Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 63

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 63
IÐUNN Jólaminning. 57 það með sjálfum mér, að þessi nemandi minn hafði alveg rélt fyrir sér. Sigursögur, slíkar sem þessar, eru eigi nýjar á þessari jörð, þó að þær gerist með ýmsum hætti. Og margar þeirra gerast svo, að við veitum þeim enga athygli, ef til vill veit ekki sigurvegarinn sjálfur, hversu dýrðlegan sigur hann hefir unnið. En hver helgisögn á sér að baki einhverja sigursögu, sem höfundurinn hefir annaðhvort lifað eða skilið. Þetta lærði eg fyrst og skildi af stíl nemanda míns. En hver helgisaga leggur til efni í þá næstu. Þetta er önnur ástæðan til þess, að allar helgisögur eru líkar; hin er sú, að öll erum við gerð úr líku efni. En því hefi eg sagt ykkur frá þessari minningu, að hún hefir orðið mér ljósast vitni þess, hvernig ein helgisögnin verður efni í þá næstu og um leið um hið eilífa gildi okkar fegurstu og mestu helgisagnar: jólasögunnar, jóla- hátíðarinnar. Eg vona að eg særi ekkert ykkar með því að kalla jólin, og það sem bak við þau stendur, helgi- sögu, þegar ykkur verður það ljóst, að helgisagnirnar eru sannar að öðru en búningnum. Hitt þykir ef til vill fulldjarft, að eg dreg línuna milli jólabarnsins og sveinsins í Vengarn, sem á sögu glæpa- mannsins að baki sér. Eg veit það, að Öldum saman hefir verið reynt að halda persónu Krists fyrir ofan þenna orustuvöll góðs og ills og festa þá trú, að frá upphafi hafi hann ekkert átt, nema það, sem var gott, og engri baráttu þurft að berjast við sjálfan sig. Eg játa það hiklaust, að eg hefi engan trúnað á þetta lagt, og eg hefi þózt finna þeirri skoðun minni stað í sjálfum guðspjöllunum: »Enn tekur djöfullinn hann upp á ofur- hátt fjall og sýnir honum öll ríki heimsins og dýrð þeirra og sagði við hann: Alt þetta mun eg gefa þér, ef þú fellur fram og tilbiður mig. Þá segir ]esús við

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (01.03.1927)
https://timarit.is/issue/331686

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (01.03.1927)

Handlinger: