotkun á þeim verk-
stæðum þar sem bifreiðin var end-
urbyggð.
Ýmsar góðar gjafir bárust einnig
frá ýmsum félögum, fyrirtækjum og
einstaklingum. Ber þar helst að
nefna: Talstöð með tilheyrandi loft-
netsbúnaði frá Lionsklúbbi Kefla-
víkur, spil með tilheyrandi útbún-
aði frá Bimi Magnússyni, sæti frá
Sérleyfisbifreiðum Keflavíkur.
Ofanritað er upphaf að sögu bfla-
flota Stakks og var skráð í sérstaka
bók, sem hugsuð var sem nokkurs-
konar ættartala og reynslusaga bfl-
anna. Næsti kafli átti að heita
BERNSKU- OG ÆSKUÁRIN -
FYRSTU SPORIN. Því miður hefur
láðsf að rita þann kafla, auk allra
þeirra sem á eftir áttu að koma. Mér
þykir þó hlýða, að þessi hluti sög-
unnar fái að koma fyrir almanna-
sjónir. Hann lýsir því vel, hvað fé-
lagamir voru fúsir að leggja á sig
fyrir málstaðinn og hvaða hljóm-
gmnn framtak þeirra fékk hjá öðr-
um.
Björn Stefánsson
FAXI 129
Og hér er „Viponinn" kominn d götuna undir merki Stakks. Má segja að hér hafi
í raun verið smfðaður nýr bíll.
L