Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Blaðsíða 80

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Blaðsíða 80
74 Georg Brandes. IDUNN glæsilegi rilháttur hans; viðkvæmni hans og næmleiki fyrir hvers kyns áhrifum; hinn undraverði hæfileiki, sem víða kemur fram í ritum hans, til að setja sig inn í hugsunarhátt annara, óskyldra og fjarlægra í tíma og rúmi; óskeikulleiki hans í skapgerðar- og mannlýsing- um; logandi hatur hans á allri kúgun og órétti, — alt bendir þetta í raun og veru í eina og sömu átt: burt frá herdunum og vopnagný orustuvallanna, — inn í ljóð- ræna draumheima skáldsins. I sambandi við þetta má geta um eitt lítið atvik úr lífi Brandesar, sem opnar oss nokkra innsýn í sál hans. Það var árið 1912. Brandes stóð á sjötugu. Farisear -og skriftlærðir fóru á stúfana um þvera og endilanga Danmörku til þess að hylla hinn aldraða höfðingja. Hjá því varð ekki komist að viðurkenna andlega stærð hans og yfirburði. En í blaðagreinunum mátti lesa ýmislegt milli línanna. Lofið var sumt lævi blandið. Það leyndi sér ekki að sumir höfundanna höfðu ekki int þetta starf af hendi með allskostar glöðu geði, en miklu frekar sem óþægilegt skylduverk. Öldungurinn var því miður «nn á lífi. Þessi íturvaxna eik gnæfði enn þá hátt og skygði á miðlungsmenskuna. Við eikina urðu öll þau hin minni trén að mæla hæð sína. Fjandinn hafi hana! Lengi lifi Georg Brandes! Svo var það að öldungurinn lét til sín heyra og vakti hneyksli og gremju, eins og hann hafði gert svo off. Hann skrifaði ofurlitla smásögu um Skít-Mads og Svarta- Pétur, sem hér skal endursögð eftir minni: Einu sinni var lítil þjóð, sem var mjög ánægð með sjálfa sig. Þar voru allir nauðalíkir í sjón, ljósir yfirlitum með skitingult hár, og allir hétu Mads. Vegna háralitar- ins kölluðu þeir sig Skít-Mads, og var nafn þetta heið- ursnafn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.