Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 97

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 97
IDUNN Ritsjá. 91 Hörgárdal, en ekki í Myrkárdal. Myrká er þverá, er fellur skamt frá bænum Myrká. I þjóðsögunni druknar djákninn í Hörgá. Mjög varhugavert er það skáldum, að endursegja fornsögur og æfintýr eða sníða úr þeim nýjar sögur. Nýja sagan þarf að taka hinni fornu sögu fram. Ef ný saga er sniðin úr gamalli, þarf höf. að ná anda hinnar fornu sögu og nýja sagan að varpa ljósi. yfir kjarna þjóðsagnarinnar, svo að menn öðlist betri skilning á þeim sannindum, er hún hefir að geyma. Lang verst tekst höf. með söguna „Arna Oddsson". Er það' óeðlileg ýkjusaga, sem er mun verri en þjóðsagan. „Söngurinn .í Bláfelli" er fallegt æfintýr. Sá, er þetta ritar, hefir á nokkrum stöðum borið þýðinguna saman við frummálið. Virðist þýðingin óvenju lausleg. Sum- staðar skýtur þýðandinn inn heilum setningum frá eigin brjósti og fellir aðrar úr að óþörfu. Annars er málið liðlegt og gott. Eru sögurnar vel þess verðar að birtast á tungu vora. Tvær hinar síðast töldu bækur hefir Þorsteinn M. Jónsson á Akureyri gefið út. A hann þakkir skyldar fyrir hina miklu úlgáfu sína á fræðiritum og skáldritum. Jóhann Sveinsson frá Flögu. Hulda: Við yzta haf. Bókaverzlun Þorsteins M. Jónssonar. Akureyri 1926. Hulda á valinn lesendahóp um land alt. 1 ljóðum hennar og sögum hljóma ljúflingslög íslenzkra þjóðsagna og óðlistar. Þeir bókavinir, sem kunna að meta þá grunntóna eru beztu og víðsýn- ustu lesendur íslenzkra bóka. Þessi bók er ljóðmælasafn skiáldkonunnar, sem eigi hefir verið 9efið út áður; skiftist það í tvo aðalflokka: I. „Frá æskudögum“ °9 II. „Síðari ár“. A kápu bókarinnar er mynd af konu með hörpu á hnjám, þar sem miðnætursólin ljómar við hafsbrúnina. Kvæðin eru með sama blæ og fyrri ljóðmæli þessa höf. — Efni kvæðanna eru einkum úr íslendingasögum og þjóðsögum, sveitalífs-lýsingar, æskuminningar og kveðjur til vandamanna og vma auk nokkurra eftirmæla og þýðinga. Skáldkonan rekur með hárnæmum gripum og heitum huga ör- lagaþræði hamingjusnauðra elskenda að fornu og nýju, og þar eru lífgrös lögð við sárin, en eigi beiskju- eða brunalyfjum í þau hell.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.