Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Blaðsíða 23
IÐUNN
]ón A. Hjaltalín.
17
því stjórnarskrárfrumvarpi, sem stjórnin var fylgjandi.
Sama gerði líka annar konungkjörinn þingmaður, Lárus
Sveinbjörnsson. Stjórnin hefndi sín með því að endur-
skipa hvorugan þeirra til þingsetu.
Hjaltalín fylgdi Heimastjórnarflokknum í flestum mál-
um, en var þó ekki allskostar ánægður með flokkinn.
Enda mun hann hafa átt erfitt með að beygja sig undir
flokksaga. Til þess var hann of geðríkur og einstakl-
ingseðlið of sterkt.
Ekki getur Hjaltalín talist mikill rithöfundur, en þó
liggur talsvert eftir hann á prenti. Aðalverk hans er hin
mikla enska bókaskrá, en auk hennar er þetta hið helzta:
Ensk lestrarbók. Rvk. 1897.
Ensk lestrarbók meö málfræöi og orðasafni. Ak. 1882.
OrÖasafn íslenzkt og enskt. Rvk. 1883.
Hvernig er oss stjórnað? Rvk. 1889.
Nokkur orö um hreínlæti. Kbh. 1867.
An Icelander’s Notes on Iceland. Ln. 1870.
Hann skrifaði margar blaðagreinar og samdi skýrslur
Möðruvallaskólans 1880—1908. Ennfremur skrifaði hann
talsvert í ensk blöð og tímarit. Hann þýddi hluta af
Orkneyingasögu á ensku, en á íslenzku þýddi hann
þessar bækur eftir Swedenborg: Vísdómur englanna.
Kbh. 1869. Kenning hinnar nýju Jerúsalem um kærleik-
ann. N. V. 1899. Um hina nýju Jerúsalem. N. V. 1899.
Margt af þessu er nú orðið úrelt, eins og eðlilegt er
með kenslubækur, enda er það ekki sem rithöfundur að
Hjaltalín hefir hlotið frægð sína, en sem kennari, skóla-
stjóri og maður mun hann seint gleymast þeim, er hon-
um kyntust. M. H.
Iðunn XI.