Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Síða 82

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Síða 82
76 Georg Brandes. IDUNN færf honum náðargjöf gleymskunnar. Langt að baki sér lítur hann baráttuárin fyrstu, sem skiftu þjóðinni í tvær sfríðandi hersveitir og stundum var fáskipað undir merki hans. Langt að baki lágu vonbrigðin fyrstu: vinir, sem gáfust upp; liðsmenn, sem sviku og einn góðan veður- dag æptu að honum úr andstöðuflokknum. Langt að baki lágu fyrstu vonbrigðin — og þó ekki gleymd. Hin síðustu aftur á móti svo miklu nær. Ald- urinn hafði fært honum reynslu og vizku og vonar- snauða þekkingu á mönnunum. En aldurinn hafði ekki gefið honum sáttfýsi. Enn þá var hann ekki orðinn gamall. Honum var neitað um siðferðissljóleik ellinnar og umburðarlyndið gagnvart óhjákvæmilegu öfugstreymi mannlífsins. Því þá að vera að beygja sig og rétta fram höndina til sátta? Nei, þá kaus hann heldur að standa einn og uppréttur. Georg Brandes var einmani á efri árum sínum þrátt fyrir mikla frægð og margra aðdáun. V. Þegar að því kemur, að gerð verði rækileg grein fyrir lífsstarfi Brandesar og persónuleik, hlýtur einn meginkafli í þeirri greinargerð að fjalla um starfsemi hans á stríðsárunum. Afstaða hans til atburðanna á þeim árum varpar skörpu ljósi yfir manninn og lætur oss skilja, að hann hlaut að verða einstæðingur fyrir þá sök eina, að hann gnæfði yfir samtíðarmenn sína. Flestum mun í fersku minni það sem gerðist árið 1914, — þegar þjóðirnar alt í einu fyltust vitfirringar- æði og ruku saman eins og grimmir vargar, sem rífa hver annan á hol; þegar heimsstyrjöldin skall á — þessi styrjöld, sem enginn hafði í raun og veru átt von
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.