Frjáls verslun - 01.02.2002, Blaðsíða 75
Sterkar herferðir Vinna „Mér finnst ímark hátíðin eiga fullan rétt
á sér og vera að mörgu leyti góð,“ segir Þormóður Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Fítons. „Þessi dagur í heild er góður vettvangur Jyrir
markaðsfólk að hittast þó svo skoðanir séu auðvitað skiptar á því
hversu mikið eigi að leggja í hann. Við sjáum að herferðirnar sem
sigra eru yfirleitt mjög sterkar og þannig eru viðurkenningarnar
nokkuð góður mælikvarði á árangur. Eg er mjög hlynntur fyrir-
lestrunum og finnst gott að hafa þá þennan sama dag en það er
spurning hvort ekki mætti ljúka deginum á annan veg. Til dæmis
með dansleik eða einhverju formlegu um kvöldið. Svo gæti ég vel
séð fyrir mér að Borgarleikhúsið hentaði betur en Háskólabíó og
td. kynningarnar í anddyrinu myndu njóta sín betur. Það má alveg
vera uppselt á þennan dag, það er ekkert vandamál. En í heild er
þetta ánægjulegur dagur og mikið er um að vera.“
flTHYGLISVERÐUSTl AUGLÝSINGARNAR
Gúrú gerir grín TALfrelsisherferðin var kosin besta herferð
ársins en hún var unnin af Fíton í samvinnu við Pegasus, Reyni
Lyngdal, Þorstein Guðmundsson leikara og Ara Magg ljós-
myndara. „TALirelsiskort eru fyrirframgreidd símkort sem sett
voru á markað 1999,“ segir Ragnar Gunnarsson, verkefnastjóri
hjá Fíton. ,Ákveðið var í upphafi að nota húmor við markaðs-
setninguna og var fyrsta auglýsingaherferðin unnin með
Tvihöfða þar sem m.a. var gert grín að ýmsum notkunarmögu-
leikum vörunnar. Þær auglýsingar slógu rækilega í gegn og
fékk Gúrúinn það erfiða verkefni að fylgja þeirri herferð eftir.
Eftir umfangsmikla hugmynda- og rannsóknavinnu var valin
sú hugmynd að búa til Gúrú sem er andlegur leiðtogi og mikill
spekingur. í auglýsingunum er gert grin að stóru en jafnframt
litið áberandi sviði mannlifisins sem eru andleg mál og nýaldar-
speki. Gúrúinn kastar fram misgáfúlegri speki og snýst oft í
heilan hring innan sömu auglýsingarinnar."
Tengslin ekki augljós „Herferðin fór af stað haustið 2001, á
sama tíma og skólastarf var að hefjast og var stíluð á markhóp-
inn 15 - 25 ára,“ segir Halla Helgadóttir hönnuður. „Eins og fyrri
herferðin náði hún að höfða til mun stærri hóps og styrkja
almennt ímynd vörunnar í hugum fólks. Lögð var áhersla á að
samræma útlit á öllu markaðsethi TALs meðan á herferðinni
stóð. Herferðin var keyrð í sjónvarpi og dagblöðum en einnig
voru notuð kortin sjálf, pakkningar utan um símatilboð, plaköt,
veggskreytingar i verslunum Tals auk veðurskilta í sjónvaipi.
Tengingin við vöruna er undirliggjandi og ekki endilega augljós
því í öllu auglýsingaefni var að finna smáskilaboð irá Gúrúinum
þar sem hann ráðlagði fólki sjálfsaga, frelsi og jákvæðni."
Götóttur - í flokki kvikmyndaðra auglýsinga
Auglýsingin var hluti herferðarinnar „íslenskir ostar -
hreinasta afbragð". Markmið herferðarinnar var að auglýsa
gæði íslenska ostsins og var það m.a. gert með því að sýna
fáránlegar kvartanir yfir því sem er í fullkomnu lagi. Það var
kvikmyndafyrirtækið Hugsjón sem vann auglýsinguna en
leikstjóri var Gulli Maggi.
Auglýsingin er gott dæmi um það þegar allir þeir ólíku
þættir sem saman eru komnir í einni sjónvarpsauglýsingu
ganga upp - handrit sem batnar stöðugt í vinnsluferlinu í
höndum leikstjóra, leikara, förðunarmeistara, Ijósamanna
og klippara. í könnun sem Plúsinn gerði meðal almennings
á því hver af tilnefndum sjónvarpsauglýsingum væri best
varð „Götóttur" einnig hlutskörpust. Þrjú þúsund manns tók
þátt í þeirri könnun.
Götöttir, mjúkir, stinnir
íslenskir ostar
hreinasta afbragð
www.ostur.is
,j| ^ AÁ'wP Æm ' F ■ ;«
i-
75