Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Blaðsíða 78
72
Georg Brandes.
IÐUNN
unum og yfir hugum mannanna. Hér vildi hann byggja
háan turn og tendra voldugan vita, er lýst gæti langa
vegu. Þetta hafði hann einsett sér, jafnvel þótt það yrði
að gerast í trássi við guð og góða menn. Hann gerði
það, og verk hans mun varpa endurskini yfir aldir.
En mótspyrnan gegn Brandes rann líka af öðrum
rótum og virðingarverðari en hér hafa verið taldar. Hún
átti eina meginrót sína í ólíkum lífsskoðunum og lífs-
stefnum. Þótt Brandes væri afburðamaður á vissum
sviðum, var honum ekki, fremur en öðrum dauðlegum
mönnum, gefið það, að mega ráða rök allrar tilveru.
Hann var einhæfur nokkuð, en þó engan veginn sá
neikvæði niðurrifsmaður og spellvirki, er sumir andstæð-
ingar hans vildu vera láta. Eins og hann kemur fram í
starfi sínu var hann raunhyggjumaður í hverja taug,
talsmaður mannvitsins og einstaklingshyggjunnar. En
getur vitsmunaþroskinn einn frelsað heiminn? Verða
lífsgáturnar ráðnar fyrir mátt hvassrar hugsunar eða við
sundurliðandi skýringu allra hluta? Um það má deila
og verður vafalaust deilt um ókomnar aldir. A síðari
tímum hefir allmjög bólað á andófi gegn lífsstefnu þeirri,
er Brandes var svo snjall talsmaður fyrir. Ekkert er
eðlilegra. Heimurinn stendur ekki í stað. Það er engum
af oss gefið að kveða upp úrslitadóminn. Og sá maður,
er gerði orðin: frjáls rannsókn að herópi sínu og megin-
kröfu, mundi verða manna síðastur til að heimta að fá
að setja hinn mikla lokapunkt. Lífið er hraðfleygur
straumur; þróunin nemur ekki staðar. Sá er einhverju
vill til leiðar koma í þessum heimi hlýtur að bjóða þeim,
sem taka við af honum: Afneitið mér, ef þess er þörf!
Troðið mig fótum, ef eg hindra ferð ykkar! Þið eigið
lengra að halda.
Hið andlega bú Brandesar mun verða gert upp á