Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Blaðsíða 39
IÐUNN
Andinn frá Worms og örlög hans.
33
maður, hvernig sú kenning getur orðið til, að eilíf sálu-
hjálp sé því skilyrði bundin, að því sé trúað, sem kent
er í smáu og stóru. Menn fundu, að mikið gat verið í
húfi, ef út af bar.
Gagnvart kröfunni um óskeikula kenningu, sem tæki
af manni alt ómak með að hugsa andleg mál, kemur
svo þessi játning Lúthers á þinginu í Worms, að valdið,
sem hann fyrst og fremst verði að beygja sig fyrir, það
sé hans eigin samvizka og sannfæring. Sé sú játning
gerð að almennri kröfu og færð út í æsar, þá felur hún
í sér þá kenningu, að skylda mannsins sé að bera allar
skoðanir og hugmyndir undir dóm samvizku sinnar og
skynsemi og láta hana velja og hafna. Alt aðfengið er
efniviður, sem manns eigin samvizka vinnur úr, — hún
leggur til hliðar það, sem hún sér sér ekki henta, en
byggir úr hinu heimsskoðun sína og siðgæðishugmyndir.
Af ómótstæðilegri innri þörf hafði Lúther verið knúður
til þessa. Hann hafði sannfærst um það, að páfa og
kirkjuþingum hefði skeikað. Það þarf ekki að efa, að
það hefir kostað hann gcysimikið átak að hlaða upp í
þau skörð í lífsskoðun sína, sem við það komu, að hann
sannfærðist um, að páfa og kirkjuþingum mætti ekki
treysta. En hann bygði í þau skörð og bygði svo sem
samvizka hans bauð honum.
En hafi nokkru sinni spámannleg orð verið töluð á
undan tíma sínum, þá voru það orðin, sem Lúther mælti
í Worms, þegar dregnar eru út í æsar rökréttar álykt-
anir af þeim. Maðurinn telur sér það nauðsynlegt, að
eiga heilsteypta heims- og lífsskoðun. En það er svo
með alt, sem mennirnir þurfa að afla sér, að þeir vilja
fá það með sem beztum kjörum og sem fyrirhafnar-
minst. Það er ekki fyrirhafnarmikið að taka við lífs-
skoðun eldri kynslóðar og þurfa ekki annað fyrir að
Iöunn XI. 3