Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 90

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 90
IÐUNN Ritsjá, Agúst Bjarnason: Himingeimurinn. Akureyri 1926. Þessi bók er um 190 síður 1 Iðunnar-broti, og skiftist hún í 20 sjálfstæða kafla, auk inngangsorða og eftirmála. Höfundurinn hefir stuðst við þýzkar bækur, sem hann nefnir í formála, og er hin yngsta frá 1917. — Stjörnufræðin hefir nú tölu- vert þokast áfram þessi síðustu 10 ár, en höfundur hefir falið Steinþóri Sigurðssyni stud. mag., handrit sitt til lesturs. Stundar hann nám í stjörnufræði við háskólann í Kaupmannahöfn. Hefir höfundur þannig viljað komast hjá, svo sem í hans valdi stóð, að villur slæddust inn 1 ritið. Bókin fylgir sögulegum þræði, og lýsa fyrstu kaflar hennar athugunum fornþjóða og hugmyndum þeirra um himin og jörð. Því næst er getið æfiatriða og afreksverka ýmsra mikilla stjarn- fræðinga, þeirra sem lögðu undirstöður að stjarnfræði nútímans. Þá eru kaflar um fjarlægðir stjarna og göngur í rúminu. Taka þá við kaflar um helztu áhöld, sem höfð eru til þess að kanna með stjörnudjúpin. Er þeim vel lýst, bæði með beinum orðum og sam- líkingum. Síðustu kaflar fjalla um þróun sólstjarna og Vetrarbraut- ina, og enda þeir á afarhæpinni getgátu um sköpun og skipulag Vetrarbrautar vorrar. Talar að vísu höfundur fyrir annara munn, en þess er naumast að vænta að lesin verði sköpunarsaga Vetrar- brautar, meðan engin fullnægjandi Iausn er fengin á uppruna sól- kerfis vors, né heldur annara einstakra sólkerfa. Nýyrði eru mörg í þessari bók og eru flest mjög vel samin. Nefna má orðin „þyrilþoka" (e. spiral nebula) og „viðvik“ (e- parallax) sem ágæt dæmi af nýyrðum höfundar. Mikið er og af fögrum orðum og samlíkingum í riti þessu, en eigi verður þó með sanni sagt, að bókin sé í heild sinni rituð vel, og eigi nær höfundur í ritsnild sinni þangað með tær, sem Helgi Péturss hefir hæla. — Höfundur skopast að „Lífgeislan" hans og telur hana heimsku og barnaskap. Hefði höfundur betur látið ógert að hvepsa þenna andans mann, og eina heimspeking af Guðs náð, sem ísland hefir átt, síðan þá leið Brynjólf og Björn.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.