Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2002, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.02.2002, Blaðsíða 8
Byltingarkennd lausn Símans - farsíminn hluti af símstöðvakerfi fyrirtækja: Síminn hefur um nokkurt skeið unnið að þróun þjónustu sem nefnist Centrex en um er að ræða lausn sem býður upp á ný tækifæri í þjónustuframboði Símans. Með Centrex verður farsíminn hluti af einkasímkerfi. Centrex líkir eftir virkni einkasím- kerfa og er hýst hjá Símanum. Lausnin býður upp á marga þjónustu- möguleika sambærilega þeim sem almennt þekkjast á markaðnum fyrir einkasímkerfi en einnig ýmsar nýjungar sem ekki hafa áður sést hér á landi. Með Centrex einkasímkerfi geta fyrirtæki hagrætt í starf- semi sinni þar sem ekki þarf að fjárfesta í einkasímstöð. Kostnaðurinn er fyrirfram þekktur og fyrirtæki þurfa ekki lengur að uppfæra sím- stöðvar sínar með jöfnu millibili og þýðir það aukna hagræðingu fyrir reksturinn. Centrex hentar jafnframt mjög uel fyrir fyrirtæki með dreifða starfsemi í stöðugt breytilegu umhuerfi. „Centrex gefur færi á að sameina talsíma og farsíma fyrirtækja í eitt einkasímkerfi ýmist með eða án einkasímstöðva. Centrex er í raun og veru svar við niðurstöðum könnunar sem Gallup gerði fyrir Símann þar sem fram kom að 86% fyrirtækja sögðu heildarlausnir í fjarskiptaþjónustu skipta mestu máli," segir Hrefna Bachmann, markaðsstjóri hjá Símanum. Hlustum á markaðinn „Síminn hefur breyst í markaðsdrifið þjónustufyrirtæki á mjög skömmum tíma. Við höfum á að skipa fólki sem starfað hefur lengi hjá fyrirtækinu og býr yfir dýrmætri reynslu og þekkingu. Auk þess hafa á undanförnum árum bæst í hópinn ungir og öfl- ugir einstaklingar sem Ijá fyrirtækinu krafta sína. Allt okkar starf gengur út á að hlusta á markaðinn og greina hvaða þjónustu við- skiptavinir okkar þarfnast á sviði fjarskipta og reyna að þjóna þeim sem best. Við höfum fundið fyrir því að fyrirtæki vilji ein- falda og hagræða í rekstri sínum en heildarlausnir eru einmitt liður í þeirri stefnu," segir Hrefna. Að sögn Hrefnu hefur Síminn í auknum mæli nýtt sér kannanir í þeim tilgangi að fá betri tilfinningu fyrir þörfum viðskiptavina og geta komið enn betur til móts við þá. „Við rennum ekki blint í sjóinn með framboð á nýrri þjónustu, heldur leggjum við vinnu í að greina þarfir markaðarins og sjá hvar þjónusta getur nýst sem best. Orð- spor Símans sem traust og áreiðanlegt fjarskiptafyrirtæki er nefni- lega ein af okkar verðmætustu eignum. Því fylgir að við bjóðum við- skiptavinum okkar eingöngu upp á vörur og þjónustu sem standa undir kröfum um traust og áreiðanleika," segir Hrefna. 8 E—i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.