Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 82

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 82
76 Georg Brandes. IDUNN færf honum náðargjöf gleymskunnar. Langt að baki sér lítur hann baráttuárin fyrstu, sem skiftu þjóðinni í tvær sfríðandi hersveitir og stundum var fáskipað undir merki hans. Langt að baki lágu vonbrigðin fyrstu: vinir, sem gáfust upp; liðsmenn, sem sviku og einn góðan veður- dag æptu að honum úr andstöðuflokknum. Langt að baki lágu fyrstu vonbrigðin — og þó ekki gleymd. Hin síðustu aftur á móti svo miklu nær. Ald- urinn hafði fært honum reynslu og vizku og vonar- snauða þekkingu á mönnunum. En aldurinn hafði ekki gefið honum sáttfýsi. Enn þá var hann ekki orðinn gamall. Honum var neitað um siðferðissljóleik ellinnar og umburðarlyndið gagnvart óhjákvæmilegu öfugstreymi mannlífsins. Því þá að vera að beygja sig og rétta fram höndina til sátta? Nei, þá kaus hann heldur að standa einn og uppréttur. Georg Brandes var einmani á efri árum sínum þrátt fyrir mikla frægð og margra aðdáun. V. Þegar að því kemur, að gerð verði rækileg grein fyrir lífsstarfi Brandesar og persónuleik, hlýtur einn meginkafli í þeirri greinargerð að fjalla um starfsemi hans á stríðsárunum. Afstaða hans til atburðanna á þeim árum varpar skörpu ljósi yfir manninn og lætur oss skilja, að hann hlaut að verða einstæðingur fyrir þá sök eina, að hann gnæfði yfir samtíðarmenn sína. Flestum mun í fersku minni það sem gerðist árið 1914, — þegar þjóðirnar alt í einu fyltust vitfirringar- æði og ruku saman eins og grimmir vargar, sem rífa hver annan á hol; þegar heimsstyrjöldin skall á — þessi styrjöld, sem enginn hafði í raun og veru átt von

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.