Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Blaðsíða 31
IÐUNN Andinn frá Worms og örlög hans. 2S
kirkjan fók að sér syndir mannanna og uppgerð þeirra
við guð gegn umsaminni þóknun. Þóttust menn þá ekki
framar þurfa að hafa áhyggjur af þeim sökum, því að
kirkjan hafði umráð yfir gildum sjóði, sem gjaldgengur
var í þeim viðskiftum.
Þá sá Lúther, að hér var veruleg hætta á ferðum og
svo mikil, að hefjast varð handa til andróðurs. Og
hættan lá í þessu, að menn vildu slá því frá sér, að
annast sjálfir sakir sínar við guð. Þegar mennirnir skrift-
uðu, þá birtust þeir frammi fyrir augliti guðs með syndir
sínar, útheltu hjarta sínu í iðrun og meðtóku síðan boð-
skapinn um fyrirgefningu syndanna. I skriftunum hafði
syndarinn persónulegt samband við guð. Sál syndarans
varð að vera með í reikningsskilunum. Þegar aflátsbréf
var keypt, þá var um peninga eina að ræða og sálin
þurfti hvergi nærri að koma. Það er hið persónulega
samband við guð í reikningsskilunum, sem Lúther fann,
að ekki mátti glatast. Þess vegna stóðst hann ekki mátið
en réðst gegn aflátssölunni, sem kunnugt er.
Fleira er það einnig í kenningum Lúthers, sem sýnir,
að sú skoðun hefir verið allrík hjá honum, að einstak-
lingurinn þurfi engum að gera reikningsskil gerða sinna
og skoðana nema samvizku sinni og guði. Mætti þar
einkum til nefna þá kenningu hans, að allir menn séu
prestar. Prestur í katólskum sið er neðsti hlekkurinn í
meðalgangarakeðju nrilli guðs og lýðsins. Hann kunn-
gerir lýðnum, hverju hann á að trúa, og fyrir hans milli-
göngu öðlast maðurinn fyrirgefningu syndanna. Lúther
kippir í burt öllum þessum meðalgöngurum, — og gerir
hvern einstakling að presti. I þeirri kenningu lá það
óbeint, að maðurinn átti um það við sjálfan sig og guð
einn með hvers konar siðum hann þjónaði guði og
hvernig hann snerist við ýmsum vandamálum, sem verða