Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Blaðsíða 79
idunn
Georg Brandes,
73
sínum tíma og skerfur sá, er hann lagði til bókmenta
og menningarmála, metinn til verðs. Enginn þarf að
kvíða þeim dómi. Jafnvel þótt nokkrir mínusliðir kynnu
að koma í ljós, er engin hætta á að þar verði um
þrotabú að ræða. Þótt verk hans verði gagnrýnt, þá er
það sízt að harma. Hitt væri honum meiri vansæmd, ef
enginn dirfðist að hagga við niðurstöðum hans. Alt hans
uppeldisstarf meðal ynsr' kynslóðarinnar stefndi einmitt
að því, að ala upp athugula og sjálfstæða menn, sem
ekki víla fyrir sér að víkja út af troðnum brautum.
IV.
Það hefir oft verið sagt og endurtekið — einnig í
þessari grein — að Brandes væri sú hin vígreifa hetja,
borinn til stríðs og styrjalda. Og vitanlega er það rétt,
að líf hans og starfsemi einkennist af erjum og ófriði.
En er nú þetta sannleikur inn til kjarnans? Er það
allur sannleikurinn um Brandes? Atti hann að eðlisfari
þessa vígólmu víkingslund, sem þráir að berjast bardag-
ans vegna? Vér vitum að hann var vanur að henda á
lofti hverja hnútu, er til hans var kastað. Vér vitum líka
að hann lét sjaldan ónotuð þau tækifæri, er buðust til
að spenna bogann og leggja ör á streng. Alkunnugt er
og það, að örvar hans flugu hart og hæfðu að jafnaði
markið. Samt sem áður liggur nærri að ætla að lífið
hafi fært honum meir af beiskum erjum og illdeilum en
hann kærði sig um. Þrátt fyrir leifturskýran skilning
hans, hvössu dómgreind og köldu glöggrýni — alt eigin-
leikar, er sýna vitsmuna-yfirburði hans, er þó ýmislegt,
sem bendir til þess, að í djúpinu hafi búið annar
Brandes, sem aldrei fékk að njóta sín til fulls: draum-
sjónamaðurinn, sveimhuginn, skáldið. Hinn ljóðræniv