Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 12
Guðfinnur Sigurvinsson
Til hamingju, Stakkur!
Þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst. Hver kannast ekki
við þessi orð og þá hughreystingu, sem í þeim felst.
Fátt reynir meira á manninn, en þegar erfiðleikar gera vart
við sig í hvaða mynd sem það gerist.
Á stundum eru erfiðleikarnir persónulegir og þannig vaxnir
að erfitt er um vik og fátt eitt, sem í mannlegu valdi stendur
getur orðið til hjálpar. Margir leita þá til hans, sem öllu ræður,
með bæn um hjálp. Slíkt hefur fært mörgum manninum frið
og nýja von og leiðir til að leysa vandann.
Menn hafa bundist samtökum um að hjálpa öðrum þegar
því verður við komið, má þar nefna björgunarsveitir, slysa-
vamafélög, hjálparsveitir o.fl. Við emm það lánsöm hér í
Keflavík að eiga aðila, sem vinnur ötullega að slíkum málum,
en það er Björgunarsveitin Stakkur, sem nú hefur starfað hér
í um 20 ár.
Oftar en margan gmnar hafa björgunarsveitarmenn lagt á
sig ómælt erfiði við ýmiskonar björgunarstörf og unnið frá-
bært starf. Þeir hafa ávallt reynst boðnir og búnir að veita að-
stoð. Má þar nefna þegar illviðri hafa gengið yfir, þá hafa þeir
hjálpað við að verja mannvirki skemmdum, greiða úr umferð,
hjálpa þeim, sem þurfa að komast leiðar sinnar í ófærð og veitt
ýmiskonar aðra hjálp. Einnig hefur björgunarsveitin tekið
þátt í stærri verkefnum ásamt með sveitum úr öðrum byggð-
arlögum m.a. við leit að fólki.
Fyrir tveimur árum var ég viðstaddur þegar björgunarsveit-
armenn fögnuðu því að vera komnir í framtíðarhúsnæði fyrir
starfsemi að Iðavöllum 3 hér í bæ. Það var margt um manninn
og á öllu fasi félaganna mátti ráða að hér var saman komin
hópur samhenntra manna, sem fögnuðu því að sjá nú árangur
vinnu sinnar í hinu nýja húsnæði og ekki var annað að sjá en
að eiginkonurnar samgleddust eiginmönnunum þegar árang-
ur sameiginlegs átaks blasti við.
Húsnæði björgunarsveitarinnar er allt hið vistlegasta og öllu
haganlega fyrir komið. Augljóslega er allt skipulag á þann veg
að með sem minnstum fyrirvara megi bregðast við og hefja
hjálparstarf á sem allra skemmstum tíma. Aðstaða fyrir
stjómstöð, sem er mjög mikilvægur þáttur, er góð í heild og
er allt skipulag til fyrirmyndar.
Með þessari góðu aðstöðu hefur björgunarsveitarmönnum
tekist að skapa betri möguleika en áður til að sinna hinu göf-
uga áhugamáli sínu, að hjálpa öðmm og veita okkur bæjarbú-
um öryggi, sem er ómetanlegt.
Faxafélagar færa hinum vöskum félögum í Björgunarsveit-
inni Stakki innilegar hamingjuóskir í tilefni af tuttugu ára
afrnæli sveitarinnar og þakka af heilum hug allt það, sem þið
hafið gert. Megi heill og hamingja fylgja ykkur í göfugu og
fórnfúsu starfi.
ánægjan af starfinu þó að tíminn
væri naumur, tókst okkur halda
basar að þrem mánuðum liðnum og
vomm við mjög ánægðar með ár-
angurinn og gátum lagt dágóða upp-
hæð inn á bók til ávöxtunar.
Síðan tók við annasamur tími hjá
flestum okkar, þar sem jólin fóru í
hönd og enginn tími til fundar-
halda, en næst er við komum saman
þ. 4. febrúar var orðin breyting, því
að þá hafði björgunarsveitin flutt í
sitt eigið húsnæði, Stakkshúsið á
Berginu og þar fengum við starfsað-
stöðu og fannst töluvert mikið til
um. Á þessum fundi var ákveðið að
hafa fundi einu sinni í mánuði og
vinna að basar á hausti komanda.
Kaffinefnd sá um eitthvað góðgæti
með kaffi og síðan að útvega
skemmtiheimsókn við góðar undir-
tektir og á öðrum fundi var snyrti-
vörukynning og síðast en ekki síst
fengum við Heimi Stígsson til að
sýna myndir og svona mætti lengi
telja.
Allt gerði þetta mikla lukku og jók
á starfsgleðina og fleiri fjáröflunar-
leiðir litu dagsins ljós eins og köku-
basarar og eins tókum við að okkur
að sjá um kaffisölu og meðlæti á
Stakksfundum og mæltist það vel
fyrir. Á jeppakeppnum sáum við
iðulega um veitingasölu og smurð-
um jafnvel samlokur til að selja þar
og varð af dágóður ágóði.
Á Þjóðhátíðarafmælinu 1974 var
haldin hátíðarvika og sáu konur úr
Kvennaklúbbi Stakks um kaffisölu.
Skiptust þær á um að baka og bera
fram heitar vöfflur með rjóma og
rjúkandi kaffi. Við þetta framtak
jókst upphæðin á bankabókinni
verulega.
Um mitt sumarið árið 1976, tók-
um við okkur til og fórum kvöld-
stund inn á skógræktarsvæðið við
Snorrastaðatjamir og hreinsuðum
þar allt msl og drasl af svæðinu.
Þetta vakti athygli ráðamanna í
Keflavík og var þessa getið í Suður-
nesjatíðindum.
Ýmsar fjáröflunarleiðir voru
ræddar, en aðaltekjulind okkar var
jólabasarinn sem haldinn var ann-
aðhvert ár eftir fyrstu tvö árin. Var
komið saman hálfsmánaðarlega á
vinnufundi frá september til apríl-
loka.
Fyrsta stjómin sat þar til á aðal-
fundi 4. febrúar 1976 að ný stjórn
tók við og hana skipuðu Elín
Guðnadóttir, formaður, Erla Jó-
hannsdóttir, varaformaður, Anna
Pála Sigurðardóttir, gjaldkeri og
Ragnheiður Þórisdóttir, ritari. Það er
ánægjulegt í dag að fletta fundar-
gerðarbókinni og rifja upp allskon-
ar aðstæður sem við vomm að vinna
við. Til dæmis þ. 29. mars 1976
hafði verið svo kalt að kyndingin
hafði ekki við, en ekki var fundi af-
lýst heldur sátu allar í yfirhöfnum
og prjónuðu sér til hita.
Seinnipart apríl-mánaðar sama ár
er sagt frá því að nokkrar af félags-
konum hafi farið um páskana í
Landmannalaugar og haft með sér
prjóna og árangurinn orðið þó
nokkrir basarmunir.
Þessi félagsskapur okkar starfaði
til ársins 1982 en þá virtust ýmsar
aðstæður vera að breytast og grund-
völlurinn fyrir okkar starfsemi að
minnka. Konur fóm að taka meira
þátt í björgunarstarfmu sjálfu og
stöðugt minnkaði afraksturinn af
okkar vinnu enda stærri og fleiri
fjáröflunarleiðir í gangi hjá sveit-
inni!
Félagsstarfið var afskaplega
skemmtilegt á meðan það var og hét
og vil ég nota tækifærið og þakka
félagskonum fyrir samstarfið og
ánægjulegar samvemstundir.
Saman tók Iiulda Guðrádsdóttir
100 FAXI