Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Blaðsíða 60
54
Jólaminning.
IÐUNN
komist undir manna hendur áður en þau náðu full-
um þroska.
Einn jóladaginn fór eg, ásamt mörgu fólki öðru, kynn-
isferð til Vengarn. Okkur var tekið báðum höndum. Það
vildi líka svo vel til, að ein stúlkan frá Sigtúnum átti
unnusta í Vengarn, og hann sýndi okkur alt það, sem
hann hélt að við hefðum gaman af að sjá.
Þarna í Vengarn eru tvær miklar hallir úr steini. Það
er aðalshöllin gamla og þar býr forstöðumaður stofn-
unarinnar og eitthvað fleira af starfsfólki. Höllinni hafði
verið lítið sem ekki breytt, og þótti mér sem það mundi
vera glæsilegri bústaður en hvað hann var þægilegur.
Þó mátti sjá það hér sem víðar, hvað Svíanum var
lagið, að gera gott úr hverjum hlut. í hinni höllinni var
íbúð glæpamannanna ungu og svo þeirra, er höfðu nán-
ast eftirlit með þeim. Það var geysimikið hús með mörg-
um vistarverum, skólastofum og handiðnarverkstæðum.
Úti fyrir voru miklir leikvellir, og meðan við dvöldum
þarna, voru piltarnir þar að leikjum. Annaðhvort var, að eg
sá engan þeirra inni, eða eg hefi þá gleymt þeim að fullu.
Þessi stofnun er á allan hátt merkileg. Hér er með
uppeldi, handleiðslu og umönnun verið að reisa þá á
fætur og hjálpa á legg, sem bágast eiga og mestrar
hjálpar þurfa við. Svo sjálfsagt sem það virðist vera, að
skoða allflesta unga glæpamenn sem hjálparþurfa vesa-
linga, er þessi tilraun að veita þeim siðaðra manna upp-
eldi þó harla sérstæð. Eg hafði áður haft lítilsháttar
kynni af forstöðumanninum, hafði heyrt hann prédika í
Sigtúna-kapellunni, og mér hafði vaxið hann í augum,
drengileikur hans og áræði í hugsun og einlægni í fram-
setningu. Nú óx mér það í augum, hve hér var djarft
stefnt og hversu hér var öllu haglega raðað til að ná
fram að markinu.